Unga Ísland - 01.07.1944, Page 47

Unga Ísland - 01.07.1944, Page 47
um vegi. En allir vegir voru mjög slæmir hér á landi, þegar þetta var. Þessir vélknúðu vagnar áttu ekkert ís- lenzíkt nafn, þegar hér er komið sögu. Var það mjög eðlilegt, því að þeir voru óþekkt- ir hér, jafnvel erlendis voru þeir fremur sjaldséðir fram að þessu. Ilöfðu þeir ýmiá nöfn og eitt það algengasta var mótor- vagn. Er það orðrétt þýðing á ensku heiti á bifreiðum. Þó er mótor ekki íslenzkt orð, en það er notað enn í dag ásamt nýyrðinu hreyfill, sem er farið að ryðja- sér til rúms. Stundum voru þeir nefndir sjálfrenningar. Það var nýyrði, sem aldrei festi verulega rætur í málinu, en var þýðing á útlenda heitinu „automobil“ og svo heitir bifreiðin á dönsku og fleiri skyldum málum. Um sama leyti var farið að nefna þessa vagna bifreiðar og það nafn lifir enn. Þó er annað heiti á þeim algengara, nefnilega bíll. Það er líka nýyrði, eins og öll þessi heiti, og þykir gott. Enginn veit, hver fyrstur fann það upp, en sennilega hefur það orðið til meðal almennings, sem gerði sér lítið fyrir og stytti þannig orðið „Automobil“. I fyrstu þótti ekki gott mál að nefna bif- reiðina þessu nafni, en nú tekur enginn til þess framar. Aftur á móti er bæði ljótt og óþarft að nefna bifreiðar, sem hafa fastar áætlunarferðir „rútubíla“. Áætlunarbíll eða langferðabíll er betra. Sumarið 1913 komu hingað heim tveir Islendingar, sem dvalið höfðu í Ameríku. Höfðu þeir meðferðis Fordbíl og óku hon- um um Iteykjavík og nágrenni um sumarið. Þar með hófust bifreiðaferðir hér á landi og hafa aldrei lagzt niður síðan. Bifreiðum hefur fjölgað jafnt og þétt, og nú, liðlega 30 árum síðar, eru þær komnar yfir 3000. Á þessum 30 árum hefur orðið geysimikil breyting á samgöngum hér á landi. Þær hafa orðið margfalt auðveldari og fljótari en áður var. Um 1913 voru ökufærir vegir spölkorn út fyrir suma stærstu kaupstað- ina og um víðlendustu sveitirnar. Lengstir voru þeir frá Reykjavík og austur á Suð- urlandsundirlendið. Margar stórár voru þá óbrúaðar, en víða á smærri vatnsföllum ónýtar trébrýr. Vegirnir voru bæði mjóir og slæmir og eingöngu miðaðir .við hest- vagna. Sveitabændur fluttu nauðsynjar sínar á þessum vögnum, þar sem hægt var llcr lítur út fyrir, að ur œtti bet- ur viS. UNGA ÍSLAND 133

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.