Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 30

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 30
10 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA til, enda hafði ásatrúin einnig haft mörgum guðum á að skipa. En einn var sá guð ásatrúar- manna, sem var í einna mestu eftir- læti hjá flestum þeirra, er Island námu, og það var guð kraftarins, hinn sterki Ása-Þór, er átt hafði í sífelldri baráttu við allt versta ill- þýði tilverunnar, og var styrkur og stoð allra hraustra manna í orustum og öllum harðræðum. Hinir norrænu víkingar, sem tóku kristna trú, munu margir hafa saknað hans, en flestir þeirra hafa treyst því, að Kristur gæti komið í hans stað, en það hefur Helgi hinn magri ekki gert. Hugmyndin um baráttuna á milli hins góða og hins illa 1 heiminum voru ekki eins gerólíkar í ásatrú og kristni og mörgum mun finnast þær hafa verið að lítt athuguðu máli. Samkvæmt ásatrúnni börðust guðir og jötnar um heimsyfirráðin, og endar sú styrjöld með Ragna- rökkri. Og jörðin og sólin og allt ferst þá. En upp rís nýr himinn og ný jörð, sælubústaðurinn Gimli. Samkvæmt kristnu trúnni var líka togstreita milli Guðs og Djöfuls, og báðum fylgdu stórir flokkar. Guði fylgdu góðir englar og góðir menn, en Djöfli árar og vondir menn, trú- lausir menn og trúvillingar. Þessi barátta endar á Dómsdegi. Og er þá skilið að fullu og öllu á milli hinna útvöldu, er lifa sælulífi um eilífð alla, og hinna, sem Drottinn útskúfar. Fórnfæringar voru einn aðalliður í trúarathöfnum ásatrúarmanna. Fórnarhugmyndirnar voru líka í kristninni, en í talsvert öðru formi. í stað þess að ásatrúarmenn fórnuðu dýrum og stundum líka mönnum, þegar mikið lá við, þá hafði Guð kristinna manna fært í eitt skipti fórn til réttlætingar og frelsunar kristnum mönnum á öllum tímum. Sú fórn var hans eiginn sonur; dýr- ari fórn en nokkur önnur fórn, er ásatrúarmenn höfðu kynnzt áður. Aldrei hafði Óðinn fórnað neinu slíku fyrir sína átrúendur. Hann hafði að vísu fórnað öðru auga sínu fyrir vizkuna, og nokkru af henni hafði hann miðlað mönnunum, en fyrir bragðið var hann líka einsýnn um aldur og ævi. Eftir trúarskiptin stráði goðinn ekki lengur fórnar- blóði með hlautteininum, svo sem hann hafði gert í blótveizlum ása- trúarmanna, heldur létu nú prest- arnir menn neyta brauðs og víns, sem átti á yfirnáttúrlegan hátt að breytast í hold og blóð Jesú Krists. Við vopnagný og styrjaldir og við kenningar ásatrúarmanna frá Norð- urlöndum og við kenningar írskra kristinna presta elst Helgi hinn magri upp. Hann mun hafa verið gjörhugull og gáfaður, og hann hef- ur fundið margt í hvorum tveggja trúarbrögðunum, sem honum líkaði vel, en annað miður, og sumu hefur hann hafnað með öllu. Hann hefur ekki gengið heill neinni trúarstefnu á hönd, og því er hann sagður blandinn í trúnni, þegar prestur (lík- lega Ari hinn fróði) skrifar sagnir um landnám hans í Frum-Land- námu á 12. öld. En þrátt fyrir það, að Helgi hefur fundið vöntun og veilur í trúarkerfi ásatrúarmanna og sömuleiðis í hinu kristna trúar- kerfi, þá hefur hann samt verið mikill trúmaður. Hann trúir á guð- dóms krafta. Hann ann Kristi. Hon-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.