Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 13
gaf hvort öðru eftir skilnað aó borði
og sœng....
Að síðustu að barnið nú á 5ta ári sé
hjá móóur og móðurömmu barnsins
til þess það er 7 ára, verði það tekið
frá föðurnum, án þess því sé mis-
boðið, en meðgjafarlaust frá föðurins
hendi, en eftir það hafi faðirinn rétt
til að taka barnið, einnig meðgjafar-
laust frá móðurinni og sorga fyrir
því.26
Skilnaðurinn gerbreytir stöðu Sumar-
liða í samfélaginu við Djúpið. í stað þess að
vera óðalsbóndi í Vigur, verður hann frá-
skilinn ráðsmaður hjá Hildi Thorsteinsson í
Æðey. Baráttuþrek hans er þó ólamað. Hann
stefnir ótrauður upp á við á nýjan leik. Fyrsta
skref hans í þá veru er að hverfa úr stöðu ráðs-
mannsins og gerast leiguliði í Æðey árið 1868
hjá Rósinkar Ámasyni. Smám saman fer bú-
skapur hans vaxandi, enda er hann sístarf-
andi.27 Eítir að hann er orðinn leiguliði fær
hann sér ráðskonu, Maríu Kristjönu Þórðar-
dóttur frá Lónseyri á Snæfjallaströnd. Ekki
líður á löngu uns þau taka að lifa sem hjón, en
ekki giftast þau.
Þótt ýmislegt gangi á í einkalífi
Sumarliða er hann opinn fyrir öllu, sem til
framfara horfir í sjávarútvegi og landbúnaði.
Túnin, smá og þýfð, eru slegin með orfi og ljá.
Aðferðin er ærið seinleg og mannfrek. Þess
vegna grípur Sumarliði fegins hendi tækifærið
að útbreiða skosku ljáina, sem Torfi Bjamason
í Ólafsdal kemur með frá Skotlandi sumarið
1867. Ljáir þessir geta aukið afköst um allt að
helming, því ekki þarf að dengja þá, eins og
hina fomu íslensku ljái.28 Bændur við ísa-
fjarðardjúp em þó heldur tregir í taumi.
Ýmsar aðfinnslur koma fram hver annarri
gagnstæðar og
fæstar af viti, s\’o sem að þeir vœru
„ofþunnir", „ofþykkir", „of deigir",
„of harðir" og svo framvegis. Hió
eina, sem er öldunsis ómissandi er,
að Ijáirnir vœru ekki allir iafn lansir
því flestir vildu hafa þá stvttri og
hefur það að minni hyggju mikið Jyrir
sér, þar sem klaufar eiga að slá
snögga og þýfóa jörð eins og hér er
allvíða, bœði tún og engjar.29
26 ÞÍ. ísafjarðarsvsla IV, 13, Dóma- og þingbók. 16. maí
1867, 386.
ÞÍ. Skjalasafii Vesturamts VA III 422. Búnaðarskýrslur
ísafjarðarsýsla 1874.
28 Einar Laxness, Íslandssaga II, (Rv. 1995), 86.
29 Lbs. 3107 4to, Bréfasafn, Torfi Bjamason. S(umarliði)
Sumarliðason, Æðev 18. april 1875.
Auk þess em ljáimir í samkeppni við
Ijái kaupmanna, sem em þessu fyrirtæki óvin-
veittir. Þótt verslun hafi verið frjáls um 15 ára
skeið, hafa kaupmennimir ráð flestra bænda í
hendi sér. Svigrúmið er því heldur lítið.
Svipað er upp á teningnum, þegar Torfi
skrifar Sumarliða og býðst til að taka mann og
kenna honum jarðyrkju. Boðið ber Sumarliði
upp á fúndi í sýslunefnd. Allir játa það hina
mestu nauðsyn og áhugann í orðum vantar
ekki, en þar við situr. Sumarliða svíður sárt
áhugaleysi og efnaleysi samtíðar sinnar.
Meðan verður engum bótum komið vió. Um
miðjan júní 1875 skrifar hinn framfarasinnaði
Sumarliði Torfa í Ólafsdal og er heldur
mæðulegur.
Æ framfarir vorar eiga langt í land,
heimska og hleypidómar hafa svo
mikið ríki og víðlent á landi voru að
hagfrœði og verkleg hyggindi mega
(því miður!) verða lengi sníkjugestir
og athlœgi alþýðu vorrar.30
Enn er langt í land að draumur
Sumarliða um framfarir í atvinnumálum
þjóðarinnar rætist. Það bíður nýrrar aldar.
Sumarliði á fáa fylgismenn meðal sinna sam-
tíðarmanna. Líklega á almenningur bágt með
að skilja þennan athafnasama einstakling.
Einhver óróleiki í sálinni knýr hann áfram
meðan flestir una glaðir við sitt og hugsa um
það eitt að komast af.
Eftir 10 ára sambúð með Maríu og
ijögur böm, deyr hún af bamsförum.31 Dóttir
Kristjáns Franssonar í Tungu af fyrra hjóna-
bandi, og stjúpdóttir Þorgeröar systur Sumar-
liða, Helga Kristjánsdóttir, er vinnukona á ísa-
firði þegar þessir atburðir gerast.32 Sumarliði
falast eftir hjálp hennar og verður það niður-
staðan, að hún fer til Æðeyjar og gerist ráðs-
kona hjá honum og börnunum. Hún er þá 24
ára, en Sumarliði 47 ára. Þrátt fyrir aldurs-
muninn liður ekki á löngu tms þau taka að
draga sig saman. Samband þeirra vekur for-
vitni og spumingar. Hvað veldur því, að
Sumarliði velur sér svo unga konu? Er það
þörf fyrir spegla sig í aðdáun þess, sem minna
hefur reynt og upplifað - láta líta upp til sín?
Vera sterkari aðilinn í sambandinu? Ef til vill
er þetta leið hans til að láta gömul sár gróa og
verða ungur í annað sinn. En hvað með hana?
30 Lbs. 3107 4to, Bréfasafn, Torfi Bjamason. S(umarliði)
Sumarliðason, Æðey 15. júní 1875.
31 ÞÍ. Ministerialbók Staðar á Snæfjallaströnd N-ísafjarðar-
sýslu 1860-99.
32 ÞÍ. ísafjarðarprestakall 1881, 252.
13