Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Blaðsíða 242
240 Árbók VFÍ/TFÍ 1998/99
Tilurð Hitaveitu Suðurnesja
Aðdragandinn
A sjötta áratug tuttugustu aldarinnar var þegar farið að ræða opinberlega um þá möguleika,
sem jarðhitinn gæfi Suðurnesjamönnum og nauðsyn þess að byggðarlögin sameinuðust um
virkjun hans. Má geta þess að árið 1953 voru veittar á ljárhagsáætlun Keflavíkurbæjar
20.000 krónur til „Rannsóknar á möguleikum til hitaveitu“. Arin 1954 til 1956 nam síðan
árlegt framlag til „Hitaveiturannsókna“, samkvæmt ijárhagsáætlun, 30.000 krónum, en
1957 var það lækkað í 15.000 krónur. A bæjarstjórnarfundi í Keflavík 26. maí 1959 var
kosin nefnd til að rannsaka möguleika á hitaveitu í Keflavík. Hélt hún fyrsta fund sinn
skömmu síðar eða 8. júní. Síðar á árinu var einnig kjörin hitaveitunefnd í Njarðvík. Saman
héldu nefndirnar fund með Gunnari Böðvarssyni, forstöðumanni Jarðborana ríkisins, og
Þorbirni Karlssyni, verkfræðingi, sem Hitaveitunefnd Keflavíkur hafði áður ráðið til starfa.
Talið var, að ekki þýddi að bora í nágrenni byggðarlaganna, og voru heppilegustu virkjunar-
svæðin talin á Reykjanesi eða við Seltjörn, sem var í eigu Njarðvíkinga. Þorbjörn Karlsson
lauk störfúm sínum í apríl 1960 og skilaði ítarlegri 40 blaðsíðna skýrslu, „HITAVEITA FRA
REYKJANESI fyrir Keflavík, Ytri Njarðvík, Innri Njarðvík, Keflavíkurflugvöll.
Frumathuganir og álitsgerð um kostnað", auk 13 teikninga. Varnarliðið lét síðan, á árinu
1963, gera athugun á hitaveitu fyrir flugvallarsvæðið. Allt frá árinu 1956 birtust öðru hverju
greinar um virkjun jarðvarma og hitaveitumál Suðurnesja í blöðum á Reykjanesskaga, svo
sem Faxa, Reykjanesi og Vogum, en segja má, að framkvæmdir hafi að hluta til strandað á
lágu olíuverði, sem talið var að hitaveita gæti ekki keppti við. Er olíuverð fór síðan sífellt
hækkandi, breyttust forsendur og virkjun jarðvarma fór að verða fysilegur kostur.
Grindvíkingar höfðu lengi haft brennandi áhuga á hitaveitu, enda jarðvarmi nálægur.
Fyrstu tilraunaboranir þeirra voru gerðar á Selhálsi þegar á árunum 1944^45, með heldur
frumstæðum tækjum, enda árangurinn eftir því.
Segja má að Hitaveita Suðurnesja hafi verið komin í burðarliðinn er hreppsnefnd
Grindavíkur samþykkti á árinu 1969 að verja einni milljón króna til reynsluborunar eftir
heitu vatni skammt vestan þjóðvegarins á móts við Svartsengi, en þar hafði lengi verið vitað
um jarðhita, svo sem eftirfarandi þjóðsaga sýnir:
„Skammt ofan við byggðina í Grindavík er jjall, sem heitir Þorbjarnarfell, oftast nefnt
Þorbjörn. I toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá. Er svo sagt, að þar hafi einu sinni
hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga.
Eigi sáu byggðamenn fœri á að vinna þá, fyrr en bóndason frá Hópi tókst á hendur að
svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varó
þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum, norðan
undir fjallinu.
Einn gœtti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo
kom, að þeir trúðu bóndasyni Jyrir að geyma föt sín. Þá snéri hann um annarri skyrtu-
erminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til
bœja. Það fór, eins og hann œtlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki
fóru þeir í nema nœrklœðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sár-
fœttir í grjótinu.