Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 11
Sigurðssonar.1' í þessu andrúmslofli
menningar og framfara dvelst Sumarliði og
hefur það ótvíræð áhrif á þjóðmálaskoðanir
hans og kveikir með honum framfaraþrá, sem
aldrei slokknar þaðan í frá. Þá íjármuni, sem
honum græðast af smíðiun, notar þessi ungi
alþýðumaður til ýmissa hluta, sem hann telur
vera til framfara fyrir land og þjóð. Hann sér
mikilvægi þess, að efnilegir menn komist til
mennta og vinnur ötullega að því, að svo megi
verða, bæöi með eigin framlögum og með því
að fá fjársterka menn til stuðnings. En
menntun á íslandi á 19. öld krefst sterkrar
efnahagslegrar stöðu eða bakhjarls, sem fæstir
meðalbændur hafa efni á. Undirbúnings-
kennsla undir langskólanám er að mestu í
höndum presta og embættismanna, sem sjálfir
hafa gengið menntaveginn. Þeir ráða hveijir
fá hlutdeild í þeim gæðum.18 Eiim þeirra
manna, sem Sumarliði styður er vinur hans
Matthías Jochumsson. Til að hann geti gengið
menntaveginn leggur Sumarliði leið sína út í
Flatey til að fá Brynjólf Benedictsson kaup-
mann og séra Eirík Kúld til að taka Matthías
undir sinn vemdarvæng og koma honum til
mennta. í því skyni leggur hann fram 50
spesíur sem fyrsta framlag.19 Einnig gengst
Sumarliði fyrir fjársöfnun á Barðaströnd árið
1854 handa Jóni Sigurðssyni fyrir framgöngu
hans í verslunarmálinu.20
Peningamir af smíðunum gera
honum kleift að fara í gullsmíðanám árið
1858 til Danmerkur og dvelja þar í þijú ár.
Með sama skipi og hann siglir einnig vinur
hans Þorlákur Johnsen, sem ætlar að dveljast
hjá Jóni Sigurðssyni og Ingibjörgu konu hans,
en hann er bróðursonur Ingibjargar og frændi
Jóns, því þau hjónin em systkinaböm. Þeir fé-
lagar fá þar góðar viðtökur að sögn Sumar-
liða. „Betur gat ekki faðir tekið bömum
sínum."21 Ef til vill em móttökumar hjartan-
17 Bjöm Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson: íslandssaga til
okkar daga. (Reykjavík 1991), bls. 280. Einnig: Jón
Guðnason, Skúli Thoroddsen I, (Reykjavik 1968), bls.
10-11.
18 Guðmundur Hálfdanarson, "íslensk þjóðfélagsþróun á
19. öld", íslensk þjóðfélagsþróun 1880-1990. Rit-
gerðir. Ritstjórar Guðmundur Hálfdanarson, Svanur
Kristjánsson. (Félagsvísindastofiiun Háskóla Íslands,
Sagnffæðistofhun Háskóla íslands 1993), bls. 14-15.
19 Friðrik J. Bergmann, „Sumarliði Sumarliðason, gulls-
miður", Almanak fyrir árið 1917. (Winnipeg 1916),
bls. 126-127.
20 ÞÍ. E.10.10, Jón Sigurðsson. Bréfasafii, Ólafur Johnson,
Stað 21. ágúst 1855. Einnig: „Þakklætisviðurkenning
fýrir verzlunarffelsi íslendinga", Þjóðólfur 15. ágúst
1855, bls. 118. Einnig: "Boðsbréf Reykhólasveitar-
rnanna", Þjóðólfur 8. sept. 1855, bls. 124.
21 Friðrik J. Bergmann, „Þáttur af Sumarliða gullsmið", Að
vestan V. Vestur-Íslendingar segja frá. (Akureyri
1983), bls. 80.
legri, því Jón er Sumarliða væntanlega
þakklátur fyrir þá upphæð, er hann hafði
safnað í Reykhólasveit. Hann biður Sumarliða
að heimsækja sig sem oftast, einkum á kvöldin
þegar vinnu er lokið. Þá kveðst hann yfirleitt
vera heima og hafi oft gesti, sem vert sé að
kynnast. Heimili Jóns Sigurðssonar er griða-
staður margra íslendinga. Þar fer fram þjóð-
málaumræða og heimilið er miðstöð þjóð-
ftelsisbaráttunnar utan íslands. Dvöl Sumar-
liða í húsi Jóns og kynni hans af íslenskum
menntamönnum í Höfn skerpir skilning hans
á þjóðfrelsismálinu og eykur honum metnað
fyrir hönd íslands. En Sumarliði er ekki
kominn til Kaupmannahafnar til að taka þátt í
þjóðmálaumræðu heldur til að læra smíðar og
komast niður í dönskuna. Markmið hans er að
fá sem besta þekkingu á því, sem hann telur
sér að gagni koma. Læra og rannsaka. Þess
vegna fer hann á milli verkstæða og vinnur
tíma og tíma á hveijum stað. Honum nægir
ekki, að vera lærisveinn einhvers meistara,
ljúka fyrirskipuðu námi og fá sveinsbréf að því
loknu. Hann hverfur því heim próflaus og sest
að á ísafirði.
Verklegar framfarir, bæði í sjávarút-
vegi og landbúnaði eru Sumarliða mikið
hjartans mál. Árið 1865 berast þau tíðindi til
íslands að halda eigi í Björgvin í Noregi milli-
þjóðafiskveiðasýningu. Meóal ráðandi manna
í Norður-ísafjarðarsýslu kemur til tals að
senda einn eða tvo menn frá vestursýslum
landsins til að kynnast liinum mikla sjávarút-
vegi Norðmanna og annarra þjóða og senda
þangað sýningarmuni, ef unnt sé að koma því
við. Opinber málfundur er haldinn um málið á
ísafirði þar sem Sumarliði er kosinn til
fararinnar. Á sýningunni í Björgvin opnast
augu hans fyrir því hversu aftarlega ís-
lendingar eru í þessum efnum. í skýrslu, sem
hann semur um ferðina, bendir hann á, að
margt sé hægt að læra af Norðmönnum, eins
og verkun á fiski, bræðslu á lýsi, íshús til að
geyma beitu, plóg til að plægja upp skelfisk til
beitu á dý-pi og ekki síst báta- og skipasmíði.
Athugasemdimar falla í giýttan jarðveg fyrir
vestan. Þeim sem málið er skylt, til dæmis
gömlum skipasmiðum, fiskverkunarmönnum,
fiskifærasmiðum og fleinnn, þykir að sér og
sinni vinnu vegið og það eina, sem Sumarliði
hefur upp úr fyrirhöfh sinni, er að baka sér
reiði þessara manna og margra annarra.22
Einkalíf Sumarliða er mjög storma-
samt frá því hann kemur úr námi og þar til
22 Friðrik J. Bergmann, „Sumarliði Sumarliðason, gull-
smiður", bls. 143-144.
11