Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 19
Rannveigar, sem er augasteinninn hans. Hún deyr hinn 3. febrúar 1906. Þremur mánuöum síðar, 18. maí, de>T Markús Kristján af tauga- veiki.1 Meira en 2 ára sjúkdómsstríð elsku- legrar dóttur minnar Kristínar sál. sem dauðinn loks gjörði endir og á sama ári Kristjáns sonar. Sjúkdóms- stríó hans varaði 10 vikur. Þessi barnamissir fannst mér stundum œtla aó veróa mér of þungur til að geta lifað. Einkum hennar sem var mér svo einkar hugðnœm. Hana mátti með réttu kalla og góða og efnilega dóttir. En ég trúi og vona að drottinn hafi œtlaó henni betra en allar lífsins unaðsvonir í heimi þessum. Pilturinn 18 ára leit einnig út fyrir að geta orðið nýtur maður ef hann hefði lifað. Einnig trúi ég því aó altsjáandi góður guó hafi séó honum betra að fara héðan svo ungum en lifa í freistinga- heimi þessum og segi því af hjarta. Lofaóur veri guðfyrir lausn þeirraf Þijú síðustu árin, sem Sumarliði lifði færðist dofinn, andlegur og líkamlegur yfir hann. Hann færðist smám saman inn í rökkrið, enda var hann þá kominn á tíræðisaldur. Fóta- ferð hafði hann samt nokkra á hveijum degi. Laugardagsmorguninn 27. mars 1926 fór hann á fætur eins og hann var vanur og borðaði dögurð. Næstu nótt fékk hann slag og féll í dá. Á mánudagsmorgun 29. mars leið hann út af. Með því Sumarliði hafði búist við þessari stund miklu fyrr var hann löngu áður búinn að segja hvað ætti að fylgja honum í kistuna. Passíusálmamir, sem honum voru alltaf svo kærir áttu að fylgja honum á leiðarenda. Sömuleiðis Nýja Testamentið, sem Jochum, faðir séra Matthíasar, hafði gefíð honum forðum daga heima á íslandi. Þótt Sumarliði væri ávallt íslendingur í hjarta sínu var honum ljóst, að kjörland hans var framtíðarland af- komenda hans. Ef til vill var það þess vegna, að hann bað um, að dáhtið Bandaríkjaflagg úr silki færi með honum í kistuna. Á heimili hins látna fór fram hús- kveðja 29. mars. Þar vom samankomnir, auk ekkjunnar, nánustu ættingjar og vinir. Athöfnin fór fram, bæði á ensku og íslensku og séra Runólfur Marteinsson prestur Hallgríms- safnaðar í Seattle talaði yfir hinuni látna. Síðan var líkið flutt til Seattle þar sem aðalútfararat- höfnin fór fram. Margt fólk var saman komið til að kveðja. Langri ævi var lokið og Sumar- liöi hvíldinni feginn. 93 ára gamall. Við andlát 1 „Dánarfregn." Lögberg 28. júní 1906. : E. Richard Frederick. Dagbók 1905, Sumarliöi Sumar- liðason, 90-91. Sumarhða flutti Helga til Seattle og var þar í skjóli bama sinna ims hún lést 22 árum síðar, hinn 18. ágúst 1948.3 Aldrei minntist Sumarliði á, að hann iðraðist þess, að hafa farið frá íslandi en þau 40 ár, sem líkaminn var fyrir vestan var hugurinn heima á gamla landinu - ahtaf að bíða eftir fréttum þaðan, sem síðan rötuðu beina leið á síður dagbókanna. Nýja fóstran fékk Sumarhða ekki auð í hendur en hann, eins og svo margir íslendingar, fékk tækifæri til að mennta böm sín og gera þeim þannig kleift að eignast góða framtíð. Afkomendur hans búa í dag í Washingtonríki og á Vestfjörðum. Með rannsókn á persónulegum heim- ildum tel ég, að við öðlumst betri skilning á ýmsum atburðum, auk þess að bæta nokkm við félagssöguna. Enginn einstaklingur er án sögu, en sagan virðist oft komast af án einstaklinga. Einhverskonar samþætting er nauðsynleg til að gera sögulegan arf okkar lifandi og áhugaverðan fyrir komandi kynslóðir. Notalegur fundur. Síðasti fúndur vetrarins var haldin í Ættfræðifélaginu á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl og var hann haldinn í Templarahöllinni. Fundurinn var með óhefðbundnu sniði, enginn fyrirlestin- en Baldvin Halldórsson las sögu af sinni alkunnu snilld, við góðar undirtektir viðstaddra. Síöan var drukkið kaffi og spjallað og undu fundargestir vel þessu óvenjulega fyrirkomulagi enda vel mætt og fúndarsalurinn sérlega skemmtilegur. Bóksala var með hefðbundnum hætti enda nauðsynlegt fyrir aha ættfræðiáhugamenn að verða sér úti um mann- töl sem sum hver em að verða uppseld. Formaður sleit fúndi um hálf ellefu og óskaði mönnum gleðilegs sumars og bað menn að muna eftir sumarferðinni sem að þessu sinni verður farin á Revkjanesið. Hún verður að sjálfsögðu nánar auglýst síðar. Stjómin. 3 Runólfur Marteinsson, „Mrs. Helga Sumarliðason. Minningarorð" Lögberg 28. október 1948. 19

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.