Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 6
eintak keypt. Einnig lásum við bók Hagalíns “Virka daga”, og þótti mikið til hennar koma. Man ég, hversu faðir minn var áfram um að fá þessa bók lánaða, en hún er í tveimur bindum. Þá þótti “Frá Malajalöndum”, eftir Björgúlf lækni Ólafsson skemmtileg og fróðleg. Þá voru ferðabækur Vilhjálms Stefánssonar lesnar ósleitilega, enda eru þær vel skrifaðar. Þetta var nú um bóklesturinn á bænum í janúar 1940. Hvemig hefði okkur liðið, ef ekkert hefði verið til að lesa ? Bóklesturinn var á mörgum fjallakotum helsta dægradvölin. 29. mars segi ég frá því að sænska skáldkonan, Selma Lagerlöf, sé látin, 81 árs. Öðm hvom gat ég um gang Finnlandsstyijaldarinnar. Ymist vora Finnar að tapa eða vinna, stóðu að minnsta kosti í Rússunum. Ég man, að við sveitamenn stóðum með Finnum, en hötuðum stórveldið, sem réðist á þessa smælingja. Föstudaginn 5. apríl get ég þess, að Vigfus Guðmundsson, gestgjafi í Hreðavatnsskála, hafi gefið 5 þúsund krónur til skógræktar í Mýra og Borgarfjarðarsýslu. Þriðjudaginn 9. apríl skrifa ég stóra frétt: “Nú em Þjóðverjar famir að heija á Norðurlönd. Kaupmannahöfn var tekin í varðhald af Þjóðveijum klukkan 8 í morgun” Og fréttir sama dag, af innlendum toga: “Reyktóbak fæst ekki á Blönduósi. Útsvar mitt til Engihlíðarhrepps 1940 er 6 krónur, en föður míns 48 kr. Útsvar Þorbjamar á Geitaskarði er 290 krónur.” Ekki gat farið hjá því, að ég gæti þess, er Bretar hemámu ísland. Á annan í hvítasunnu, 13. apríl, skrifa ég: “Hörmuleg tíðindi. ísland, vort foma Frón, er orðið undirokað af Bandamönnum styijaldarinnar, s.s. Bretum og Frökkum. Þeir segjast aðeins taka það í vemd sína, meðan núverandi styijöld stendur, en er það víst ?” Tveimur dögum síðar skrifa ég þetta: “ísland er fullkomlega fijálst.” Laugardaginn 1. júní get ég þess, að jörð sé orðin gróin í Langadal; best í Hvammi, þar sem vatni var veitt á engið. Seinna gréri á dalnum mínum. Þrátt fyrir það, fór lömbum vel ffam þar. Eftir að hafa farið um Langadal að vori, orti faðir minn: Ekki skartar eldið hér, öll þó jörð sé gróin. Svona lömb ei sjást hjá mér, -sem að hlaupa um snjóinn. Ég get þess um mánaðamótin maí - júni, að faðir minn hafi minnst á það, að ég færi næsta vetur til náms í Reykholtsskóla. Hann þekkti Þóri Steindórsson, skólastjóra, vel og treysti honum manna best fyrir þessum syni sínum, sem ekkert þráði meira en að ganga menntaveginn. Ekkert varð þó úr þessu, því miður. Hefði ég farið til náms að Reykholti haustið 1940, er ekki ólíklegt, að ég hefði orðið stúdent vorið 1945, trúlega firá Akureyri. Þetta em aðeins getgátur um það, sem ekki varð. Má segja, að vísan hans Kristjáns Olasonar ffá Húsavík eigi þama vel við, en hún er á þessa leið: Minninga að ganga um garð gleður okkur flesta. En oft er það, sem aldrei varð, eftirsjáin mesta. Dagbókin mín varð tveggja ára 1. janúar 1941. Var ég þá með 8. vasabókina, sem að tekin var undir daglegar skriftir. Ekki vom fáar bækur, sem ég fékk lánaðar úr lestrarfélaginu í Langadal miðvikudaginn 8. janúar. Þeirra á meðal vom “Heimskautalöndin unaðslegu I-II”, eftir Vilhjálm Stefánsson; “Ævintýri “ eftir Jack London; “Á íslandsmiðum”, eftir Pierre Loti; “Dætur bæjarfógetans”, eftir Margit Ravn; “Skuggamir af bænum”, eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson; “Gríma”, þijú hefti, og “Þjóðir, sem ég kynntist”, eftir Guðbrand Jónsson. “Allt em þetta góðar bækur, og mikill fengur að fá þær”, skrifa ég. Þetta var sex vikna forði af lestrarefhi á dalabænum. Á Pálsmessunni, 25. janúar, fór ég, gangandi að venju, niður á Blönduós. Á heimleiðinni lagði ég leið mina að 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.