Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 10
vinnuhjúaskildaga. Þá hefúr henni líklega verið vísað burtu. Út með Þorskafirðinum stendur bærinn Skógar, þar sem bláfátækir vinir Sumarliða Brandssonar, Jochum Magnússon og Þóra Einarsdóttir, búa. Hvemig þau hafa ráð á vinnukonu er ekki ljóst, en ef til vill kemur Sumarliði þar eitthvað við sögu. Eftir eitt ár á Skógum kemur Helga aftur að Kollabúðum, vorið 1832. Ekki hefur hún verið marga mánuði á Kollabúðum þegar ljóst er, að hún er kona eigi einsömul. Þegar svo er komið, er Helga látin fara af heimilinu og fer hún þá aftur að Skógum. Skömmu áður en hún verður léttari, fer hún aö Skálholtsvík í Hrútafirði, þar sem hjónin Eggert Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir búa. Þar lítur lítið svein- bam dagsins ljós 23. febrúar 1833, veturinn sem í annálum er lýst sem hinum besta yfir allt land.5 I kirkju er sveinninn vatni ausinn og lætur Helga skíra hann Sumarliða í höfuðið á bamsfóður sínum. Þegar presturinn færir gjöming þennan inn í þjónustubók sína bætir hann við svohljóðandi athugasemd um for- eldrana: „Beggja lsta brot".6 Líklega veit hann ekki betur og viðkvæmum málum er ekki flíkað. Um haustið, 12. október, eignast Sumarliði og Ingibjörg síðan sitt fjórða „egtabarn", sem lilýtur nafnið Sigþrúður.7 Margar ógiftar vinnukonur með bam á framfæri eiga í erfíðleikum á 19. öld. Þær fá ekkert kaup, aðeins uppihald, því hús- bændumir taka yfírleitt laun þeirra upp í fæði bamsins.8 Gott fóstur er gulls ígildi. Ef til vill hefur Sumarliði Brandsson eitthvað um það að segja, að drengnum er komið nýfæddum í fóstur til bamlausra hjóna, Gísla Jónssonar og Sigríðar Bjamadóttur að Bakkaseli í Hrúta- firði. Þau em orðin vel fullorðin þegar þau taka drenginn, hún 42 ára, en hann 62 ára. Bæði sögð ráðvönd og búa á miklu bóka- heimili.9 Eftir þessa ráðstöfun fer Helga sem vinnukona að Hvítuhlíð í Bitrufirði.10 Hjá Sig- ríði og Gísla rennur Sumarliði upp, eins og fífill í túni við mikið eftirlæti. Hann kemur í stað þess bams, sem Sigríður gat aldrei eignast. Þegar Sumarliði litli er tveggja ára deyr fóstri hans af taki,11 en Sigríður býr til ársins 1838 er hún bregður búi og flyst með drenginn að Kollabúöum, til Sumarliða foður 5 Annáll nitjándu aldar II 1832-1856. Saíhað hefur sira Pjetur Guðmundsson, (.4k. 1924), 35. 6 ÞÍ. Minesteríalbók Prestbakka í Hrútafirði, 1833, 19. ÞÍ. Húsvitjunarbók Staðar og Reykhóla 1833, 181. 8 Guðmundur Jónsson, Vinnuhjú á 19. öld, Ritsafn Sagn- fræðistolhunar 5, (Rv. 1981), 50. 9 ÞÍ. Húsvitjunarbók Prestbakka í Hrútafirði 1833. 10 ÞÍ, Minesterialbók Prestbakka í Hrútafirði 1835, 498. 11 ÞÍ. Húsvitjunarbók Prestbakka í Hrútafirði 1835, 567. hans og Ingibjargar. Ekki er ljóst hvemig Ingibjörgu, stjúpu Sumarliða, þykir að fá hrösun bóndans inn á heimilið og hafa hana fyrir augunum á hveijum degi, en varla nýtur hann mikillar hlýju af hennar hálfu. Að minnsta kosti er afmælisdegi hans aldrei hampað meðan hann dvelur á heimilinu af öðmm en fóstm hans.12 Ef til vill hugleiðir Ingibjörg aðstæður sínar og ótryggð bóndans, en skilnaður, þótt hann fengist, er óhugsandi fyrir margar konur. Oft er ekki í önmn hús að venda fyrir þær en gerast sjálfar vinnukonur eða jafnvel sveitarómagar, eins og margar ekkjur mega láta sér lynda.13 Þá er betra að harka af sér og búa á eigin heimili. Mikill vinskapur er milli Skóga- heimilisins og Kollabúða, ekki síst með Sumarliða yngri og Matthíasi Jochumssym, sem helst alla tíð.14 Löngu síðar minnist Matthías þessara daga og segir að tryggari og ástríkari félaga en Sumarliða hafi hann aldrei eignast, „næst móður minni var hann minn góði engill á mínum erfiðu æskuárum og tryggari og ástríkari félaga en hann eignaðist ég aldrei."15 Ef til vill leitar Sumarliði ein- hvers á Skógum, sem hann fær ekki á heimilinu að Kollabúðum, að minnsta kosti er hann heimagangur þar á sínum uppvaxtar- árum. Þá veróur honum einnig smám saman ljóst, að allar leiðir til skólamenntunar eru honum lokaðar, en löngunin til aö fá einhveija þekkingu á smíðum er mikil. Sífellt er hann að tálga hluti, og engum dylst, að handlaginn er hann og smíðahæfileikamir ótvíræðir. Smám saman spyrst hagleikur hans út og þegar hann er 18 ára, árið 1851, fer hann til nokkurra vikna náms til Jóns Eyjólfs- sonar, silfursmiðs í Svefneyjum.16 Á Breiða- firði ríkir á þessum árum mikill áhugi á öllum þjóðþrifamálum, meiri en gerist í öðrum byggðum landsins. íslendingar hafa eignast foringja, Jón Sigurðsson, og málstað til að beijast fyrir. Á Kollabúðum og Þórsnesi eru haldnir fundir þar sem krafist er verslunar- frelsis og opinberra skýrslna um fjárhag þjóðarinnar. Fundir eru einnig haldnir á Breiðafírði, en þar er eitt sterkasta vígi Jóns 12 Lbs. 4466, 4to, Dagbók, Sumarliöi Sumarliðason, 23. febrúar 1912. 13 Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjónasœngur. Öðruvisi Íslandssaga, (Rv. 1992), 150. 14 Matthias Jochumsson, Sögukaflar af sjálfiim mér. (Ak. 1922), 48. 15 Matthias Jochumsson, Sumarliöi gullsmiður. Óðinn des. 1917,71. 16 Lbs. 4457 4to, Dagbók, Sumarliði Sumarliðason 1854. 10

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.