Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 16
fellt á hjálp annarra landa við hvaðeina, sem
hann tekur sér fyrir hendur í þeim efnum. Sí-
fellt er hann á þönum, gangandi um nv-
lenduna, eða akandi með öðrum, að leita að
hjálp við það, sem gera þarf varðandi bú-
skapinn. Fyrir hjálpina greiðir hann oftar en
ekki í smíðum. Tekjur af hveitiræktinni eru
fljótteknar þegar vel árar, en þau ár, sem fjöl-
skyldan bvr í Norður-Dakota, eru henni að
mörgu leyti andsnúin. Óhagstætt tíðarfar og
kreppur, stórar og smáar, sem dynja yfir
Amerískt efnahagslíf, hafa ekki lítil áhrif á líf
íjölskyldunnar. Efnin eyðast uns Sumarliði
lendir í vanskilum í fyrsta sinn á ævinni.
Smíðavinna hans er það fyrsta, sem fólk neitar
sér um, þegar harðnar á dalnum. Þrátt fyrir
það vill hann ekki fara frá þessari nýlendu og
því fólki, sem hann þekkir þar, að minnsta
kosti ekki fyrst um sinn.
í íslendingabyggðinni í Norður-
Dakota eru kraftar hvers einstaklings nýttir
eins og hægt er á margvíslegum sviðum.
Þegar Sumarliði hefúr dvalið rnn tíma fyrir
vestan, breiðist út sú skoðun, að hann muni
vera laginn að fást við bmnasár, en bmnar em
tíðir í nýlendunni, oft vegna ógætilegrar með-
ferðar elds. Ekki virðist Sumarliði þó hafa lagt
sig neitt eftir lækningum heima á íslandi.
Sigfús Bergmann kom til mín aó fá
ráó við bruna. Nágranni hans Svein-
björn Sigurósson og sonur hans
Sveinn höfðu brunnió til muna viö aó
bjarga kúm og kálfum Halldórs
gamla (Sigríóar) úr Jjósi sem eldur
hljóp í er þeir kveiktu til að brenna
sinu. Vagn Sveinbjarnar brann líka
upp aö köldum kolum. Sveinbjörn er
mjög illa haldinn og sárin mjög slœm
á höndum og andliti. Ég bjó til
eggjaolíu og fleira en meðöl öll
vantar.3'
Sumarliða líst illa á sár þeirra. Hann gengur
milli manna í því skyni að fá einhvem til að
fara og útvega þeim lækni og eftir langa
mæðu gengur það. Daginn eftir fær Sumarliði
lánaðan vagn til að fara til Parkriver að kaupa
meðöl. Þegar hann kemur til baka fer hann til
sjúklinganna og býr um sár þeirra efitir
fongum. Þijá klukkutíma tekur þaö. Ekkert
bólar á lækninum, aðeins skilaboð.
Jón lœknir kom ekki, hann var
veikur. Sendi heldur engin meóöl aó
kalla, s\>o lítió gagn var af feróinni til
3' Lbs. 4463 4to, Dagbók, Sumarliði Sumarliðason 15. og
16. april 1886.
hans. Það er allt annað en skemmti-
legt að eiga vió þessi brunasár. Sá
yngri tekur góóum bata en sá eldri er
mikiö lakari og mikill tvísýnna um út-
fallið á sárum hans, helst á
höndunum.38
Aldrei kemur læknirinn, en sjaldgæft
er á þessum tíma, að þeir leggi á sig erfið
ferðalög í hestakerm eða ríðandi út í sveitir til
að sinna sjúklingum. Feðgamir mega því
notast við Sumarliða, sem fer næsm tvo
mánuði daglega til þeirra að búa um sárin, því
hann er afskaplega natinn og samviskusamur.
Loks ná þeir feðgar fúllum bata. í bréfi, sem
Sveinbjöm ritar heim segir hann:
Ég hef verið með besta móti til
heilsunnar í vetur, mikið til frír við
gömlu gigtina sem mun stafa frá því í
sumar þegar ég lá í brunasárum. Þá
drógust út vondu vessamir. ... Fyrir
Guðs náó er ég nú orðin jafn góður
af brunanum, nema ég þoli illa
kuldann á höndunum en ég vona aó
það komi til með tímanum.39
Árangur Sumarliða er fljótur að
breiðast út í nýlendunni og næstu vor fer hann
ótal ferðir um nýlenduna að lækna branasár.
Læknisstörfm verða ekki til að laga fjárhaginn
heldur þvert á móti, því oft verður hann að
greiða meðulin úr eigin vasa, án þess að hafa
nokkra von uin að fá þau endurgreidd. Sumar-
liði gengur inn í þetta nýja hlutverk og tekur
að fylgjast með auglýsingum, sem birtast í
blöðum um meðöl, sem lækna eiga flestar
meinsemdir manna.
Þannig er líf Sumarliða. Líf Helgu
breytist hins vegar ekki mjög mikið við vestur-
flutninginn. Hún sér um böm og heimili,
eignast bam annað hvert ár og heldur því
áfram meðan hún er í bameign, 7 á 14 ámm -
hefði væntanlega einnig gert það heima á ís-
landi. Eitt bam missa þau nokkurra mánaða
gamalt. Bamamergðin þyngir vitaskuld lífs-
baráttuna nokkuð.
Undir lok níunda áratugarins er
mikið los á íbúunum í Pembinanýlendunni.
Allir virðast telja grasið grænna hinum
megin. íslendingar hafa verið á faraldsfæti allt
frá því þeir fyrst stigu á land í Vesturheimi.
Þau 16 ár, sem Sumarliði býr í Norður-Dakota
38 Lbs. 4463 4to, 21. april 1886.
39 Lbs. 1106 4to, Bréfasafit, Davið Guðmundsson, prófastur
að Hofi í Hörgárdal. Sveinbjöm Sigurðsson, Mountain
Dakota. 8. jan. 1887.
16