Unga Ísland - 01.07.1944, Qupperneq 55

Unga Ísland - 01.07.1944, Qupperneq 55
Sigga var allt annað en glöð, þegar hún sá brúðuna, því að þá mundi hún eftir brúðunni, sem hún átti að gefa dóttur ekkjunnar. Nú fór Sigga að gráta og sagði foreldrum sínum, hvað hún hafði gert, og 'bað þau að fyrirgefa sér. Þegar foreldrar hennar sáu, hvað hún var hrygg, fyrirgáfu þau henni. Svo sendu þau nýju brúðuna til dóttur ekkjunnar, en Sigga varð að láta sér nægja þá gömlu. Lilly Samúelsdóttir LÁ VIÐ SLYSI Einu sinni var lítil telpa, sem hét Asta. Hún átti að fara að ganga í skólann. Hún hlakkaði mjög mikið til, því að nú var hún búin að læra að lesa, skrifa stafina og líka tölustafina. Það voru ekki nema tveir dag- ar þangað til að skólinn átti að byrja og henni fannst þeir aldrei ætla að líða. Svo þegar hún var sezt inn í skólastofuna, var hún ósköp feimin, því að hún þekkti eng- an. En það lagaðist fljótt, því að kennar- inn var svo góður við hana, og telpan, sem sat hjá henni, varð fljótt vinkona henn- ar, hún hét Maja. Svo var það einn dag, að Maja kom lreim til Ástu, og þær fóru í mömmuleik með fallegu brúðurnar sínar, úti á túnbletti. Eftir dálitla stund kallaði mamma Ástu í þær að drekka og skildu þær dótið eftir. En þeim brá heldur en ekki í brún, þegar þær komu aftur út, því að önn- ur brúðan var horfin. Þær leituðu um allan blettinn, en fundu hana hvergi. Allt í einu heyrðu þær eitthvert hljóð, og þegar þær litu yfir í næsta garð, sáu þær lítinn hund hlaupa í hringi og hamast með brúðuna í munninum. Þær hrópuðu upp og mamma Ástu kom og bjargaði brúðunni. Sem bet- ur fór var hún óskemmd. Birna Emarsdóttir Ráðvandur drengur Fátækur drengur sat undir tré einu úti í skógi og grét beizklega. Auðugur heldri maður, sem var á veiðum í skóginum, kom þar að, sá drenginn og sagði við hann: — Af hverju ert þú að gráta, litli vinur? — Ó, svaraði drengurinn. — Hann faðir minn sendi mig til læknisins til að borga það, sem við skuldum honum, og nú er ég búinn að týna buddunni með peningunum. Þá hvíslaði maðurinn einhverju að veiði- manni, sem var í fylgd með honum, og hann tók rauða silkipyngju upp úr vasa sínum, sýndi drengnum hana og nokkra gullpeninga, sem voru í henni og sagði: — Ég fann þessa peningapyngju hérna í skóginum. Það hlýtur að vera pyngjan, sem þú týndir. — Nei, svaraði drengurinn. — Buddan mín var ekki svona falleg og það voru ekki heldur svona miklir peningar í henni. Þá sýndi veiðimaðurinn honum gamla og lélega peningabuddu úr leðri, sem þeir höfðu raunvei'ulega fundið á stíg einum í skóginum. 1 henni voru fáeinir eirpeningar. — En átt þú þessa? spui'ði hann. Drengurinn brosti, þurrkaði af sér tárin og sagði með miklum fögnuði: — Já, þarna er mín. Veiðimaðurinn fékk honum þá gömlu budduna, en auðugi maðurinn rétti honum hina líka. — Þú ert ráðvandur di’engur, sagði hann — þess vegna máttu eiga hana og þáð sem í henni er. S. É. þýddi. UNGA ÍSLAND 141
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.