Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 23

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 23
Svar til Þorsteins Kjartans- sonar. Jón Sigurðsson var fæddur í Pumpu í Eyrarsveit 8. október 1795. Hann kvæntist Hallfríði Sigurðardóttir fædd 1794 í Ytri - Höfðakoti, þann 24. september 1831, þá voru þau í húsmennsku í Krossanesi. Ég sé ekki að þau hjón hafi átt fleiri böm en dætumar tvær Ingveldi f. 1832 og Helgu f. 14. ágúst 1835, d. 31.desember 1890. Arið 1856 vom þær systur báðar komnar norður að Fossi í Staðarsókn í Húnavatnssýslu. Ég finn ekki að Ingveldur hafí gifst eða eignast böm. Helga gekk í hjónaband 1858, maður hennar var Bjarni Bjamason f. 6. september 1835, d. 25. maí 1879, þau bjuggu lengst af á Fallandastöðum í Hrútafirði, Helga Jónsdóttir bjó í ellefú ár með bömum sínum ungum. Börn þeirra Fallandastaðahjóna: Guðný f. 1859, hún mun ekki eiga afkomendur á lífi, Sigríður f. 1878, hún eignaðist þrjá syni sem ættir em frá komnar, Sigurgeir f. 1866, hann kvæntist Helgu Magnúsdóttir þau fluttust norður í Strandasýslu og frá þeim em komnir margir afkomendur, Kristín f. 26. janúar 1867, d. 7. mars 1943, hún giftist 18. september 1887, Birni Jónssyni. Bjöm var lærður gullsmiður, stundaði hann iðn sína ásamt búskap, lengst af bjuggu þau hjón á Bessastöðum í Miðfirði. Af fjórtán bömum þeirra komust ellefu til fullorðinsára, auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn. A Jónsmessu 21 - 23. júni 1996, var haldið fjölmennt niðjamót Bessastaðahjóna. Með kveðju. Elín Ólafsdóttir Frá Kanada og Banda- ríkjunum hafa borist tvö bréf: David E. Johnson / 740 Bellevue Ave. E. 4302 / Seattle, WA 98102 / USA (netfang: Dj4Seattle@aol.com) biður um eftirfarandi orðsendingu (lauslega þýtt og verða menn að reyna að ráða í málið þar sem mikill vafi getur leikið á og er þá birt stafrétt frá David innan sviga): Ég er að leita afkomenda Sveins Þórðarsonar f. 18. feb. 1827 á Felli í Mýrdal? (in Felle, Myradal, Vestur, Iceland) og Helgu Árnadóttur? (Helga Arnassori) f. 6. júl. 1833 í Árnakíl í Vestmannaeyjum? (Arnakiel, Vest- mannaeyja, Rangarvalld). Dóttir þeirra hét Jóhanna Guðný Helga, f. 9. feb. 1861 í Löndum í Vestmannaeyjum. Hún var langamma mín. Öll þrjú ofan- nefnd dóu í Bandaríkjunum skömmu eftir 1900. Ég er 37 ára gamall og vonast til að hitta einhverja ættingja mína þegar ég kem í mína fyrstu Is- landsheimsókn í leit að uppmna mínum. Hægt er að senda mér póst eða tölvupóst á ofangreint heimilisfang eða netfang. Eyolfur L. Erickson / 4863 Stormtide Way / Victoria, British Columbia / Canada V8Y 2R7 (netfang: lericson@bc.sympatico.ca) skrifar og segir meðal annars: Ég er nýr félagi með mikinn áhuga á uppmna mínum og er mjög þakklátur Hálfdani Helgasyni fyrir hans miklu aðstoð. Mér þykir leitt að geta ekki skrifað á íslensku, en ég hef samt ekki gleymt öllu, sem ég kunni þegar ég var ungur. 23

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.