Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Qupperneq 41
Félagsmál VFÍ/TFÍ 39
ónothæfum orðum, sem þúsundir manna nota enn í daglegu tali. í þessum efnum getur orðið
erfitt um vik því að sletturnar hafa náð að festast og getur verið strembið að frnna ný orð
sem menn sættast á að nota, þó að til bóta væru. Þarna er verðugt verkefni tyrir áhugamenn
um íslenska tungu með innsýn í viðkomandi viðfangsefni. Hér þyrftu tæknimenntaðir menn
og íslenskufræðingar með sérmenntun í nýyrðagerð og lögmáluni hennar að taka höndum
saman.
Þrátt fyrir að rösklega hafi verið unnið við efni næstu bókar, tók nefndin þó smávægileg
hliðarspor á Qórum fundum sínum, þegar hún fjallaði um orðalista úr norrænni orðabók um
svið sjónvarps, kvikmyndagerðar og skyldra greina. Orðasafn þetta er í endurskoðun innan
norrænnar nefndar, sem Sigríður Kristinsdóttir íslenskufræðingur á sæti í. Vorið 1979
aðstoðaði ORVFÍ nefndannenn íslandsdeildar NFTU (Nordisk Film og TV-Union) við
fyrstu gerð bókar um þetta efni.
I Verktækni hafa birst þrjár greinar eftirjbrmann orðanefndar sem gefa yfirlit í grófum
dráttum yfir starf nefndarinnar og kynna útgáfubækur hennar.
Á fyrri hluta þessa áratugar var allt íðorðasafn orðanefndarinnar, alls um 9000 orð á
fjórum tungumálum hvert, skrifað í gagnagrunn sem kallast Dataease. Þar seni tæknin
breytist ört og nú eru komnir nýrri, hraðvirkari og meðfærilegri gagnagrunnar var ákveðið
fyrir meira en ári að hætta að nota Dataease-grunninn og voru íðorðin flutt úr honum í
Access-gagnagrunn. Því verki var lokið haustið 1998. Talsverður tími eins nefndarmanna
fór í skrifa gagnagrunninn og annast þetta verk, en aðrir færðu inn viðbætur við safnið, lásu
yfir og leiðréttu grunninn eftir þörfum. Mikið verk er framundan við að færa u.þ.b. tvö
þúsund íðorð á fjórum tungumálum í grunninn, orð sem enn hafa ekki verið skráð.
Heildarsafn skráðra raftækniorða í tölvu orðanefndar verður þá komið nálægt 45.000
íðorðum. Sérhvert þessara verka, skráning í tölvu, yfirlestur, leiðréttingar og öll hin fjölmörgu
verkefni sem annast verður um á útgáfutíma hverrar bókar eru unnin utan nefndarfunda, launa-
laust af nefndarmönnum, eins og önnur störf þeirra.
Tveir nefndarmanna, Bergur Jónsson og Sigurður Briem, áttu 30 ára starfsafmæli í
orðanefndinni 17. febrúar 1999. Hinn 13. mars 1999 eiga Gísli Júlíusson og ívar
Þorsteinsson 25 ára starfsafmæli. Fjórir nefndarmanna til viðbótar hafa starfað 14 til 24 ár í
nefndinni. Einungis þrír nefndarmanna hafa verið fimm ár eða skemur í henni. Ætla má af
þessum tölum um ijölda starfsára manna í nefndinni að orðanefndarmenn hafi gaman af
þessu áhugamáli sínu.
Eins og undanfarna áratugi nutu orðanefndarmenn velvildar og gestrisni Orkustofnunar,
Orkumálastjóra og starfsmanna. Fyrir það eru nefndarmenn afar þakklátir. Einnig er ljúft að
þakka Eddu Sturlaugsdóttur hjá Orkuveitu Reykjavíkur en hún boðar menn til funda.
I nefndinni eru rafmagnsverkfræðingarnir Bergur Jónsson formaður, Gísli Júlíusson,
Ivar Þorsteinsson, Jón Þóroddur Jónsson, Kristján Bjartmarsson, Sigurður Briem, Sæmundur
Oskarsson, Valgerður Skúladóttir og Þorvarður Jónsson og rafmagnstæknifræðingarnir
Guðmundur Guðmundsson og Hreinn Jónasson. Auk þess starfar Baldur Sigurðsson lektor
með nefndinni sem sérfræðingur og ráðgjafi um íslenskt mál.
Orðanefnd RVFÍ
Bergur Jónsson formaður