Unga Ísland - 01.03.1944, Síða 28

Unga Ísland - 01.03.1944, Síða 28
ÓLAFUR Þ. INGVARSSON: Kaupstaðarferð Ilægt og liægt víkja skuggar næturinn- ar fyrir gráleitri skímu niorgunsins og dag- ur fer í hönd. Síðasti dagur ársins. Bóndinn á Bergi, innsta.bænum í daln- um, stendur við rúm tólf ára gamals sonar síns og ýtir dálítið rösklega við honum. — Vaknaðu Geir litli, segir hann. Það umlar svolítið í drengnum. Hann hefur verið að dreyma. Honum finnst vor- ið vera komið og heiðlóurnar syngja uppi í lyngbrekkunum. Sjálfur ríður hann á harða spretti fram með Breiðá, á honum Faxa, reiðhesti föður hans. — Vertu nú ekki að þessu draumaþrugli lengur, tautaði faðir hans. — Ha — hvað ertu að segja? umlar í drengnum. — Ég þarf að senda þig bæjarleið. — Nú, hvert? Geiri rís upp og draum- arnir þyrlast eitthvað í burtu, líklega verða þeir úti í snjónum eins og smáfuglarnir. — Ég þarf að senda þig niður að Eyri að finna kaupmanninn Það vantar ýmislegt smávegis dót svona fyrir nýja árið, en ég má bara alls ekki vera að því að fara neitt sjálfur. Heldurðu að þú treystir þér? — Já, hvort ég treysti mér, sagði Geiri hlæjandi og þaut þegar fram á gólfið í loft- köstum. — Vertu nú fljótur, það er vissara að komast af stað sem fyrst. Hann er dálítið þungbúinn til loftsins og hvinur í fjöllun- um....... Þegar Geiri hafði drukkið morgungutlið sitt, kvaddi hann foreldra'sína og lagði af stað. Faðir hans rétti honum stóran brodd- staf og sagði: — Það er léttara að hafa eitthvað til þess að styðja sig við hérna út gljána, en rektu hann nú samt ekki í fæturna á þér...... — Og gleymdu nú ekki að leggja strax af stað aftur, þegar þú ert búinn að fá þetta lítilræði, sagði móðirin og var á- hyggjufull á svipinn. Henni fannst veður- útlitið satt að segja ekki gott og hana hafði líka dreymt illa í nótt...... En Geiri greikkaði sporið fram með hlíð- unum, fóthvatur og áhyggjulaus.......Það var að minnsta kosti hálfs annars tíma gangur niður í þorpið. Ilann yrði kominn þangað um hádegi......... Það hafði snjóað öðru hvoru síðan um jól, en vindurinn hafði þjappað snjónmn saman og sett í fannir, er voru harðar og hvítar eins og gler. Geiri litli skoppaði á- fram og stakk broddstafnum við og við ofan í skaflana, til þess að vita hvað þeir væru djúpir, sumstaðar náði stafurinn ekki í botn. — Það væri gaman að grafa göng í gegn, hugsaði Geiri og brosti........Svo varð honum hugsað til þess hvað þetta væri um- breytt frá því í sumar, þegar hann gætti kindanna hérna út frá, fyrir föður sinn, þá barst að vitum hans ilmur af krækiberja- lyngi og fuglasöngurinn hljómaði í eyrum hans og við hlið hans rölti Sámur gainli í ótal krókum sísnuðrandi........En nú var 50 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.