Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 133
Tækniannáll 1998/99 131
1997 og 1998 og er breytingin svipuð þegar álagðir skattar eru teknir með. Samanburður við
launavísitöluna, sem mælir dagvinnulaun launþega annarra en sjómanna, bendir til að
vinnumagn hafi aukist verulega. Þar kemur bæði til íjölgun starfa og lengri vinnutími.
Skuldir og vextir: Flestar stærðir peningamála sýndu umtalsverðan vöxt á árinu 1998.
Nefna má að innlán jukust um 15,3%. Framboð lánsljár hefur verið mjög mikið. Aætlun um
skuldir heimilanna í lok árs 1998 sýnir að þær hafi verið ríflega 440 milljarðar króna og
samkvæmt því er aukning þeirra frá sama tíma árið áður um 50 milljarðar króna eða rúm-
lega 13%. Vegna mikillar hækkunar ráðstöfunartekna lækkaði hlutfall skulda af ráðstöfunar-
tekjum nokkuð milli áranna 1997 og 1998. Þetta hlutfall er engu að síður mjög hátt bæði í
sögulegu ljósi og eins í samanburði við önnur lönd. Gróf áætlun um peningalegar eignir
heimilanna bendir til að skuldir hafi ekki hækkað í sama takti og eignirnar og hlutfall skulda
af eignum hafi lækkað frá 1995. Ekki eru til óyggjandi tölur um vaxtatekjur og vaxtagjöld
heimilanna á síðasta ári. Lausleg áætlun bendir til að raunvaxtagreiðslur hafi numið rúmum
20 milljörðum króna.
Skattar: Tekjuskattskerfi okkar er stighækkandi þannig að skattbyrði eykst þegar tekjur
hækka. Gera má ráð iýrir að skattar manns með meðaltekjur, um 130 þúsund krónur á
mánuði, hækki um rúmlega 18,5% þegartekjur hans hækka um 10%. Skattbyrði hans þyngist
fyrir vikið um 1,6 prósentustig, fer úr 21,05% í 22,68%. Að því gefnu að tekjur séu yfir
skattleysismörkum þá eru þessi áhrif þeim mun þyngri sem tekjurnar eru lægri. Þannig má
benda á að skattbyrði manns með 200 þúsund króna mánaðartekjur þyngist um rúmlega 1%,
úr 27,34% í 28,40%, þegar tekjur hans aukast um 10%.
Skatthlutfall í staðgreiðslu var lækkað í upphafi árs 1998 úr 40,88% í 39,02%, eða um
1,86 prósentustig. Á móti var persónuafsláttur lækkaður úr 23.901 krónum á mánuði í
23.360 krónur. Fyrir vikið hækkuðu skattleysismörk úr sem svarar 58.466 króna tekjum á
mánuði í 59.867 krónur. Nokkur þynging skattbyrðinnar átti sér stað milli áranna 1997 og
1998. Stafar það fyrst og fremst af aukningu kaupmáttar sem jafnan skilar aukinni skattbyrði
í tekjuskattskerfi okkar. Til viðbótar hækkuðu eignarskattar umtalsvert milli ára. Skattbyrðin
gæti hafa aukist um ‘A% á árinu 1998.
Ráöstöfunartekjur: Að öllu samanlögðu er nú reiknað með að kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna á mann hafi aukist um 9% á síðasta ári. Fara þarf aftur til „skattlausa ársins" 1987 til
að finna dæmi um jafnmikla aukningu á einu ári.
Einkaneysla
Mikil aukning ráðstöfunartekna á liðnu ári leiddi til hraðrar aukningar einkaneyslu. Þannig
sýna tölur um veltu fyrstu tíu mánuði ársins 10% magnaukningu í atvinnugreinum sem
tengjast einkaneyslu svo sem verslun, þjónustu og samgöngum. I öðru lagi má nefna
stóraukinn innflutning á neysluvörum árið 1998, sem í heild nam rúmlega 17%.
Ferðalög landsmanna jukust mjög á árinu. Samkvæmt greiðslujafnaðartölum jukust
ferðaútgjöld íslendinga árið 1998 um 21% að magni frá fyrra ári.
Veruleg aukning var á kreditkortanotkun heimila. Heildarveltan jókst um 13% á föstu
verði árið 1998, þar af 12% innanlands.
Að öllu samanlögðu er nú áætlað að einkaneyslan hafi aukist um 11% milli áranna 1997
og 1998.