Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 20
aðsent aósent Hjálparbeiðni til félaga í Ættfræðifélaginu Ágætu félagar! Mig undirritaðan langar til að leita eftir hjálp frá ykkur varðandi nokkra aðila sem ég hef verið í vandræðum með í mínu ættfræðigrúski. Þessir aðilar eru: Tómas Guðmundsson, kallaður Galdra-Tómi í Ættum Austfirðinga. Þar er hann einnig sagður tengdur Skinnastaðalangfeðgum. þeim: Einari Jónssyni galdrameistara, Jóni Einarssyni greipaglenni, Galdra-Ara, Galdra-Illuga og Galdra-Mikael. Kona hans mun hafa verið Katrín Árnadóttir. Böm þeirra em skráð Elín og Árbjartur og er eitthvað undarlegt, óvitað, í sambandi við þau. Samkvæmt Ministerialbók 1717-1795 ífá Sauðanessókn, munu þau hafa gifst í Sauðaneskirkju 11.1754. í bókinni “Skagamenn og Skagstrendingar” fann ég mann með þessu nafni, en ártal passar ekki og ekki heldur maki. • Hverra manna er þessi maður (Tómas), hvenær er réttur fæðingardagur og hver er dánardagur?. • Hver er þessi Katrín Árnadóttir, hverra manna er hún, hvenær er réttur fæðingar- og dánardagur? Næsti aðili er þessi Árbjartur: fd. 27. 10. 1754 og líklega látinn 29.05.1757. í skrám á Mormónasafninu, er hann skráður látinn 3ja ára gamall ! I manntali 1801 er talað um mann með þessu nafni, 39 ára gamlan, búsettan í Austdal, Dvergastaðasókn, N-Múl. Þar er kona hans skráð Guðrún Þorgeirsdóttir og böm hans Katrín, Margrét, Jón og sonur hennar Gísli. Árið 1816 er sama fólk skráð á Ingveldarstöðum á Seyðisfirði. • Er hér um tvo alnafna að ræða, eða um einn og sama manninn? Ef einhver skyldi nú hafa upplýsingar eða einhvem fróðleik fram að færa varðandi þetta fólk, yrði ég mjög þakklátur ef ég fengi að njóta hans. Bið ég því fólk að svara mér hér á síðum Ættfræðiblaðsins eða á héraðsfundum. (Reyni að vera þar sem oftast) Virðingarfyllst, Magnús Guðmundsson. Fyrirspurn ! Árið 1860 búa í Grímsbúð á Hellissandi Sigurgrímur Þorgrímsson f. um 1824 að Skaröi í Haukadal og kona hans Kristín Sigmðardóttir þá 33 ára og dóttir þeirra Sigurlaug Sigurgrímsdóttir eins ára, Hveijir vom afkomendur þessara hjóna ? Þorsteinn Kjartansson s. 551-9971 Myndir. í 3 tbl. Vom tvær myndir, Sævar Jóhannesson hringdi og upplýsti, að bærinn héti Norðurgarður í Vestmannaeyjum, Fjallið Fiskhellanef, Heijólfsdalur til vinstri, Stóra Klif til hægri og til hægri Hásteinn, einnig hringdi í mig Páll Ámason og staðfesti það sem að komiö er fram. H.H. 20

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.