Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 22
(bróðir Guðmundar, sem bjó á Bakka
1762 og bæði fyrr og síðar) og kona
hans, Guðrún Bjarnadóttir (d. á Bakka
30. des. 1784, 61 árs). Föðurforeldrar
Jóns voru Jón Guðmundsson (f. um
1673), ókunnrar ættar, sem bjó á
Bakka 1735 og líklega víðar, og seinni
kona hans Guðrún (talin 86 ára á Hof-
stöðum í Reykhólasveit 1780) Hildi-
brandsdóttir, bónda í Rauðseyjum
Jónssonar bónda þar Jónssonar, Rauðs-
eyjaskálds Guðmundssonar, sem var
allþekktur í bókmenntasögunni.
Fyrri kona Jóns á Bakka var
Þórunn Guðmundsdóttir (um 1753 -
11. maí 1792). Ætt hennar óviss. Böm
þeirra: 1. Guðrún (15. júlí 1779 - 23.
nóv. 1826), bl. 2. Sigríður (f. 3. ág.
1780) var á lífi 1801. 3. Björn (7. júlí
1782 - 28. júní 1851); skv. því sem sr.
Jón Guðnason taldi dó hann ókvæntur
á Rauðasandi. 4. Stígur eldri (24 ág.
1783 - dó 7 vikna). 5. Ámi bóndi í
Steinadal. 6. Ingibjörg (um 1787 - 29.
maí 1849), átti Teit Höskuldsson frá
Kirkjubóli á Litlanesi (eða Músarnesi).
7. Jóhannes (29. nóv. 1788 - 22. febr.
1840 á Auðkúlu í Arnarfirði). 8. Stígur
yngri (um 1789 - 4. sept. 1853) bóndi á
Kerlingarstöðum í Grunnavík 1845. 9.
Bjarni (f. um 1791), var getið um
fermingu en ei síðan.
Seinni kona Jóns (12. nóv.
1799) var Björg (um 1773 - 22. mars
1861) Guðmundsdóttir á Hamarlandi
Sveinssonar (frá Skáleyjum Arnasonar)
og konu hans, Guðrúnar Torfadóttur
hreppstjóra á Kinnarstöðum Jónssonar.
Bam þeirra: Guðmundur (f. 27. sept.
1798 - dó 16 daga gamall).
Þórhallur B. Ólafsson, Hveragerði
Svar til Magnúsar O. Ingvarssonar:
I bréfi Magnúsar O. Ingvarssonar í 1.
tbl. 16. árg. varðandi Önnu
Christiansdóttur [Olsen, innsk. blm.],
konu Olafs Jónssonar þilskipsformanns og
beykis í Flatey, getur hann þess að Olafs
sé ekki getið í bókinni Eylendu og fiimst
honum það að vonum einkennilegt.
Maðurinn gegndi ábyrgðarstöðu. En þótt
spumingar Magnúsar snúist ekki um Ólaf,
heldur konu hans, finnst mér ekki úr vegi
að rifja upp nokkur atriði varðandi hann.
Ólaíur var fæddur í Staðarfellssókn um
1808. Faðir hans var Jón Jónsson, bóndi á
Breiðabólstað á Fellsströnd, en móðir Ingi-
björg (1781 - 24. mars 1844) Ólafsdóttir á
Örmsstöðum í Klofningi Sigurðssonar og
Halldóru Nikulásdóttur. Hún var ógift er
hún átti hann, en giftist síðar Jóhannesi
Jónssyni frá Rifi, Hálfdánarsonar frá
Þurranesi í Saurbæ. Sonur þeirra var Jón í
Flatey. Ólafur var í Ögri 1860 en hann dó í
Flatey 20. des 1868.
r
Þórhallur B. Olafsson, Hveragerði
Svar til Hálfdanar Heigasonar:
í aðsendu bréfi var minnst á Benedikt
Benediktsson, sem bjó í . Austurg-
örðum, hjáleigu hjá Reykhólum um
miðja 19. öld. Hann mun hafa verið
fæddur í Hjaltabakkasókn í Húnaþingi
um 1828 og dó á Hamarlandi á Reykja-
nesi 4. júní 1883, þá sagður sveitaróm-
agi. Ekki er mér kunnugt um faðerni
hans, en móðirin var Sigríður Halldórs-
dóttir frá Másstöðum í Vatnsdal Hall-
dórssonar s. st. Bárðarsonar brotinnefs
(ísl. æviskrár) og átti hún hann áður en
hún giftist Helga Guðmundssyni,
bónda á Sneis í Húnaþingi 1845 en
síðar á Reykhólum. Benedikt kom
1853 frá Keldudal í Hegranesi og
kvæntist 14. júlí 1856 Ingibjörgu
Ólafsdóttur á Skerðingsstöðum Bjarna-
sonar. Þau bjuggu í Austurgörðum í
nokkur ár en slitu síðan samvistum. Af
4 bömum þeirra komust 2 dætur upp:
Elínborg (eða Helenborg), f. 10. febr.
1859; Hún fluttist út í Akureyjar 1878,
og Karitas, f. 6. okt. 1860, sem fluttist
með móður sinni á þessu sama ári að
Eyri í Seyðisfirði vestra.
Þórhallur B. Ólafsson, Hveragerði
22