Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 5
þau síðar, þegar ég er löngu horfinn af sjónarsviðinu. Fyrsta Ijóðið, sem að ég birti í dagbókinni, orti ég 10. Apríl 1939, fótgangandi fram Laxárdal: Fram á dalinn Laxár langa líst mér nú að halda brátt. Oftast verð ég einn að ganga, og þá svangur verð ég brátt. Ekki var farartækjum fyrir að fara, en stundum gerðist það, að hægt var að fa bíl til að nema staðar í Langadal, og strákurinn af Laxárdal fékk far út á Blönduós eða ffam að Stijúgsstöðum. Frá öllum þessum ferðalögum sagði ég í dagbókinni. Og eitthvað hef ég verið orðinn leiður á göngunni, þegar þessi visa kom mér í hug, er ég var 15 ára gamall: Einn ég spranga cetíð má áfram langa vegi. Þá aðrir hanga hjólum á, hrýs mér gangan eigi. Mér dvelst að vonum við dagbók fyrsta ársins, 1939. Yfir því er mikil birta. Sumarið var óvenju fagurt og sólríkt um allt land. Ekki minnist ég fegura sumars, og býst ekki við að lifa það. Jónas Jónsson frá Hriflu sagði í “Tímanum” seint í ágúst: “Undanfama daga og vikur hefur íslensk náttúra tekið ffarn hátíðabúning sinn.” Og einn dag um vorið, eða 10. maí, skrifa ég þessa vísu í dagbókina: I dag er afar indcelt veður; okkar mun það styrkja hag. Sólin góða sálu gleður, svo að skáldin yrkja brag. Og fyrst ég er tekinn til við að viitna í dagbók, segi ég frá því sunnudaginn 8. október að gangnamenn úr Langadal hafi komið það kvöld. Voru það Karl Jónsson í Holtastaðakoti, sem var gangnastjóri, Torfi Sigurðsson á Mánaskál og Guðmundur Jakobsson frá Effi - Mýrum. Vom þeir hinir reifustu. Faðir minn las fyrir þá kafla úr “Sjálfstæðu fólki”, effir Halldór Kiljan Laxnes. A þeim höfiindi hafði hann hinar mestu mætur. Sagði hann vera mesta rithöfund, sem ísland hefði eignast ffá öndverðu. Aðrir bændur dalsins vom ekki jafn hrifnir af Kiljan, eins og hann var offast nefndur á þessum ámm. Sögðu þeir hann gera lítið úr bændum, draga ffam það lakasta í búskap þeirra og daglegu lífi. Þriðjudaginn 5. desember 1939 vísa ég beint í dagbók: “í morgun var krapahríð, en birti og varð besta veður. Nú er að verða alveg jarðlaust. Fórum við út hjá Vesturá að sækja Huldu, en hún var með tveimur hrossum, sem Ingvi rak út í gær. Var afleitt að skilja hana ffá, en tókst með minni þrautseigju. - Nú var ekkert haldið upp á 1. Desember, vegna Finna, sem em að verða undir í styijöld. Rússar heija á þá. Finnar hafa strádrepið tvö herfylki og skotið niður um tuttugu árásarflugvélar Rússa og eyðilagt §ölda skriðdreka.” Hvað lásum við á Refsstöðum í janúarmánuði 1940 ? Faðir minn las “Ishafsævintýri”, effir Jóhann J. E. Kúld, og “Glæsimennsku “, eftir Siguijón Jónsson, sem er ffamhald af “Silkikjólum og vaðmálsbuxum”, eftir sama. “Jólablað Tímans” var læsilegt jafnan og nú birti það “Jólaævintýri”, eftir Kaj Munk, prest í Vedersö á Jótlandi. Við lásum einnig talsvert í “Nýjum kvöldvökum”. Eg skrifa, að nú kosti 25 aura undir einfalt bréf, en 50 aura undir tvöfalt, vegna gengisbreytingarinnar, sem þá var nýlega um garð gengin. Pósturinn lét stundum á sér standa á vetuma. Það varð tilefhi vísu: Hríðin lemur hús og glugga, - hót ei semur vopnahléð. Illskan temur engan hugga; enginn kemur póstinn með. Jón Karlsson, forðagæslumaður ffá Holtastaðakoti, kom föstudaginn 12. janúar. Auk þess að athuga um heyforða og vigta fénaðinn, mældi hann fítu í mjólk kúnna þriggja á bænum. Það hef ég á hreinu í dagbók. Grána var með 3,00%, Dumba með 3,70% og Mósa með 3,80%. í febrúar var nokkuð til af nýjum bókum í lestrarfélaginu í Langadal. Effirsótt bók eins og “Sturla í Vogum”, effir Guðmund Gíslason Hagalín, var torfengin, því að marga langaði að lesa hana, en aðeins eitt 5

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.