Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 21
Spurt og svarað
Svar til Ásmundar Una:
1. Magnhildur Ingiríður Guðmunds-
dóttirlést 11. desember 1962.
2. Katrín Kristjánsdóttir var fædd 8.
júní 1863 í Straumi á Skógarströnd,
foreldrar hennar voru Kristján Jóns-
son og Elínborg Steinunn Stefáns-
dóttir. Þau fóru til Kanada 1876
með böm sín.
3. Ólöf Jónsdóttir lést 16. mars 1972.
4. Vísast á Manntalið 1910, Ámes-
sýsla, bls. 378.
Hólmfríður Gísladóttir
Svar til Þórðar í Rósa-
garðinum:
Þar sem lítið hefur sést af svörum vió
spurningum Þórðar, langar mig að
skrifa nokkrar línur og vitna í Jón
Espólín:
“Þorgeir Jónsson á Öxl átti
Katrínu dóttur Guðmundar á Knerri og
Knarrartungu, Bjarnasonar ífá Selvelli
Guðmundssonar Bjamasonar frá Hítar-
dal”.
“Katrín Pálsdóttir átti Guð-
mund Jónsson prest í Hítardal Guð-
mundssonar, þeirra son Bjarni á Sel-
velli og Knarrartungu átti Hallbjörgu
Kolbeinsdóttur, þeirra son Guðmundur
á Knerri og Knarrartungu átti Arndísi
Björnsdóttur, hún varð undir steini í
Knarrarfjalli, þeirra dóttir var Katrín
átti Þorgeir á Öxl Jónsson á Völlum
Þórðarson frá Hraunlöndum. Meðal
barna Katrínar og Þorgeirs var Herdís”.
Ég hef eitthvað af niðjum Árna Ólafs-
sonar og Margrétar Gísladóttur.
Hólmfríður Gísladóttir
Svar til Soffíu G. Gunnars-
dóttur, Jórvík í Álftaveri:
r
I fréttabréfinu í mars síðastliðnum
spyrð þú um fólk í Geiradal Fyrir all-
mörgum árum stundaði ég mér til
gamans talsvert grúsk varðandi ein-
mitt þetta svæði, og það er mér Ijúft
að upplýsa þig um þaó, sem ég veit
um það, sem þú spyrð um.
Guðrún Björnsdóttir var fædd
um 1762 og dó hjá syni sínum, Bjarna,
á Brekku í Gilsfirði, 25. júlí 1839. Um
foreldra hennar er ekkert vitað. Hún
var bústýra á Valshamri fyrir aldamó-
tin 1800, hjá Jóni bónda þar Jónssyni.
Hann var fæddur um 1735 og ætt hans
er mér ókunn. Hún átti með honum tvö
böm: Sigríði (d. á Bakka 8. jan. 1809,
18 ára) og Jón, síðar bónda á Litlu-
Brekku (20. okt. 1793 - 5. nóv. 1873),
sem átti Þóra Bjamadóttur hreppstjóra
á Tindum og Svarfhóli Oddssonar, eins
og þú réttilega nefnir. Allmargt manna
er komið frá börnum þeirra, Magnúsi
og Jóhönnu.
Þann 4. febr. 1798 giftist Guð-
rún Þorkeli Guðmundssyni (um 1759 -
17. júlí 1816). Þau bjuggu fyrst á Litlu-
Brekku, síðan á Gróustöðum og Bakka,
en síðast á Kletti í Króksfirði. Óvíst er
um ætt Þorkels. Hann dó í Múla í Gils-
firði. Böm þeirra vora Bjarni (f. 27.
maí 1798), sem bjó á Brekku í Gilsfirði
en var síðar í Steinadal i Kollafirði, og
Sigríður (Kletti 6. okt. 1810 - 13. mars
1830), sem var ógift og bamlaus. Frá
Jóni bónda í Hlíðarseli í Tungusveit,
Strandasýslu, syni Bjarna, er margt
manna komið.
Jón Jónsson bóndi á Bakka frá
því um 1786 eða fyrr og eitthvað fram
yfir aldamótin 1800. Hann var fæddur
um 1755, en dánardægur er óvíst.
Foreldrar hans vora Jón Jónsson
21