Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 17
er sífellt veriö aö gera út menn til aö leita aö
heppilegu svæði fyrir þá. Mörgum líst illa á
flutninga íslendinganna og telja þá liiö mesta
glapræði.
Það lítur út fyrir að það sé talsvert
um burtflutningshug i þeim í Dakota.
Það er Ijótt og mikið leiðinlegt hvað
Islendingar eru alltaf á reiki. Það er
meiri skaði en margur útreiknar og
margur sem ekki skiptir um til
betra.40
Ýmsar ástæður eru fyrir óróleika ís-
lendinganna í Pembinanýlendunni. Veðráttan
er eilíft umkvörtunarefni. en það er fleira.
Skuldasöfnun þeirra hefur veriö óhófleg. Þótt
nýlendubúar hafi ef til vill haft litlar áhyggjur
af greiðslu þeirra lána, sem þeir tóku í upphafi
byggöar í Pembina þá er nú komiö aö skulda-
dögunum.
Margir geta skrifaö undir með byggðar-
skáldinu Káinn.
Drottinn, lát mig deyja
Dakota-skuldum frá
Þó skömm sé frá aö segja
saknar mín einhver þá.
Ef aö vel aö þeir gá,
máske að margur fínni
"Mortgage" á sálu minni
upprisudeginum á."41
Sumarliöi smitast af ókyrrðinni, svo hann
ákveöur aö flytja verkstæði sitt til bæjarins
Milton í Dakota áriö 1888. Aörir fjölskyldu-
meðlimir búa skammt frá og sinna bústörfum.
Meö því aö flytja verkstæðið í þéttbýli vonast
Sumarliði eftir aurum í vasann. Honum verður
ekki að ósk sinni og áður en langt um líður fer
rótleysi og eiröarleysi að gera vart viö sig á
nýjan leik. Aftur er kominn flutningshugur í
hann. Eftir því, sem líður nær aldamótum
1900 sækja fleiri og fleiri íslendingar lengra
vestur á bóginn uns komið er aö Kyrrahafi.
Lengra verður ekki komist í þá átt. Saga ís-
lensku byggöarinnar hefst um aldamótin í
Bresku Kolumbíu og Washingtonríki. Aöal-
lega er þaö loftslagið, sem freistar ís-
lendinganna, sem eru orönir þreyttir á hinum
höröu vetrum í Norður-Dakota. Landslagiö
eöa réttara sagt landslagsleysi hefur einnig
verið þeim umk\'örtunarefni. Endalausar
'l0 Lbs. 4246 4to, Bréfasafii, Sigurbjöm Guðmundsson frá
Nýhóli á Hólsfjöllum. Bergsveinn M. Long, Winnipeg
14. mars 1891.
41 Thorstina S. Jackson. Saga Islendinga i N. Dakota, Wp
1926, 34.
sléttur, engin fjöll eða fossar. Úr öllu þessu er
hægt að bæta með því aö flytja til vestur-
strandarinnar. Nú ákveöur Qölskyldan að
flytja vestur á Kj-rrahafsströnd til Ballard, sem
er úthverfí Seattle. Bæði vegna veöráttunnar,
en ekki síöur eru þau að hugsa um bömin tíu.
Elstu bömin eiga kost á betri og fjölbreyttari
vinnu í stærri bæjum og þau yngri komast í
betri skóla, en hægt er aö veita þeim í Norður-
Dakota. Það skiptir miklu máli í huga Helgu
og Sumarliða. Einnig vonast þau eftir meiri
smíðavinnu fyrir Sumarliða. Margt breytist
eftir að komið er í stórborgina. Fjölskyldu-
böndin em ekki eins sterk og áður, samstaða
íslendinganna er minni enda em þeir bæði
fáir og dreifðir um alla ströndina. Kirkju-
ferðum, sem vom svo ríkur þáttur í nýlend-
unni fyrir austan, fækkar vemlega. í stað
þeirra kemur alls kyns afþreying, oft
skipulögð af yfirvöldum fyrir alla, en ekki
bara íslendinga. í þessu umhverfi verður ekki
töluð eingöngu íslenska. Þrátt fyrir það um-
gengst fjölskyldan alltaf íslendinga og af dag-
bókunum að dæma hefur hún varla nokkurt
samnejfi við annarra þjóða fólk.
Saga ijölskyldunnar rennir stoðum
undir það, sem oft hefur verið sagt, að ís-
lenskir vesturfarar hafí verið duglegir að
notfæra sér skólana fyrir bömin sín. Bömin
sýna glöggt hvemig önnur kynslóð þokast upp
á við í þjóðfélagsstiganum í gegnum sérhæft
nám og störf. Dætumar, eins og margar ungar
stúlkur um aldamótin, eiga kost á nýjum at-
vinnutækifæmm ekki síður en karlmennimir
og möguleiki til menntunar opnast með til-
heyrandi sérhæfmgu. Konur fara að taka þátt í
Ameríska draumnum, verða sjálfstæðari,
sjálfsömggari og um leið minna háðar foður
eða eiginmanni, vilja nú fá að ráða lífi sínu
sjálfar.42 Árið 1903 skrifar Sumarliði í dagbók
sína:
Meðal nýmœla má nefna aó ungur
maður Kjartan að nafni hingað
kominn frá Hallson Norður-Dakota
tók í leyfisleysi Jóns míns Reykdals
einkadóttur hans, Svönu, og giftist
henni og fór héðan til Tacoma með
konuna sama icvöld. Eru foreldrarnir
eða réttara faóir og stjúpa mjög sár
yfir tiltcekinu. Svana var góó stúlka
og gott konuefni I góðum höndum en
maður þessi líkur fólki flestu, ekkert
afbragðf3
4: Odd S. Lovoll, ThePromise ofAmerica, bls. 199-202.
43 E. Richard Frederic, Dagbók, Sumarliði Sumarliðason,
april 1903, bls. 52.
17