Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Side 354
352 Árbók VFÍ/TFÍ 1998/99
Inngangur
Á Islandi hefur magn nýbygginga dregist talsvert saman undanfarinn áratug og meðalaldur
bygginga í landinu hækkar því ört. Viðhald húsa er því hratt vaxandi iðnaðargrein og því
áhugavert að afla upplýsinga um hvaða umfang þeSsi markaður muni hafa í náinni framtíð
og í hverju viðhaldsverk munu einkum felast. Til þess að gera slíka áætlun er nauðsynlegt
að framkvæma ástandsmat á þeim húsum sem þegar eru í landinu, öðruvísi verður ýmsum
spumingum ekki svarað er þetta varða. Auk upplýsinga um viðhaldsþörf er áhugavert að
kanna hvaða upplýsingar fást um endingu efna og þá jafnframt hvernig hrömun efna verður.
Söfnun upplýsinga með ástandskönnun húsa, sem eru í notkun, er mikilsverð leið til að
afla upplýsinga um hús. Um mikilvægi þessa og aðferðafræði hefur verið íjallað þó nokkuð
(Brandt 1984, Masters og Brandt 1987, Sjöström og Brandt (eds) 1990, Brandt og Sjöström
1993). Augljóst er að ástand húsa á hverjum tíma endurspeglar upphafsgæði, aldur húsanna,
áraun á þau og þá viðhaldsvinnu sem þegar hefur farið fram. Ur niðurstöðum má greina áhrif
nýjustu viðhaldsaðgerðanna en miklu síður þeirra eldri þar sem þá fara að renna saman áhrif
margra aðgerða, þ.e. áhrifm skarast. Til þess að leggja mat á viðhaldsþörf og framtíðar-
ástand bygginga þarf því að afla upplýsinga um fyrra viðhald hjá húseigendum. I þessu sam-
bandi ber að nefna að á Islandi er löng hefð fyrir því að húseigandi taki sjálfur þátt í bygg-
ingu eigin húss og hann tekur drjúgan þátt í viðhaldi hússins síðar. Þessi staðreynd getur haft
mikil áhrif, bæði heppileg og óheppileg, á upphafsgæði húss ekki síður en gæði
viðhaldsverkanna síðar meir.
Framkvæmd könnunar
Úrtak húsa
Athugun á ástandi bygginga var afmarkað við Reykjavík til að takmarka umfang könnunar-
innar, en í borginni búa rétt rúmlega 100.000 íbúar, af alls rúmlega 270.000 íbúum landsins.
I Reykjavík eru alls um 26.000 byggingar af ýmsum gerðum, þar á meðal stór hluti af stjórn-
sýslu- og þjónustubyggingum landsmanna. Aldursskipting húsa í borginni er mjög skökk,
þar sem aðalbyggingartímabilið hefur verið undanfarin 30 ár vegna hinnar öru fjölgunar á
svæðinu og almennt aukinnar þjónustu.
Til þess að afla upplýsinga um ástand þessara bygginga í skoðun var valið slembiúrtak
sem endurspeglar heildarmengið. Við val á úrtaki þarf að gæta þess að það verði ekki of stórt
þar sem þá verður kostnaður óhóflegur, en jafnframt þarf úrtakið að vera nægjanlega stórt
til að tryggja að út frá niðurstöðum rannsóknarinnar megi áætla ástand heildarinnar. Fljótt á
litið virðist sem nauðsynlegur íjöldi bygginga í skoðun þurfi að vera allmikill, eða gjarnan
af stærðinni 1000-2000 eintök, líkt og gerist þegar almenn skoðanakönnun er framkvæmd
meðal íbúa. Við nánari skoðun má þó rökstyðja mun minna úrtak.
Ástand byggingar fer augljóslega eftir upphafsástandi, aldri, áraun á notkunartíma og
viðhaldi á notkunartíma.