Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 19
Félagsmál VFÍ/TFÍ 17
brunni og á innan sinna vébanda sérfræðinga í velflestum málum sem upp koma í þjóð-
félagsumræðunni, enda hefur það sýnt sig að álit félagsins skiptir þjóðfélagið máli.
Umsagnir VFÍ skila sér og mark er tekið á því sem félagið hefur að segja og sendir frá sér.
Formaður og framkvæmdastjóri hafa átt nokkra fundi með þingmönnum og ráðherrum,
m.a. út af skipulags- og byggingarlögum og tækninámi.
Á starfsárinu var félagið beðið um að veita umsagnir um eftirfarandi:
• Frumvarp til laga um Háskóla Islands
• Handbók um opinber innkaup
• Réttindi til að starfa sem skipulagsfulltrúar og skipulagsráðgjafar
• Frumvarp til laga um náttúruvernd
• Tillögur að reglugerð um hæínispróf prófhönnuða
Samstarf við Norðurlandafélögin
„Nordisk Ingeniormode41 (NIM 1998), fundur formanna og framkvæmdastjóra á
Norðurlöndum var haldinn í Osló 11. til 14. júní 1998. Auk heíðbundinna mála um þróun
efnahagsmála í hverju landi, félagaíjölgun og kjaramál var rætt um fyrirsjáanlegan verk-
fræðingaskort í Noregi og Danmörku í byrjun næstu aldar. Norðmenn gerðu grein fyrir þeim
breytingum sem orðið hafa hjá félaginu við að ganga úr AF og stofna Akademikeme í
samvinnu við lækna, lögfræðinga o.fl. Þá voru einnig rædd áhrif félaganna á samfélagið í
einstökum löndum og samstarf félaganna í Evrópu.
Framkvæmdastjóri VFÍ fór á framkvæmdastjórafund norrænu verkfræðingafélaganna til
Helsinki í janúar 1999, en NIM-99 var haldinn í Helsinki dagana 11.-14. júní 1999.
Deilda- og nefndarstörf
Mikið starf er unnið af fjölmörgum verkfræðingum í deildum og nefndum félagsins.
Meginreglan er að menn gefa kost á sér til starfa í nefndum tvö ár í senn, en margir sitja þó
mun lengur. Ástæða kann að vera til að endurskoða þessi mál með það í huga að tryggja
hæfiíega endurnýjun í velflestum nefndum. Að sjálfsögðu er hér um sjálfboðaliðastarf að
ræða sem og önnur störf í þágu félagsins. Vonandi er öllum félagsmönnum ljós sú
þakkarskuld sem Verkfræðingafélag Islands stendur í við þessa verkfræðinga.
Árshátíðarnefnd VFÍ: Verkfræðingafélag íslands hélt hið árlega árshóf félagsins laugar-
daginn 7. febrúar 1999 á Hótel Sögu. Árshátíðarnefnd skipuðu að þessu sinni Ólafur Pétur
Pálsson (formaður), Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir og Torfí Sigurðsson. Veislustjóri var
Gylfi Árnason. Hátíðarræðu kvöldsins flutti Jón Böðvarsson íslenskufræðingur. Meðal gesta
voru heiðursfélagarnir Einar B. Pálsson, Haraldur Ásgeirsson, Jóhannes Zoega og Jóhannes
Nordal .
I hófinu sæmdi formaður VFI, Pétur Stefánsson, þá Jakob Björnsson, fyrrverandi
orkumálastjóra og Guðmund G. Þórarinsson verkfræðing heiðursmerki Verkfræðingafélags
Islands. Þriðji merkisberinn, Finnbogi Jónsson, gat ekki verið viðstaddur.
Árshátíðarnefiid VFI stóð sig með prýði og bauð upp á glæsilega og fjörmikla hátíð. Um
140 gestir sóttu hófið.