Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 107
bækur og rit
87
^að eru tólf kliðhendur, það er að
segja 14 línu heildir, víxlrímaðar
líkt og Gunnarshólmi Jónasar. Efnið
er bygt á sögunni í Heimskringlu
Snorra um landvættina, sem vörn-
uðu landgöngu hamhleypu Haralds
konungs blátannar. Kvæðið er stolt
°g fagurt, — meitlaðar myndir og
brennandi hvöt til drengskapar og
dáða. Dráttmyndirnar á hverri síðu
eru snildarverk, og prentun ágæt.
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi:
ANGANÞEYR, Ijóð
Fyrir sex árum kom út eftir
þennan höfund kvæðabók, sem
nefndist Villiflug, og var hennar pá
lítillega minst í þessu riti. Þetta er
ekki stór bók — rúmar 100 bls. en
til hennar er því meir vandað. Ekki
verður þó með sanni sagt, að hún
taki hinni fyrri mjög fram, enda
var þar allþroskað skáld á ferð. Þó
^aá finna nokkurn mun. Villiflug
lýsti meira því, sem fyrir ytri augu
skáldsins bar, en Anganþeyr fremur
hinni innri sýn, að því er mér virð-
ist- Það hefir alla daga verið mér
þyrnir í augum, að prenta vísur eða
vísuparta sem dæmi um ágæti eða
vansmíði kvæða, því sjaldan ber
saman smekk manna um þau efni.
Hó vil ég nefna eitt kvæði af handa-
hófi, sem veitti mér sérstaka unun
að lesa — kvæðið Álfastapi, sem
hyrjar svona:
man ei lengur daginn. En völvur
vor]j6S sungu,
er viltist ég I stapann, þar sem álfahiröin
bjó.
En skógarvættir lögöu þá IjóS á þrasta
tungu
°S loftsins andi mjúkum tökum fosshörpur
sl6.
i úiannheimum var sorg, þö aö sól f heitSi
skini.
Mig seiddi hulduveröldin á bak við
stapans þil,
er dyrnar iukust upp fyrir árdagsroðans
vini,
sem ekkert haftSi brotiö — nema þaö, að
vera til.
Annað kvæði heitir Brotinn
haugur, og ef það er ekki Þóroddur
sjálfur, sem er þar að rjúfa hauga
forntungunnar, til að sækja í þá
gleymda gimsteina málsins, þá skil
ég ekki tilgang þess. Kvæðið er svo
sem nógu vel ort, en það verð ég
með blygðun að játa, að til orða-
bókarinnar varð ég að flýja til þess
að öðlast skilning sumra þessara
orða: Hnitbróðir (andstæðingur)
íviðgjarn (viðsjárverður) ögurstund
(tíminn sem fer í það að vaða á eða
læk) hlennimaður (gripdeildarmað-
ur, þjófur) hugsteinn (hjarta) óneis
(líklega, blauður, hugdeigur) úfar
(ýfingar, skærur) tramar (þremill,
óféti?). Hversu margir algengir les-
endur skilja nú þessi orð? Flest eru
þau þess virði að endurvekja þau,
en þó vil ég undanskilja hið síðast
talda, sem er ljótt orð og óíslenzku-
legt, enda vafasamt um uppruna
þess. Þá eru mörg ný orð og orða-
sambönd í kvæðunum, flest falleg, og
má þar til nefna nafn bókarinnar,
Anganþeyr, sem andar að manni í
þeynum ilm vorblómanna.
Aftast í kverinu eru allmargar
þýðingar úr ensku og er ekki altaf
ráðist á lægsta garðinn. Þar eru
m. a. Lævirkinn og fleiri kvæði
Shelleys, Óður til næturgalans eftir
Keats, kvæði eftir Burns og Words-
worth og .síðast allra er Ijómandi
kvæði, þýtt úr sænsku. Ekki hefir
mér unnist tími til samanburðar, og
skal því eigi fjölyrða neitt um ná-