Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 18
Ekki hafa þau veriö lengi við Kyrrahafið þegar þeim verður ljóst, að búsetubreytingin færir þeim ekki auð í hendur. Þegar þau koma til Ballard eru þau nánast allslaus. Sumarliði hefur um 700 dollara í peningum til að koma þeim íyrir og kaupa helsta húsbúnað. Strax verður hann að taka lán til að bæta úr ýmsum þörfúm. Við bætist, að litla vinnu hefúr hann í Ballard. Til að hafa not af smíðatólunum er slæmt að búa í útjaðri stórborgar því flestir leita inn til Seattle eftir ýmiss konar þjónustu. Efnahagurinn fer því heldur á verri veg og er þó vart á það bætandi. Helga er orðin þreytt á þessu eilífa basli. Með þetta fyrir augum og jafnframt viðvarandi og vaxandi ónýting- skapnum, óánœgju hjá betri partinum sem stríðir eins og hetja og lendir helst á mér og þyngir stundum lífs- byrðina, einkum það að geta ekki látið þann partinn hafa léttari og þægilegri stöðu sem hann svo hundrað sinnum verðskuldar en úr þessu sé ég engin ráð aó bæta sem stendur. Hér við bætist að mér finnst vaxandi heilsulasleiki nú 2l/7 seinustu mánuði. Mjög illkennd inflúensa og margt óyndi sem Jylgir henni en heldur er ég nú í afturbata. Eg hef haft dálítið að gera um tíma en mest fyrir mína nánustu vini og ástmenn og bœtir það því lítið beinlínis efnahaginn. ... Að sönnu lítur nú blessaði náunginn ööruvísi á stöðu mína með svo mörg uppkomin börn! Héðan af þurfi ég ekkert að gera né umhugsun hafa annað en að sjálfsögðu láta börnin vinna fyrir mér!J og svo hefur nú að sumu leyti verið þetta liöna ár. Einkum hefur Sigga lagt sig alla fram að hjálpa okkur á einn og annan hátt og Arni að sumu leyti, en ég er í nokkurri óvissu en um hvernig það fellur út en allt annað en ánægjulegt hefitr mér fundist þessi þurfamennska á stundum, en þetta er líklega eitt af því sem vaninn við ellina og vesal- dóminn hennar verður að gera manni sætt.44 Sumarliði er þó ekki af baki dottinn. Hann hefur séð hinar stórkostlegu laxveiðar við Kyrrahafsströndina. Ef til vill getur hann 44 E. Richard Frederick. Dagbók 1902, Sumarliði Sumar- liðason, 3. fengið hiutdeild í veiðinni og drýgt þannig tekjumar? Vorið 1902 fær hann kofaræfil til afnota við ströndina, lánaðar tvær tunnur og loforð fyrir nokkrum löxum. Næstu daga kaupir Sumarliði fiska, gerir þá til, bein- hreinsar og saltar í tunnumar. Kappið vex með hveijum fiski og þegar ljóst er, að fram- hald verður á þessari starfsemi hans sendir Ámi honum ílát, sem Sumarliði fyllir af laxi og sendir heim. Efitir þessa tilraun gerist Sumarliði stórhuga. Hann lætur nú útbúa fyrir sig miða til að líma á ílátin, því nú hyggst hann selja afraksturinn. Vörumerkið er mynd af laxi og þar stendur: „Bonless - Sugarsalmon. Prepared for Familie. Trade Only Varanted Best Quality. Packed by S. Sumarliðason Marietta Wash." En þótt ffam- leiðslumerki sé komið á vöruna em undirtektir fremur daufar og „tortiyggni nóg, ekki síst hjá löndum. Hún á þar heima!" skrifar Sumarliði í dagbókina sína.45 Ástæðan fyrir sölutregðunni er, að verðið þykir of hátt. Ekkert tillit er tekið til þess, að fiskurinn er beinlaus, skrifar Sumarliði - gramur yfir undirtektunum.46 Sýnt er að hann verður að selja framleiðsluna undir verði og smám saman íjarar starfsemin út og ekkert meira er á hana minnst. Eirðarleysið er alltaf fyrir hendi þótt Sumarliði sé kominn á áttræðisaldurinn. Árið 1910, þegar hann er orðinn 77 ára ákveða hjónin að flytja til Tacoma, sem er sunnar í ríkinu og eyða síðustu ámnum þar við aldin- rækt. Með áhuga vísindamannsins og mikilli elju leggur Sumarliði sig allan fram við aldinræktina - aflar sér þeirra bóka, sem taldar em hinar bestu um ræktun og hirðingu aldin- tijáa og pantar plöntur og tré efrir vörulistum. Smám saman breiðist starfsemi hans út. Ekki þykir aðeins þrekvirki að sýsla við aldinrækt á þessum aldri, heldur ekki síður að gera það svo myndarlega, að á það er bent með lofsam- legum ummælum í innlendum blöðum. Starf hans berst ril hins heimsþekkta vísindamanns Lúthers Burbanks og er Sumarliði gerður að heiðursmeðlim í Burbanksfélaginu og sæmdur verðlaunum.47 En lífið í Washingtonríki reynist fjöl- skyldunni einnig þungbært. Tæringin heggur stórt skarð í barnahópinn. Helga má sjá á efrir sex af bömum sínum yfir móðuna miklu og Sumarliði stendur yfir moldum níu bama simia. Sárast svíður homrni missir Kristínar 45 E. Richard Frederic. Dagbók 1902, Sumarliði Sumarliða- son, 43-44. 46 E. Richard Frederick. Dagbók 1902, Sumarliði Sumar- liðason, 44. 47 R(unóifur) M(arteinsson), "Sumarliði Sumarliðason", Lögberg l.júlí 1926. 18

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.