Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Blaðsíða 14
Hví vill svo ung kona binda trúss sitt við
mann. sem hefur lifað sitt fegursta, með tvö
sambönd að baki og böm? Líklega þykir hann
álitlegur ráðahagur fyrir fátæka vinnukonu.
Hann er menntaður, hefur ferðast, nýtur álits
og er efnaöm. Það skiptir ekki svo litlu máli.
Ávöxturinn af sambandi þeirra, lítil stúlka,
lítur dagsins ljós 13. janúar 1884. Henni er
gefið nafnið María Kristjana, eftir hinni látnu
ástvinu Sumarliða. Ekki hefúr enn verið hirt
um formlegt leyfí guðs og manna til náinna
samvista. Þegar presturinn færir nafn Maríu
inn í prestþjónustubókina, bætir hann við
„óskilgetin".33
Fáeinum mánuðum eftir fæðingu
Maríu flytja Helga og Sumarliði til Vestur-
heims, haustið 1884. Hann er þá orðinn 51
árs, en hún 28 ára. Með þeim fara Hjálmar,
albróðir Helgu og Gunnfríður hálfsystir
hennar og systurdóttir Sumarliða, Ámi
Sigurður og Sigríður, böm Sumarliða og
Maríu, og Erlendur Þórarinn, sonur Sumarliða
og Mörtu. Sumarliði greiðir fargjald fyrir
allan hópinn, rúmar þúsund krónur. Eftir
verða María Kristjana 8 mánaða og Sumarliði
Brans 6 ára, sonur Sumarliða og Maríu.
Erlendur Þórarinn skilur eftir unnustu, Val-
gerði Friðriksdóttur og tvo litla drengi, Guö-
mund og Kristján. Þau eiga að koma vestur,
þegar hægt verður að senda þeim fargjald. En
rúmu ári eftir brottförina, deyr Erlendur og
unnustan hættir að hugsa um vesturför með
bömin sín. María Kristjana litla kemur vestur
þremur árum eftir brottför foreldranna, en
Sumarliði Brans er kominn undir tvítugt
þegar hann sameinast fjölskyldunni á nýjan
leik.34
Þegar saga Sumarliða á íslandi er
skoðuð vaknar sú spuming, hvað það er, sem
dregur þennan menntaða einstakling vestur -
einstakling, sem er efnaður, stendur hátt í
mannvirðingarstiganum og er tekinn að
eldast. Orsakanna virðist vera að leita í
kynnum hans af framfaramönnum í Breiða-
fírði annars vegar og í persónulegu lífi hins
vegar. Frá því hann dvaldi í Breiðafirði hefúr
hann barist við að fá framfaraþrá sinni full-
nægt með litlum árangri. Draumuriim um
betri daga fyrir land og þjóð hefúr ekki ræst.
Við bætast svo erfiðleikar í persónulegu lífi,
skilnaðurinn við Mörtu og missir Maríu,
málaferli, sem hann lendir í og diykkjuskapur
Erlendar Þórarins. Þegar þetta leggst á eitt
ákveður Sumarliði, að nú sé kominn tími til
að breyta mn umhverfi og fara og það gerir
33 ÞÍ. Ministerialbók Staðar á Snæfjallaströnd 1S84. 31.
34 Lbs. 4463 4to, 3. ágúst 1887.
hann með glöðu geöi, því hann er fylgjandi
Vesturheimsferðum.
Rannsóknir á Vesturheimsferðum frá
íslandi hafa að mestu byggst á lýðffæðilegum
heimildum. Við vitum nokkum veginn hversu
margir fóm og hvert, hvaðan þeir komu af
landinu og almennar ástæður fyrir brott-
flutningi. Tölfræðin gefur okkur ekki upp-
lýsingar um ástæður þess, að viðkomandi
persóna fór en ekki önnur, sem bjó við
svipaðar aðstæður. Lýðfræðilegar heimildir
gefa litlar vísbendingar um, hvemig ís-
lenskum vesturfömm vegnaði í Amerísku
samfélagi og hvemig þeir lifðu. Hvaða augum
þeir litu á aðrar þjóðir og hvaða samskipti
þeir höfðu við þær vestra. Var einhver munur
á, að búa í sveitasamfélagi eða stórborg?
Persónulegar heimildir gefa okkur hins vegar
tækifæri til að kafa dýpra í söguna, tengjast
fólki bak við tölur og atburði, anda að okkur
blæ liðins tíma og slást í för meö forfeðrum
okkar á ákveðnu tímabili.
Vinna með persónuleg gögn sem
sagnfræðiheimildir er að mörgu leyti vanda-
söm. Bréf hafa ekki bara sendanda heldur
einnig viðtakanda og því er mikilvægt að hafa
í huga, að þau gefa ekki bara efnislýsingar
heldur líka tengsl milli þessara einstaklinga.
Einnig er vandamál, hversu dæmigerð þau
vesturfarabréf em, sem hafa varðveist. Margir
skrifúðu aldrei bréf og önnur em glötuð. Fyrir
marga vesturfara var nýtt að setjast niður og
tjá sig skriflega, lýsa tilfinningum og því, sem
fyrir augu bar. Þeir, sem skrifúðu glötuðu
bréfin og dagbækumar lenda inn i nafnlausum
Qölda, en skrifendur persónulegra heimilda,
sem hafa varðveist verða einstakir.35 Þar á
meðal er Sumarliði.
Ólíkt flestum íslendingum bjó
Sumarliði og hans fiölskylda alltaf sunnan við
landamærin, Bandaríkjamegin, fyrst í Norður-
Dakota á Garðar og Milton frá 1884-1900.
Ástæða þess, að Sumarliði flytur til Norður-
Dakota en ekki í einhveija aðra nýlendu er sú,
að þar þekkir hann marga og hann, eins og
flestir vesturfarar bæði hér og í Evrópu, er
búinn að ákveða til hvaða staðar hann ætlar
áður en lagt er af stað. Sumarliði fer vestur
með það markmið í huga, að lifa sem líkast
því, sem hann gerir á íslandi. Hann ætlar að
lifa af iðn sinni og hafa svolítinn búskap með.
35 Anne Lisbeth Olsen, „Tlie Imnúgrant Family on the
Prairie as Seen through Personal Lelters", From
Scandinavia to America. Proceedings from a
Conferenee held at Gl. Holtegaard. (Odense University
Studies in History and Social Sciences 103, 1987), bls.
210-211.
14