Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 230
228 Árbók VFÍ/TFÍ 1998/99
Gassöfnun í Álfsnesi
Fyrsti áfangi gassöfnunarkerfis á urðunarstaðnum í Alfsnesi var
tekinn í notkun 6. desember 1996 þegar umhverfisráðherra,
Guðmundur Bjarnason, ræsti veituna. Þessi áfangi nær til
þriðjungs þess svæðis sem þegar hefur verið urðað í. Sett var upp
ein ventlakista, dæiustöð og brennari. Unnið var í samvinnu við
VBB í Svíþjóð. Framkvæmdir ársins kostuðu rúmar 11 milljónir króna en hluti búnaðarins
nýtist í þá áfanga sem eftir er að virkja. Lagðir voru um 7 km af plaströrum frá 60
vinnsluholum, tengt um ventlakistu við sogdælu og brennara. Haustið 1998 var lokið við
lagnir á öllu svæðinu og tengingar inn á kerfið og eru ventlakisturnar orðnar þrjár, tengdir
gasbrunnar um 140 en veitan fullnýtt getur sogið úr um 180 brunnum.
Aætlað magn CH4 til ráðstöfúnar er um 400 m3/klst. Það fer vaxandi árlega þar til
hámarki verður náð 2012 og hefur þá þrefaldast.
Með gassöfnun Sorpu er í íýrsta sinn hérlendis gert átak til söfnunar og eyðingar á gasi
frá urðunarstöðum. Um 50% þess gass sem stígur upp frá urðunarstöðum er metangas, CH4,
en neikvæð gróðurhúsaáhrif sem af því stafar eru talin vera 25 sinnum meiri en af völdum
koldíoxíðs, COt Með þessu lagði Sorpa sitt lóð á vogarskálarnar til að draga úr neikvæðum
gróðurhúsaáhrifum sem verða óhjákvæmilega til vegna búsetu fólks. Annar ávinningur
vegna þessa kerfis er sá að það mun draga verulega úr lyktarmengun og í þriðja lagi er gasið
nýtanlegt sem orkugjafi.
I lok ársins 1999 verður komin í gagnið fullkomin gasvinnslustöð þar sem gasinu er
safnað, það hreinsað og þjappað. Gasið á að nýta sem orkugjafa á bíla og til rafmagnsfram-
leiðslu en áætlað er að hægt verði að framleiða 700-1000 Kw af rafmagni á ári, til viðbótar
við notkunina á bíla. Sorpa verður komin með tólf þjónustubíla sem ganga fyrir metangasi,
„bi-fuel“ eða tvíorku-bíla í lok ársins. Metan hf. var stofnað í ágúst 1999 en það eru Aflvaki
og Sorpa sem standa að því félagi. Tilgangur félagsins er hreinsun, dreifing og sala á metan-
gasi, að framleiðsla orku úr metangasi, þróun á umhverfisvænum orkugjöfum og önnur
skyld starfsemi.
Dagar sorphirðu og endurvinnslu
Dagana 26. til 28. júní voru haldnir Umhverfisdagar 1998, á starfssvæði Sorpu í Gufunesi.
Móttöku- og flokkunarstöðin, efnamóttakan og útisvæðin þar í kring voru lögð undir
sýninguna, alls 7.000 m2. Þar var kynnt starfsemi lyrirtækja sem starfa á sviði sorphirðu og
endurvinnslu. Ahugi á sýningunni var mjög mikill meðal fýrirtækjanna og alls tóku yfir 40
fýrirtæki og stofnanir sem tengjast atvinnugreininni þátt í sýningunni og kynntu starf sitt,
auk Sorpu. Sýningardeildir voru alls 55.
A haustdögum 1995 var slík sýning haldin fýrsta sinni og þótti þeim sem að þeirri kynn-
ingu stóðu mál til komið að endurtaka leikinn.
Sýningin tókst mjög vel og var vel að öllu staðið. Um 6.000 manns heimsóttu sýninguna
og var það frekar í lægri kantinum að mati aðstandenda sýningarinnar. Þeir gestir sem komu
voru þó flestir sammála um að sýningin hefði verið athyglisverð og upplýsandi og mjög
þarft framtak.