Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Blaðsíða 98
96 Árbók VFÍ/TFÍ 1998/99
síðasta ári vegna áhrifa frá slæmri stöðu efnahagsmála í Austur-Asíu og Brasilíu.
Efnahagsástandið var þó mjög gott í Bandaríkjunum og vel viðunandi í Evrópu, þannig að
kreppan í Asíu átti ekki að hafa svo mikil áhrif á þá markaði.
Hinn 1. október kom svo stóra dýfan. Komið hafði í ljós að stærsti banki Evrópu, UBS
í Sviss, hafði íjárfest hjá baktryggingarfyrirtæki (Hedge Funds) sem nefnist „Long-Term
Capital Management“ og tapað 950 milljónum SFr. (700 millj. USD). Stjómarformaðurinn
hafði sagt af sér og þrír háttsettir starfsmenn bankans höfðu hætt störfum vegna málsins.
Seðlabanki Bandaríkjanna hafði haft milligöngu um að sextán verðbréfafyrirtæki björguðu
LTCM frá gjaldþroti. Sögur fóru strax af stað að sama staða væri hjá fleiri bönkum en UBS
og hlutabréfaverð féll og féll um 13% á einni viku. Ljóst var að kreppan var fyrst og fremst
í fjármálaheiminum, þ.e. bankakerfínu og fjármálafyrirtækjum, því að það vantaði traust
(confidence). Þegar þetta varð ljóst og spennan á markaðinum minnkaði tók hlutabréfaverð
að hækka aftur og hækkaði um 20-30% í október, nóvember og desember. Allt fallið í ágúst
og september hafði skilað sér til baka og vel það.
I fjárvörslu hjá Morgan Stanley voru í árslok 1998 tæplega 2.814 milljónir króna eða um
36,1 milljón USD j hlutabréfum og4,4 milljónir USD í Convertibles-skuldabréfum. Avöxtun
þessara fjármuna gekk mjög vel á árinu 1998 eins og áður hefur verið nefnt.
Við sendum Morgan Stanley-mönnum kærar kveðjur og þakkir fyrir sérdeilis góðan
árangur á síðasta ári, en árangur í okkar hlutabréfasafni var 10 prósentustigum fyrir ofan
MSICAP-hlutabréfavísitöluna og rúmum 4 prósentustigum fyrir ofan S&P500-hlutabréfa-
vísitöluna. Arangurinn í Convertibles-skuldabréfunum var ekki síðri eða 19 prósentustigum
fyrir ofan JPMGOV-skuldabréfavísitöluna.
Hjá Gartmore Capital Management í London er lífeyrissjóðurinn nú með rúmar 1,2
milljónir USD í hlutabréfasjóði. Þar gekk ávöxtun ekki eins vel og hjá Morgan Stanley, en
var þó viðunandi.
Það sem af er þessu ári hefur hin erlenda fjárfesting komið vel út. Hlutabréfasafnið hjá
Morgan Stanley hefur hækkað um 17% í dollurum frá áramótum til síðustu mánaðamóta.
Avöxtun hjá Gartmore frá sl. áramótum hefur verið heldur lakari eða tæp 8% í dollurum.
Convertibles-skuldabréfin hafa gengið heldur slaklega frá áramótum eða -5% í dollurum.
Auk þessa er nú um stundir 7% gengishagnaður á dollar frá áramótum.
Sjóðsstjóri yfír sjóði lífeyrissjóðsins hjá Morgan Stanley er Sigurður Arngrímsson, en
samstarfsmaður Sigurðar er ungur Svíi, Fredrik Plyhr. Að auki starfa í deild Sigurðar átta
manns, sem stýra sjóðum nokkurra aðila.
Fjárfestingarstefna okkar hlutabréfasafns er samkv. samningi flokkuð í næsthæsta flokk
af sex, hvað varðar öryggi, undir lýsingunni: „Long term growth/ income secondary“, sem
oftast er valin af langtímafjárfestum sbr. lífeyrissjóði.
Tryggingafræðileg úttekt
Tiyggingafræðingur lífeyrissjóðsins, Bjarni Guðmundsson, hefur nú gert tryggingafræðilega
úttekt á sjóðnum pr. 31. des. 1998. Út úr þeirri athugun hefur komið að verulegur trygg-
ingafræðilegur hagnaður hefur orðið á rekstri sjóðsins á árinu 1998 og nemur sá hagnaður
342,5 milljónum króna. Upp hafa verið teknar nýjar töflur um dánarlíkur, sem byggja á
reynslu áranna 1991-1995 í stað áranna 1976-1980. Þetta veldur hærri skuldbindingu nú,
sem er hátt í 200 milljónir króna. Hagnaður er til kominn vegna þess að raunávöxtun var