Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.05.1992, Page 70

Skólablaðið - 01.05.1992, Page 70
70 SKÓLABLAÐIÐ Tvífararnir Við íslendingar eigum okkur landvættir, þær eru griðung- ur dreki, gammur og síðast en ekki síst bergrisi. En við M.R.-ingar eigum einnig vætti. Elías Ólafsson er verndar- og refsiengill Menntaskólans. Það má finna vissa samsvör- un milli þessara tveggja vætta eins og meðfylgjandi mynd- ir bera vitni um: Saknaðarljóð Það var vor og við vorum tré í skóginum. Ég aðeins óreynd hrísla þú voldug eik. Hlý golan strauk mér um vangann Þú ert ung hvíslaði hún hamingjan er þín, ellin í órafjarlægð. Langt er enn til veturs. En golan laug hún sagði mér ekki að lauf þín væru tekin að visna. Draumurinn að dvína. Að vindurinn klappaði þér ekki blítt á kinn heldur nísti þig og níddi þar til tréð þitt grotnaði. Brotnaði niður. Því hamingjan var ekki byggð á æsku minni, heldur tilvist þinni. Nú er staðurinn þinn auður í skóginum. Og litla hríslan, sem fékk öryggi sitt af þér grætur nú, það sem áður gladdi hana. E.S.Ó. janúar 1992. V"" ■ •/ uULLdMÍDUn vÁJ HTjÓHANNES leifsson \j|V LAUGAVEGI30 SÍMI19209 Skaitgripiií úrvali - Viðgerðarþjónusta Fljót afgreiðsla - Við smíðum, þér veljið ÚRVA?ÚTS?ÍJ Repro EIMSKIP Nv''^ Lauqaveqi 163 • Sími 25210 Ponic! - ST-menn.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.