Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Side 246
244 Árbók VFÍÍTFÍ 1998/99
„Nú hef ég orðið mér rœkilega til skammar hugsaði ég. Mér varð litið í kringum mig. En
viti menn - allir hinir voru líka á hlaupum, eins og ég, en nú var óðum að draga af þeim
líka, og loks var allur flokkurinn stansaður. Menn stóðu þarna hálf sneypulegir fyrst í stað,
en sneru síðan í átt til holurnar aftur, sem nú hafði jafnað sig og gaus nú eðlilega, hvítum,
stórfenglegum gufumekki með tilheyrandi gný. Sem beturfer hafði enginn orðið sár, hvorki
af hlaupunum í hraunkarganum, né af grjótregninu.
Stundum verður mér á að hugsa, að á þessum miklu hlaupum hefjist reyndar saga
hitaveitunnar í Svartsengi, og hafa ýmsir farið hœgar af stað. A þessari stundu hlýtur
mönnum að hafa orðið Ijóst, að til að beisla slíka reginkrafta náttúruaflanna þurfi mikið
sameinað átak margra, samstilltra aðila. Já, svona er hœgt að gera söguskýringu einfalda.
Þremur árum síðar varð svo Hitaveita Suðurnesja til með lögum frá Alþingi. “
I árslok voru notendur í Grindavík orðnir 76, og keyptu þeir samtals 292 mínútulítra.
Fyrsta gjaldskráin var sett á árinu og var verðið á mínútulítranum ákveðið 25 krónur.
Skrifstofa HS var að Vesturbraut lOa í Keflavík, en leigð var vöruskemma í Grindavík
og önnur að Brekkustíg 36 í Njarðvík, þar sem síðar urðu höfuðstöðvar hitaveitunnar.
Jafnframt var um nokkurra mánaða skeið opin skrifstofa í afgreiðslu Landsbankans í
Grindavík milli klukkan 17 og 19, þar sem Grindvíkingum voru kynnt hitaveitumál og tekið
við greiðslu tengigjalda.
Annar starfsmaður hitaveitunnar hóf störf 1. maí, en í árslok voru fastráðnir starfsmenn
orðnir 5, tveir lausráðnir og matsveinn í Svartsengi.
Mötuneyti í orkuverinu var vel búið tœkjum. Þangað var, meðal annars, keyptur
örbylgjuofn, sem þá var nýjung á markaónum. Þótti hann mesta þarfaþing. Þegar mat var
stungið í ofninn til hraðhitunar, talaði starfsfólkió um að skjóta á hann.
Forstjórinn kom einhverju sinni með góða gesti í skoðunarferð í orkuverið. Hann vildi
gera vel við þá og bauð þeim í mat í mötuneytinu. Eitthvað dróst þó koma þeirra, og var
maturinn farinn að kólna, er þeir loks birtust.
Eldhússtúlkan taldi ekki mikið vandamál að bœta úr því og sagði við gestina, um leið og
hún ajhenti þeim diskana: „Fáið ykkur bara það, sem þið viljið á diskana - ég skrepp svo
bara með þá fram í eldhús og skýt á þá! “
Engum sögum fór af matarlyst gestanna!
Höfundur greinarinnar, Björn Stefánsson hjá Hitaveitu Suðurnesja, hefur alla tíð haldið
saman minnisstæðum atriðum úr sögu Hitaveitu Suðurnesja og er fleiri frásagna að vænta í
næstu árbókum.