Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 4
þroskuðu mig á margan hátt.Ég æfðist í að
skrifa, enda var mér sú list snemma laginn.
Faðir minn lét mig skrifa,alls konar
samninga og geminga fyrir sig, er ég var
innan við fermingu. Hann hafði aldrei
setið á skólabekk og var ekki öruggur í
réttritun. Eitthvað komst faðir minn að því,
að ég væri að skrifa og fannst það víst ekki
neitt gæfu-merki. Annars mun hann hafa
fyst að sinna ritstörfum meira en hann
gerði, en gat lítt sinnt vegna lífsanna. Mér
var alveg sama um það. Þetta var min
lífsfylling og uppbót fyrir fátæklegt
umhverfí.
Fljótlega óx efni dagbókar minnar. Nú var
fleira á dagskrá en veðrið, sem oft var
býsna líkt á vetmm, þama milli hárra
fjalla: hríð og aftur hríð. Og einmitt fyrsta
daginn, skrifaði ég aðeins eitt orð í
dagbók: Hríð ! Þess skal getið hér, að
ekkert útvarpstæki var á æskuheimili
mínu. En blöðin Dagbókin 1939
“Tíminn” og “ísafold og Vörður” komu á
bæinn, og ég held að þau hafi ekki verið
greidd þá. Síðar vom þau greidd gegnum
kaupfélagið á Blönduósi að á Skagaströnd.
Fréttir fór ég snemma að segja úr blöðum.
Þannig gat ég um það, er heimsstyrjöldin
hófst haustið eftir að ég hóf að skrifa
dagbók, eða 1 september 1939. Ekki gat
ég þó um þctta stríð fyrr en 10. september,
sem var sunnudagur. Blöðin komu aðeins
hálfsmánarlega fram á dalinn, voru flutt
þangað frá Efri - Mýmm. Þá skrifa ég
þetta: “Nú er stríð. Em mörg lönd á móti
Þýskalandi: Pólland, England, Frakkland,
Holland, Afríka og Tékkóslóvakía. Hitler
er búin að taka höfuðborg Póllands,
Warsjá. Stríðið hófst 31. ágúst eða 1.
september.”
Ég hafði dagbókina með mér hvert sem ég
fór, ef ég gisti. Annars skildi ég hana eftir
heima. Fyrir kom raunar, að ég tæki
dagbókina með og skrifaði þar sem ég gat
sest niður - á stein eða þúfu.
Mánudaginn 2. október gckk ég niður á
Blönduós, fór Strjúgsskarð og Langadal.
Þá kevpti ég mér hatt í Verslun Einars
Thorsteinssonar, sem að var fyrir innan
Blöndu. Kaupfélagið var fy'rir utan ána,
eins og það er enn. Hatturinn kostaði kr.
11,75. í dagbókinni stendur, að hann fari
mér ljómandi vel, og ég sjái ekkert eftir að
hafa keypt hann ! Hatt þennan átti ég í
allmörg ár, en ekkert man ég, hvað af
honum varð. Skyldi ekki svo um flesta
hluti, sem við notum ?
Dagbókin varð snemma vettvangur þeirra
ljóða, sem ég orti. Þar er þeirra að leita.
Og nýlega fór ég í gegnum allt safiiið,
næstum sextíu ár, og ritaði inn á
tölvudiskling öll þau ljóð eða svo til,
Dagbókin 1939
sem ég hafði skrifað. Þetta var gert til
hagræðis, því að mikið verk er að fmna
Ijóðin ella. Spvija má auðvitað, hvort
mikils sé misst, þó ljóðin hvíli á sínum
stað. Látum grúskara um að fara í gegnum
4