Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 24

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 24
Síðan ég gekk í félagið hef ég fengið þrjú fréttabréf, (febrúar, apríl og októ- ber 1997) og var ánægður að sjá þar nefnt fólk sem ég hef áhuga á. Ég hef mikinn áhuga á Fréttabréfúnum. Ég þekki fólk, sem er skylt sumum þeim sem Ásmundur Uni Guðmunds- son hefúr verið að spyrja eftir. Hvert get ég komið upplýsingum? Hefúr fé- lagið eitthvert netfang í þeim tilgangi? Ég vil þakka öllum þeim félögum sem leggja mikið á sig til þess að aðstoða þá sem leita forfeðra sinna. Þetta er heillandi viðfangsefni og ég met allt ykkar erfíði mikils. (Þýðing MÓI) NOTE to foreign members of Ættfræði- félagið: Ættfræðifélagið has just got a new eMail address. Members can send questions or even short articles. Such mail will be translated and published in the next Fréttabréf if possible. You can even order the Censuses through eMail if you give us your Access/Mastercard or Visa number and expiry date. The email address is aett@vortex.is. We are also putting up a new homepage. Please feel free to use this service as we are glad to be of help if we can. The URL is http://www.vortex.is/aett Athugið ! Þessar bœkur eru til sölu. 1. Briemsætt I.-H 2. Reykjaætt á Skeiðum 1-2-3 3. Ættir Þingeyinga I.-IV. Indriði Indriðason 4. Skagfírskar æviskrár 5. Húnaþing I-II 6. Kollsvíkurætt 7. Nokkrir Ámesingaþættir eftir Sigurð Hlíðar 8. Tröllatunguætt I.-IV. 9. Ættarskrá Bjama Þorsteinssonar. 10. íslenskar æviskrár I. - V Páll E. Ólafsson 11. Vesturíslenskar æviskrár I.-V. 12. Byggðir og bú í S,- Þingeyjarsýslu. 13. Vestfirskir ættir. 14. Strandamenn Jóns Guðnasonar 1703-1953 15. Dalamenn Jóns Guðnasonar 1703-1961 16. Kjósarmenn Haraldur Pétursson 17. Ættarbækur Jóns Espólíns. 18. Ættarbækur Ólafs Snóksdalín Upplýsingar í síma 557 - 7792 Athugasemd ! Ég undirritaður vek athygli á því að föðurætt mín er skakkt rakin í ættfræðibók ■ Péturs Zóphoníassonar Ættir Skagfirðinga 1910, no. 386 (bls.220), en bendi á, að í bókinni Örlög og ævintýri II. bindi (Ak.1985), bls. 86-91, er prentuð ættartala Jóns Jónssonar á Naustum í Eyjafirði, saman tekin af Torfa Sveinssyni á Klúkum í Eyjafírði árið 1832, en sonur Jóns Jónssonar á Naustum var Jóhann bóndi á Sólborgarhóli í Kræklingahlíð, föðurfaðir minn, sem ranglega er talinn sonur Jóns Sigmundssonar timbur- manns á Akureyri í Ættum Skag- fírðinga 1910. Sökum þess, að ættar- tala Torfa Sveinssonar er rétt og ég undirritaður hef orðið fyrir óþægindum og leiðindum vegna rangfærslunnar í bók Péturs Zóphoníassonar, vil ég koma þessari leiðréttingu á framfæri í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins. Virðingarfyllst, Guðmundur L. Friðfmnsson, Egilsá í Norðurárdal, Skagafirði. 24

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.