Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Blaðsíða 284
282 Árbók VFÍ/TFÍ 1998/99
skrifstofum og heimilum. Siemens hefur lengi þróað og framleitt almennt raflagnaefni fyrir
byggingar. Hver þekkir t.d. ekki rofa- og tenglaefnið (DELTA-efnið) sem og lekastraums-
rofana og sjálfvörin frá Siemens? Umferðarstjórnbúnaður frá Siemens er líka víðkunnur
fyrir áreiðanleika og öryggi. A sjálfvirknisviðinu er Siemens forystufyrirtæki, sérstaklega í
framleiðsluiðnaði af öllum gerðum og stærðum, og hefur svo verið um langan aldur. Fyrsta
SIMATIC-iðntölvan leit dagsins ljós árið 1959. Síðan þá hefur Siemens þróað margar gerðir
iðntölva en alltaf hefur þetta vörumerki haldið stöðu sinni sem vinsælasta og mest selda iðn-
tölvan á markaðnum. En sjálívirknideild Siemens er ekki aðeins iðntölvur. Sama deild hefur
á boðstólum heildarlausnir fyrir verksmiðjuna. Margs konar sjálfstæðir stillar, mælar, skynj-
arar, merkjaumbreytar, tíðnibreytar, rafliðar, rofar o.þ.h. eru hluti af heildstæðu vörufram-
boði þessarar deildar. Siemens hefur ekki aðeins þróað sjálfvirknilausnir sínar fyrir
iðnaðinn. Önnur deild þessa fagsviðs sérhæfir sig í sjálfvirkni í byggingum, þ.m.t. stýringum
á loftræsingu, hita og lýsingu. „Instabus" og önnur hússtjórnkerfi frá Siemens hafa hlotið lof
og viðurkenningu um víða veröld. Enn önnur deild innan þessa fagsviðs sérhæfir sig í vöru-
og birgðastýringu og býður upp á margs konar lausnir innan þessarar mikilvægu hliðar-
greinar framleiðsluiðnaðar.
Upplýsinga- og fjarskiptasvið
Þetta fagsvið einbeitir sér að heildarlausnum á tölvu- og fjarskiptasviði sem nú er að renna
saman í eitt eins og alkunna er. Siemens býður upp á stór og smá símkerfi, hvort heldur er
fyrir heimili, skrifstofur, stofnanir eða símafélög. Fyrirtækið hefur einnig á boðstólum stórar
og smáar tölvulausnir fyrir banka, tiyggingafélög og stofnanir svo að eitthvað sé nefnt.
Siemens hefur og sterka stöðu á einmenningstölvumarkaðnum í Evrópu og hyggur á enn
frekari sókn á því sviði í náinni framtíð. Hefðbundin símtæki, og nú hin síðari ár þráðlaus
símtæki og GSM-farsímar, eru hluti af framleiðsluvörum fyrirtækisins. Þessi búnaður er
annálaður fyrir gæði, fallegt útlit og hagstætt verð. Þetta er það svið Siemens, ásamt
iðnaðarsviðinu, sem nú um stundir er í hvað örustum vexti og endurspeglar sú staðreynd
kannski best stöðu Siemens sem forystufyrirtækis á sviði tækni og vísinda.
Samgöngusvið
Enn sem komið er hefur þetta fagsvið Siemens snert okkur íslendinga hvað minnst en hver
veit nema að það eigi eftir að breytast á nýrri öld? Innan þessa sviðs á sér nefnilega stað
þróun og framleiðsla rafmagns- og dísilknúinna lesta af margvíslegum toga, allt frá háhraða
farartækjum, sem bera fólk milli staða á örskotsstundu, til smálesta sem auðvelda mönnum
lífið í miðborgum stórborga. Hluti af starfsemi þessa sviðs er helgaður nýjungum sem auka
öryggi og orkusparnað farartækja. Það er sennilega ekki öllum kunnugt að Siemens hleypti
af stokkunum framleiðslu á rafmagnsbílum svo snemma sem árið 1898!
Lækningatækjasvið
Allt frá árinu 1877 hefur Siemens þróað og framleitt tæki og búnað til greiningar og
meðhöndlunar hinna margvíslegu sjúkdóma er hrjá okkur mennina. Um langan aldur hafa