Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 28

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 28
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA magra, Þórunn hyrna, hafði og tekið kristna trú, sem flest önnur syst- kina hennar, en í trú og lífsskoðunum ásatrúarmanna hafði hún verið alin upp austur í Noregi. Norðmenn höfðu herjað á Bretlandseyjar og verið þar heimagangar frá því um 800. Margir þeirra höfðu setzt þar að, sérstaklega á Hjaltlandi, Orkn- eyjum, Suðureyjum og írlandi og vesturströnd Norður-Englands og á ströndum Skotlands. Réðu þeir þar oft fyrir stórum landshlutum, og stundum gerðust þeir landvarnar- menn fyrir innlenda höfðingja, eins og Eyvindur austmaður. Heiðnar og kristnar trúarhugmyndir runnu saman í eitt hjá þessum norrænu víkingum, en lífsskoðanir flestra þeirra munu hafa verið heiðnar ásatrúarlífsskoðanir. Þegar þeir skiptu um trú, skiptu fæstir þeirra um siðaskoðanir eða lífsvenjur. Þeir höfðu ekki drukkið inn í sig anda kristinnar trúar, en guðir þeirra fengu við trúskiptin ný nöfn. Eins og kunnugt er, var ásatrúin fjöl- gyðistrú, en hin norræna fyrsta kristni var það líka. Og jafnvel þótt ásatrú og kristin trú séu mjög ólík- ar, þá fundu ásatrúarmenn margar hugmyndir í kristinni trú, sem brutu ekki að öllu leyti í bág við hug- myndir þeirra. Heiðinn víkingur, sem þreyttur var orðinn á orustum og sjóvolki, gat vel sætt sig við og jafnvel þráð friðsamara líf en hann hafði lifað. Þegar hann kynnist kenningunni um hina friðsælu og unaðslegu Paradís kristninnar, þá þráir hann, þreyttur og mettur af orstum og veraldarvolki, hana frem- ur en Valhöll ásatrúarmanna. En hefndin er í hans augum sjálfsögð og réttmæt. Og þrátt fyrir kærleiks- boðun kristninnar, þá skilst honum samt, að guð kristninnar sé hefni- gjarn. Svo hefnigjarn, að hann jafnvel sendir alla þá, sem ekki vilja trúa á hann, til Helvítis. Og sjálfum finnst honum réttmætt, að níðingar og ódrengir fari þangað. Helheimur ásatrúarmanna svarar að nokkru leyti til Helvítis kristinna manna. En í hinum þokukennda Helheimi kvöldust menn þó ekki í eilífum eldi sem í Helvíti. En grimm- ur víkingur, sem allt frá bernsku hafði lifað við þær lífsskoðanir, að menn ættu að hata óvini sína og taldi hefndina ekki aðeins sjálf- sagða heldur helga skyldu, fann þarna styrk sínum heiðnu lífsskoð- unum. Kærleiksboðun kristninnar hefur þeim skilizt, að ætti aðeins að ná til vina sinna og vina vina sinna. „Vin sínum skal maðr vinr vesa, þeim og þess vin, en óvinar síns skyli engi maðr vinar vinr vesa.“ Sú lífsskoðun ásatrúarmanna, sem kemur fram í þessu erindi Háva- mála, var kynslóð þeirri, er Helgi magri tilheyrði, mjög í blóð borin. Helga magra og öðrum kristnum mönnum, sem land námu á íslandi, munu ekki hafa fundizt neinir á- rekstrar vera í þessu efni á lífs- skoðun feðra sinna og lífsskoðun kristninnar. Því að í þeirra augum var guð kristinna manna hefni- gjarn. Hann var hefnigjarn konung- ur, sem refsaði þeim, er vildu ekki fylgja honum eða beygja sig fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.