Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 30
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
til, enda hafði ásatrúin einnig haft
mörgum guðum á að skipa.
En einn var sá guð ásatrúar-
manna, sem var í einna mestu eftir-
læti hjá flestum þeirra, er Island
námu, og það var guð kraftarins,
hinn sterki Ása-Þór, er átt hafði í
sífelldri baráttu við allt versta ill-
þýði tilverunnar, og var styrkur og
stoð allra hraustra manna í orustum
og öllum harðræðum. Hinir norrænu
víkingar, sem tóku kristna trú,
munu margir hafa saknað hans, en
flestir þeirra hafa treyst því, að
Kristur gæti komið í hans stað, en
það hefur Helgi hinn magri ekki
gert.
Hugmyndin um baráttuna á milli
hins góða og hins illa 1 heiminum
voru ekki eins gerólíkar í ásatrú og
kristni og mörgum mun finnast
þær hafa verið að lítt athuguðu
máli. Samkvæmt ásatrúnni börðust
guðir og jötnar um heimsyfirráðin,
og endar sú styrjöld með Ragna-
rökkri. Og jörðin og sólin og allt
ferst þá. En upp rís nýr himinn og
ný jörð, sælubústaðurinn Gimli.
Samkvæmt kristnu trúnni var líka
togstreita milli Guðs og Djöfuls, og
báðum fylgdu stórir flokkar. Guði
fylgdu góðir englar og góðir menn,
en Djöfli árar og vondir menn, trú-
lausir menn og trúvillingar. Þessi
barátta endar á Dómsdegi. Og er
þá skilið að fullu og öllu á milli
hinna útvöldu, er lifa sælulífi um
eilífð alla, og hinna, sem Drottinn
útskúfar.
Fórnfæringar voru einn aðalliður
í trúarathöfnum ásatrúarmanna.
Fórnarhugmyndirnar voru líka í
kristninni, en í talsvert öðru formi.
í stað þess að ásatrúarmenn fórnuðu
dýrum og stundum líka mönnum,
þegar mikið lá við, þá hafði Guð
kristinna manna fært í eitt skipti
fórn til réttlætingar og frelsunar
kristnum mönnum á öllum tímum.
Sú fórn var hans eiginn sonur; dýr-
ari fórn en nokkur önnur fórn, er
ásatrúarmenn höfðu kynnzt áður.
Aldrei hafði Óðinn fórnað neinu
slíku fyrir sína átrúendur. Hann
hafði að vísu fórnað öðru auga sínu
fyrir vizkuna, og nokkru af henni
hafði hann miðlað mönnunum, en
fyrir bragðið var hann líka einsýnn
um aldur og ævi. Eftir trúarskiptin
stráði goðinn ekki lengur fórnar-
blóði með hlautteininum, svo sem
hann hafði gert í blótveizlum ása-
trúarmanna, heldur létu nú prest-
arnir menn neyta brauðs og víns,
sem átti á yfirnáttúrlegan hátt að
breytast í hold og blóð Jesú Krists.
Við vopnagný og styrjaldir og við
kenningar ásatrúarmanna frá Norð-
urlöndum og við kenningar írskra
kristinna presta elst Helgi hinn
magri upp. Hann mun hafa verið
gjörhugull og gáfaður, og hann hef-
ur fundið margt í hvorum tveggja
trúarbrögðunum, sem honum líkaði
vel, en annað miður, og sumu hefur
hann hafnað með öllu. Hann hefur
ekki gengið heill neinni trúarstefnu
á hönd, og því er hann sagður
blandinn í trúnni, þegar prestur (lík-
lega Ari hinn fróði) skrifar sagnir
um landnám hans í Frum-Land-
námu á 12. öld. En þrátt fyrir það,
að Helgi hefur fundið vöntun og
veilur í trúarkerfi ásatrúarmanna
og sömuleiðis í hinu kristna trúar-
kerfi, þá hefur hann samt verið
mikill trúmaður. Hann trúir á guð-
dóms krafta. Hann ann Kristi. Hon-