Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.05.1992, Page 66

Skólablaðið - 01.05.1992, Page 66
66 SKÓLABLAÐIÐ Galeiðuþrœlarnir. FIMMTABEKKJARFERÐ: Suðrænt og seiðandi - eftir Sigurveigu Margréti Stefánsdóttur V.S. Góðan daginn! Má bjóða þér að kaupa sköfu, lakkrís, rækjur... „Þessar setningar eiga vafa- laust eftir að vekja Ijúfar minningar í hugum 5. bekkinga í komandi framtíð. Má með sanni segja að ferða- langarnir í 5. bekk hafi starfað af miklum krafti síðustu mánuði og sem dæmi má nefna að tveir dugnaðarpiltar seldu 35 kg af lakkrís og 40 kg af rækjum á nokkrum kvöldstundum. Það er vel. Sá hefur verið vaninn að skipuð hefur verið sérstök ferðanefnd fyrir útskriftarferð og vinnu þar með dreift á hátt á annan tug aðila. 5. bekkjarráð sá enga ástæðu til þess að skipa slíka nefnd og töldum við það frekar leiða til glundroða en ekki. Starfsemin byggist þar af leiðandi, að miklu leyti, á alls kyns fjáröflunum og skipulagningu ferð- arinnar. Hvort sem þessi tilhögun telst til batnaðar eður ei, hefur ásókn aldrei verið meiri í slíka ferð í M.R. og komast færri að en vilja. í janúar fóru fram kosningar um áfangastað og ýmsan aðbúnað, svo sem skoðanaferðir og skemmtanalíf. Var það einlæg ósk þeirra sem tóku þátt í þeim kosningum að halda skyldi til Portúgal og eftir þess- ar kosningar bættust 30 manns við í ferðina svo enginn velkist í vafa um að nemendur eru mjög ánægðir með út- komuna. Alls ætla 110 nemendur úr okkar röðum til Al- garve í Portúgal og höfum við hreinlega fyllt öll herbergi og rúm sem Úrval-Útsýn hefur til umráða á Silchoro hót- elinu. Gangið ekki á grasinu.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.