Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 8
Þennan dag spurði ég í dagbók minni “Hvenær endar styrjöld-in ? Það er ekki auðleyst gáta.” Þannig mætti lengi telja. Dagbók sem að færð er að einhveiju marki, tekur á ýmsu. Eg mun hafa getið um dánardægur allra þekktra íslendinga þau ár, sem ég hef haldið dagbók, en um næstu áramót verður hún sextug. Mér finnst alltaf, að ég eigi í raun tvo afinælisdaga: þann sem er fæðingardagur minn, og afmælisdag dagbókarinnar. Ég tel mig hafa haft margt gagnið af að sinna þessu tómstundastarfi. Það hefur minnt mig á ýraislegt, sem sinna þurfti. Það hefur hvatt mig áfram að vissu marki. Það hefur orðið mér menntabraut “fjölbrautin” min. Hvað verður um þetta mikla handritasafii, sem dagbókin mín er, að mér burfsofnuðum? Mér- sýnist, að Handritadeild Landsbókasafiisins geymi hana best, ef rúm verður talið nægt þar fyrir ekki merkilegri skrif. Hér hefur verið brugðið upp nokkrum svip- myndum úr fyrstu þremur árgöngum dagbókar minnar, 1939 til 1941, er ég var 15-17 ára. Dagbók min er 59 úra. Ég þakka formanni Ættfræðifélagsins, Hólmfríði Gísladóttur, fyrir það traust sem hún sýndi mér, með því að bjóða mér að flytja hér frásöguþátt. Vona ég, að það sem ég hér hefi reynt að rekja með hjálp dagbókar, hafi gefið nokkra innsýn í heim afdaladrengs, sem þrátt fyrir fátækleg ytri skilyrði, reyndi að auðga anda sinn. Lifið heilir, ágætu félagar 8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.