Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 7
Breiðavaði, skammt fyrir ofan Blönduós. Þar var haldin skemmtun á vegum Ungmennafélagsins “Vorboðinn” í Langadal. Aðgangseyrir var ein króna fyrir fullorðna, en 50 aurar fyrir böm. Hlutavelta var, og kostaði drátturinn 75 aura. Um þessa skemmtun segi ég m. a.: “Eg dansaði afar mikið, og á yfirleitt ljúfar endurminningar um þetta skrall, þar sem hið unga fólk kemur saman til að skemmta 95 ser. Slikt er aðeins einkenni ceskunnar eitthvað að finna til skemmtunar. Og dansinn oss heillar, deyfðin þver og drunginn úr hjörtunum burtu fer. Þetta var alllangt kvæði. Og lýsir hug ungs manns, sem tekinn er að líta til hins kynsins. Ég man, að ég dansaði talsvert við eina unga dömu, sem var í vist á bæ einum í Langadal. Hönd hennar var mjúk og vanginn einnig. Vart mun ég raunar hafa þorað að vanga þessa stúlku. Einnig var það ekki komið í tísku þá. Helst var, að menn vönguðu stúlkur í síðasta dansinum. Eftir ballið gekk ég heim og kom að Refsstöðum klukkan tvö um nóttina. Lengi “lifði” ég í minningum um þetta ball og hina hugljúfu mey, sem fyrr er á minnst. Svo hafði til talast, að ég leysti vetrarmanninn á Gunnsteinsstöðum, Hörð Agnarsson, af hólmi við fjárhirðingu og fleira, meðan hann skemmti sér á Sæluvikunni á Sauðárkróki. Ég gekk niður “skarðið mitt”, Strjúgsskarð, að Gunnsteinsstöðum fímmtudaginn 27. mars. Pétur, sonur Hafsteins bónda Péturssonar, setti mig inn í starfíð. Þama hafði ég sannarlega nóg að gera. Húsbóndinn hafði nóg að starfa við sveitarreikninga og sat yfir þeim daginn langan. Var hann þá nýkominn heim af flokksþingi Framsóknarflokksins. Mér geðjast vel að starfínu, svo og fólkinu. Matur var ágætur, og nýrri en á dalnum, enda samgöngur greiðari við Langadal. Kindumar sem ég hirti, vom 225 að tölu. Engin mæðiveiki enn. Nóg var að lesa. Man vel, að ég las ritdóm í dagblaði um nýjustu ljóðabók Tómasar Guðmundssonar, “Stjömur vorsins”, sem kom út fyrir jólin 1940. Þama var sannarlega skáld, sem talandi var um. Hvílíkur dýrðar skáldskapur ! Ég lærði mörg erindi þegar, sem tilfærð vom í ritdómnum. Þar var ljóðið um ungu konumar, þar sem skáldið yrkir svo fagurlega: Þvi nýmálað fólk og nœtur í mánaskini er nafnið á því, sem hjarta mitt dáir og ann. Ég vil sitja í djúpum stól undir stoltum hlyni með stóra flösku af víni og konu, sem elskar mann. En ljóðið “Júnímorgunn”, sem eitt erindi var birt úr þama í umsögninni um bókina, og ég lærði auðvitað eins og skot: Og léttir geislar glitra um lygnan fjörð, eins og glóbjört minning um tunglskinið nú í vetur. Ó, engan ég þekki, sem gceti gert þetta betur en guð, að búa til svona fallega jörð. Þá var eitthvað birt úr ljóði Tómasar, “Þjóðvísu”, sem er eitt fegursta ljóð, sem að ort hefur verið á íslenska tungu. Og sú er skoðun mín, að ljóð Tómasar verði lengi dýrgripir tungu okkar. Hörður kom mánudaginn 31., mars. Borgaði hann mér 10 krónur, sem að mér þótti talsvert fé. Hafsteinn falaði mig sem vormann að Gunnsteinsstöðum, svo að ekki hefur honum geðjast illa að störfum mínum. Sá óvenjulegi atburður gerðist fímmtudaginn 15. maí 1941, að Rudolf Hess, staðgengill Hitlers, lenti flugvél sinni á akri bónda eins í Bretlandi. Var talið, að hann væri með þessu að reyna að koma á friði milli Þýskalands og Bandamanna. 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.