Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 9
Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir Gullsmiðurinn frá Æðey Fyrirlestur, haldinn á félagsfundi í Ættfræðifélaginu, fimmtudaginn 26. mars 1998 Landnám á ónumdum sléttum Ameríku, allt frá Alleghenyíjöllum í Pennsylvaníu til Kali- forníu er einn af stórkostlegustu þáttum nú- tímasögu. Þótt íslendingar væm fáir, miðað viö þann fjölda, sem streymdi vestur frá ílest- um löndum Evrópu á 19. og 20. öld, þá áttu þeir samt þátt í að skapa nýjan heim þar vestra og setja íslenskt svipmót á afmörkuð svæði. Einn af þeim þúsundum íslendinga, sem freistuðu gæfunnar í Vesturheimi var Sumarliði Sumarliðason, gullsmiður frá Æð- ey. Líklega væri ekki margt um hann að segja ef hann hefði ekki fúndið þörf á að halda dag- bækur á áranum 1851-1914, sem varðveittar era á handritadeild Landsbókasafns íslands, Háskólabókasafni. Hann hefði væntanlega orðið einn af hinum nafnlausa fjölda, sem fór. Þegar ég fór að skoða dagbækur hans, bréf og önnur persónuleg gögn, velti ég fyrir mér hvað þetta efni biöi upp á. Var hægt að nota það til aö skrifa samfcllda sögu hans eða nota aðeins brot og brot? Eftir því sem ég ferðaðist meira mcð þessum 19. aldar manni og skyggndist betur um í hugarhcimi hans, því sannfærðari varð ég um, að cfnið biði upp á heildstæða sögu. Um lcið vaknaði sú spurning, hvaða að- ferðum væri bcst að beita við úrvinnslu dag- bókanna? Hveiju á að halda og hveiju að sleppa? Mín niðurstaða var sú, að skrifa sögu hans í tímaröð, en jafnframt draga út úr sögu hans ákveðna meginþætti -þætti, sem vörpuðu ekki aðcins ljósi á hann sem cinstakling, heldur lýstu um leið upp hans nánasta um- hverfi og söguna, skoða þá nákvæmlega, stækka og setja síðan aftur í sitt fyrra sam- hengi; bæta við ýmsum atriðum, sem kunn era úr sögunni til að þétta frásögnina. Ævi- minningar hafa lítið sagnfræðilegt gildi, ef lesandinn öðlast elcki dýpri skilning á sögu- legum breytingum og á hlutverki einstaklinganna við að þróa hvert þjóðfélag og liafa áhrif á umhverfí sitt. Dagbókarfærslumar sýna hvemig uppeldi og íslenskt þjóðfélag móta þennan einstakling og hvemig hann bregst við ytri atburðum og umhverfi sínu. Vandamálið í. sambandi við persónu- leg skrif Sumarliða er hins vegar, að þau skýra ekki frá öllu, sem á daga hans dreif. Oft era dagbókarfærslumar stuttaralegar og skilja eftir íleiri spumingar en þær svara. Sömu vandamál einkenna einnig bréfin. í þessum heimildum era eyður, sem verður að fylla í eftir öðram leiðum. Ég hef gripið til þess ráðs að nota bréf frá íslendingum, sem bjuggu í sömu nýlendum og Sumarliði á sama tíma. ís- lensku blöðin, sem gefin vora út vestanhafs og fluttu reglulega fréttir úr nýlendunum, hafa reynst nýtileg. Vandfyltari era hins vegar eyður, sem varða cinkamál Sumarliða áður en hann flyst vestur. Til að ráðast í þetta verk leitaði ég til Rannsóknarráðs íslands um stuðning og var svo heppin að fá styrk til að skrifa sögu Sumarliða. Því verki er nú að mestu lokið og vonandi birtist afraksturinn í bók síðar á árinu. Það sem hér fer á eftir cru brot úr lífs- hlaupi Sumarliða. Um 1830 búa á Kollabúðum í Þorska- firði Sumarliði Brandsson og Ingibjörg Jóns- dóttir. Sumarið 1830 cr ung stúlka, Helga Ebencscrsdóttir, vinnukona á Kollabúðum. Helga, sem talin er „notaleg bæði við menn og málleysingja",1 gcngur að heyskap, ásamt öðra vinnufólki og Sumarliða. Þegar líður að jólum má öllum vera ljóst, aö bæði hús- móðirin og Helga era orðnar ærið miklar um sig. Virðist allt benda til þess, að þær muni leggjast á sæng á svipuðum tíma. Húsbóndinn á heimilinu viðurkennir að vera valdur að ástandi Helgu og um Ingibjörgu þarf ekki að spyrja. Hinn 25. febrúar 1831 eignast Helga og Sumarliði dóttur. Prestar tíunda samvisku- samlega í kirkjubækur hverskonar börn það era, sem þeir skíra. í þetta sinn er það „frillu- bam", sem hlýtur nafnið Þorgerður.2 Þorgerði Iitlu verður ekki langra lífdaga auðið. Hún deyr rúmum mánuði síðar, hinn 1. apríl úr landfarsótt.3 Þann sama dag fæðir Ingibjörg Sumarliöa „egtabarn" - son, scm skírður er Einar.’1 Áfrain er Helga á hcimilinu fram að 1 Gils Guömundsson, Frá ystu nesjum III, Ólafur Þ. Kristjánsson skráöi 2. útg. (Hf. 19S2), 159. " ÞI. Minesterialbók Staöar- og Reykhóla Barðastranda- sýslu 1831,35. 3 ÞI. Minesterialbók Staðar- og Reykhóla Barðastranda- sýslu 1831, 125. J ÞÍ. Minesterialbók Staöar- og Reyklióla Barðastranda- sýslu, 1831, 34. 9

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.