Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 12
hann hverfur af landi brott alfarinn. Hann giftist Mörtu Ragnheiöi Kristjánsdóttur frá Vigur áriö 1863, dóttur Kristjáns Guðmunds- sonar dannebrogsmanns og Önnu Ebeneserdóttur, einkaerfingja mikils auðs. (Aöur haföi Marta veriö trúlofuð Erlendi Þórarinssyni sýslumanni ísfiröinga, en hann drukknaði 1857.) Fjórum árum og einu bami síðar skilja þau Sumarliöi og Marta vegna drykkjuskapar hennar. Ódýrt brennivín dönsku kaupmannanna sér til þess, aö drykkjuskapur við ísafjaröardjúp er mikill á þessum tíma. Á flestum heimilmn er boðiö upp á brennivín með kaffinu, þegar gesti ber aö garði og þykir sjálfsögð kurteisi, að gesturinn skenki sér sjálfúr. Vinnumenn er erfítt að fá í vist eða kaupavinnu á sumrin, nema brennivín sé daglega á boðstólum. Mörg heimili við ísafjarðardjúp taka að sumrinu tvær til fimm tunnur brennivíns, auk annars áfengis og eru þó mörg hver talin reglu- heimili.23 Engan þarf að undra þótt einhveijum verði hált á svellinu í glímunni við Bakkus. Drykkjuskapur Mörtu er Sumar- liða mikiö kvalræði, þótt hann sé ekki bindindismaður sjálfúr. Þrátt fyrir landlægan drykkjuskap, er ekki algengt, að konur drekki til jafns á við karlmenn. Sigmundur Erlings- son, stjúpi Mörtu er einnig diykkfelldur, og á næstu árum verður Vigur annálað drykkju- bæli. Sigmundi tekst á skömmum tíma að sól- unda arfi Önnu konu sinnar, sem var þó ærinn. Ástandið er Sumarliða lítt að skapi. Ekki er ljóst, hvort Marta hefur erft léttúð móður sinnar, en ekki bætir ástandið, að upp- runi þeirra hjóna er ólíkur. Marta tilheyrir heldra fólkinu við ísafjarðardjúp, en Sumarliði hefúr klifrað upp þjóðfélagsstigann af eigin rammleik. Þótt sjálfstraust hans virðist í besta lagi, er ekki ólíklegt, að einlivem tímann hafi einhver orð hrotið af vörum Mörtu um upp- runa hans, ekki síst ef hún var við skál. Sumarliði er heldur fljótlyndur, en langrækinn er hann ekki. Skapsmunir hans eiga þó ekki við alla og em líklega ein orsök árekstranna við heimilisfólkið í Vigur. Engar heimildir em um hvað gerðist þennan örlagaríka dag árið 1867 þegar Sumarliði yfirgaf Vigur fyrir fúllt og allt. En varla hefur viðskilnaður hans við aðra Vigmnga verið blíðlegur. Þennan dag má sjá fjórar manneskjur í fjörunni niður undan Vigurbænum. Það em Sumarliði með Erlend, fjögurra ára gamlan son þeirra Mörtu, Hall- "3 Friðrik J. Bergmarm, „Sumarliði Sumarliðason. gullsmiður" Almanak jýrir árið 1917, 147-148. dóra systir Sumarliða og Jón Eilífsson, mágur hans.24 Hópurinn klöngrast um borð í bátinn og síðan er ýtt úr vör. Halldóra hefur Erlend litla hjá sér, en Sumarliði og Jón sitja undir ámm. Til Æðevjar er förinni heitið, þar sem Sumarliði gerist ráðsmaður hjá Hildi Thorsteinsson, bónda og ekkju þar.25 Skilnaður Sumarliða og Mörtu er óumflýjanlegur, en slíkt er mikið feimnismál á 19. öld. Bameignir utan hjónabands em litnar mildari augum en skilnaðir. Líklega er það þess vegna, sem opinberar heimildir greina frá því, að Marta sæki um skilnað frá Sumarliða en ekki öfúgt. Hið geistlega vald, séra Þórarinn Böðvarsson að Ögri, faðir Erlendar sýslumanns, sem forðum var trúlofaður Mörtu, reynir árangurslausar sættir. Fimmtudaginn 16. maí 1867 er bát ýtt úr vör í Vigur og stefnan tekin á Æðey. Báturinn smýgur milli Djúphólmanna inn sundið að biyggjunni í Æðey. Marta gengur frá borði og heim til bæjar, sem stendur sunnanvert á miðri eyjunni, milli tveggja hæða, sem skaga fram báðum megin að höfninni. í för með henni er Ásgeir Magnússon á Kleifúm. Enginn er til frásagnar um endurfundi þeirra hjóna, eða um hvað þau ræða meðan þau bíða eftir verald- lega valdinu, Stefáni Bjamarsyni sýslumanni, en ekki er ólíklegt, að eitthvað hafi forræði Erlendar litla borið á góma, en Erlendur hefúr verið hjá föður sínum frá því Sumarliði yfirgaf Vigur. Einnig þarf að ganga frá eignum og skuldum og þegar þau em kölluð inn í stofú í Æðey, em þau búin að ákveða helmingaskipti að frádregnum skuldum. Þar em fyrir Ásgeir frá Kleifúm, sýslumaðurinn og tveir vottar. Sýslumaðurinn segir réttinn settan. Tekin er fyrir sáttartilraun milli hjónanna Sumarliða Sumarliðasonar bónda í Vigur og konu hans Maddömu Mörtu Ragnheiðar Kristjánsdóttur á sama stað, samkvæmt kröfú svaramanna hennar. Vottorð séra Þórarins um árangurs- lausar sáttatilraunir liggur fyrir réttinum. Nú reynir pólitímeistarinn aó leiða hjónum jyrir sjónir það ókristilega í breytni sinni aó vilja skilja sambúó einungis vegna ósamlyndis og ólíkra skaps- muna, sem er sú einasta ástœða hvers vegna konan æskir skilnaðar, en þrátt Jyrir þœr gjörðu tilraunir var það ófáanlegt af báóum eins að halda lengur áfram hjónasambúð og 24 ÞÍ. Minesterialbók Staðar á Snæfjallaströnd 1867, 124. 25 Lbs. Bréfasafn Æðevjarsystkina, ómerkt mappa. Jón Grímsson, ísafirði til Ásgeirs Guðmundssonar, 5. sept. 1933. 12

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.