Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 15
Fjölskylda Sumarliða Sumarliðasonar, gullsmiðs frá Æðey
Ingibjörg Jónsdóttir ~ Sumarliði Brandsson Helga Ebeneserdóttir ~ Páll Þorláksson
' ‘ 1 T L--|
Eiginkonur Sumarliða: u Sumarliði Sumariiðason ; ; Þorgerður Pálsdóttir ~ Kristján Fransson
Marta Ragnheiður Kristjánsdóttir T" Sigríöur =j[= Helga
María ICristjana Þórðardóttir "T“ Ami Sigurður 1 Sumarliði Brans 1 Maríus Knstján =jj= 5 fyrstu börnin fæddust á íslandi en 7 þau síðustu fæddust vestan hafs.
Helga Kristjánsdóttir ~r María Kristjana 1 Knstín Rannveig =j}= Kristján Markús ={}= Halldóra 1 bam =jj= 1 Júlíus Adolf ={}= 1 Magnús Franklín =j}= Alfreð 4
Aðeins viö betri aðstæður, laus við drauga for
tíðarinnar. Á Garðar flytur hann inn í íslenskt
samfélag. Þar er móðurmálið talað, notaðar ís-
lenskar siðvenjur og hefðir. Allar skemmtanir
og mannamót eru skipulagðar af íslending-
unum sjálfum, eingöngu íyrir þá, hvort sem
það eru veislur, messur eða sjónleikir. ís-
lendingamir umgangast hver annan, giftast
innbyrðis og skipta sér lítið af annarra þjóða
fólki, enda grunnt á fordómum. í nýlendunni
er reynt er að hafa allt, sem líkast því sem þeir
þekkja að heiman. Enskan er nánast annað
tungumál, sem margir af íyrstu kynslóðinni
tileinka sér ekki - og þó. Amerískur land-
búnaður og landslag eru svo ólík því, sem ís-
lendingamir þekkja frá íslandi, að þeir verða
að tileinka sér nýjan orðaforða. Meðan þeir
halda áfram aö tala sitt móðurmál, læðast nýju
orðin inn í tungumálið, yfírleitt með hljóði og
íslenskri málfræði eða með „enskan
skrokkinn" en íslenskan hala.36 Málfarið á
dagbókum Sumarliða ber þessari þróun glöggt
vitni, því eftir að vestur er komið, er honum
tíðrætt um „fens" og „uxatím".
Þótt Sumarliði og Helga gangi inn í
eftirlíkingu af íslensku samfélagi er margt,
sem er gjörólíkt og reynist þeim erfitt í byijun
- heit sumur, kaldir vetur og skorkvikindi.
Enginn stjómarlönd fást og þær jarðir, sem
em til sölu er dýrar. Hinn tæknivæddi bú-
skapur vestanhafs er framandi, en með því að
kaupa enskt búnaðarrit tekst Sumarliða að
fylgjast með því, sem nýjast gerist. Fram-
farimar og nýjungamar kosta sitt. Til að
stunda búskap þar vestra þarf íjármagn,
nokkuð sem Sumarliði hefúr ekki lengur
handbært og hann er ekki ginnkeyptur að
steypa sér í meiri skuldir en nauðsynlegt er.
Hann eignast þvi fá tæki, heldur reiðir sig sí-
36 Hsk. A-Skaft. Bréfasafh, Margrét Sigurðardóttir. Helgi
Pálsson, Winnipeg 17. maí 1894.
15