Unga Ísland - 01.07.1944, Side 74

Unga Ísland - 01.07.1944, Side 74
UNGA ÍSLAND Eign Rauða Kross íslands Kemur út 10 sinnum á ári í 16 síðu heftum. Gjalddagi 1. apríl. Verð blaðsins er kr. 8,00 árg. Ritstjórar: Steján Jónsson, Sigurður Helgason. Afgreiðsla er í Garðastræti 17. Pósthólf 927. Prentað í Víkingsprenti. Bréfaviðskipti ÓSKA EFTIR I5RÉFA- SAMBANDI VIÐ STÚLKUR: Rósa Kolbeipsdóttir, Auðnum, Vatnsleysuströnd, Gullbriugusýslu (10—12 ára). Blómkvist Ilelgason, Miðfelli, Ilrunamannahreppi, Árnessýslu (14—16 ára). Hannes Árm. Viglusson, Vaðli, Barðaströnd (15—1G ára). Magnús Gunnlaugsson, Miðfelli, Hrunamanna- hreppi, Árnessýslu (14—16). Sigvaldi Hjartarson, Rauðsdal, Barðaströnd (15— 16 ára). Ég heiti Guðjóna Gunnhildur Alexandersdóttii-, fædd 30. ágúst 1033, á heima á Dynjanda, Jökpl- fjörðum, og óska að komast í bréfasamband við jafngamlar nöfnur mínar. ÓSKA EFTIR BRÉFA- SAMBANDI VII) PILTA: Ari Guðinundur ívarsson, Melanesi, Rauðasandi, pr. Patreksfjörð (11—13 ára). Ingvar Breiðfjörð, Ögri við Stykkishólm (13—15 ára). Sigurpáll Vilhjálmsson, Nýhöfn, Melrakkasléttu N,- Þingeyjarsýslu (10—11 ára, helzt í Reykjavík). Skrítlur Presturinn við fangann: — Funduð þér ekki óvenjulegan ótta gagntaka yður, Jón Jónsson, þegar þér stáluð gullúrinu. — Jú, herra prestur. — Já, þarna sjáið þér, Jón Jónsson. Það var rödd samvizkunnar, sem talaði til yðar. Og hvað fannst yður þessi rödd segja við yður? — Guð má vita, hvort þetta úr er úr hreinu gulli. ★ A: — Það má nú segja, að hann Guð- mundur prófessor er rncira en lítið annars hugar stundum. I dag kom Morgunblaðið mcð dánarfregnina hans — það var auð- vitað prentað af vangá — en hann fór strax og keypti líkkistu handa sér. ★ Ránmorðingi fékk heimsókn í fangelsið. Gesturinn hafði eitt sinn verið vérjandi hans fyrir réttinum. Þegar þeir.sáu hvorn annan lnstu þeir báir upp undrunarópi. — Nei, er það virkilega þér, herra lög- fræðingur, sagði ránmorðinginn. — Þa'ð voruð einmitt þér, sem vörðuð mig fyrir 25 árum, þegar ég hafði stolið í fyrsta sinn. — Drottinn minn! eru 25 ár síðan, svar- aði lögfræðingurinn. — Þér voruð minn fyrsti skjóls-tæðingur. Það mál var fyrsta tilraunin mín við réttinn. — Líka mín, herra lögfræðingur. Og það má segja, að okkur hefur báð'um orðið vel ágengt. ORÐSENDING. Þau klaufalegu mistök liafa orðið við umbrot síð- asta heftis, að ein myndin í greininni „Skíðalerð í maí“ snýr öfugt. Þessu var veitt athygli i ]>róförk og beðið um lagfæringu, en lagfæringin hefur gleymzt. Lesendur, og þó einkum greinarhöf., eru beðnir af- sökunar á þessum mistökum. 160 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.