Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Blaðsíða 335
Ritrýndar greinar 333
Hreinsuninni íylgir töluverð losun á SO? eða meira en 5 þúsund tonn. Hægt er að draga
verulega úr þessari losun með vothreinsibúnaði. Þannig er olíuhreinsunarstöð Esso í
Oslóarfirði (Slagentangen) aðeins heimilt að losa 1000 tonn af S02 (Línuhönnun hf. & TÚV
Rheinland GmbH (1997)). Hugmyndir um að hreinsa algerlega upp brennisteinstvíoxíð hafa
verið settar fram og prófaðar (Kærvik, Atle (1994)).
Af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda nemur hlutdeild rokgjarnra lofttegunda án
metans (NMVOC) rúmlega 3 þúsund tonnum á ári, sem er töluvert há tala. Hún er þó mjög
háð hönnun, gerð og búnaði stöðvarinnar. Samkvæmt leiðbeiningum IPCC hér að ofan eru
áætlaðar tölur (NMVOC) á bilinu 0,085 kg/m3 til 10 kg/m3 fyrir rússneskar stöðvar, en í
skýrslunni er lagt til að nota töluna 0,53 sem viðmiðunargildi fyrir vestrænar stöðvar. I
Corinair-skýrslunni (Veldt 1991) er fullyrt að meðallosun NMVOC-loflttegunda frá 11
vestur-evrópskum olíuhreinsunarstöðvum hafi verið 0,35 kg/tonn af hráolíu, sem bendir til
þess að með góðu eftirliti og notkun tanka með flotþökum megi ná fram losunarmörkum
sem eru mun lægri en þau sem gefin eru upp í töflu 2. Til viðbótar, en í mun minna mæli,
kemur losun annarra lofttegunda (aðallega NOx, S02, H,S, CO), sem stafar af ýmiss konar
brennsluferlum svo sem vegna bruna á gasi (e. flaring), raforkuframleiðslu og í Claus-
stöðinni, þar sem hreinsun á brennisteini úr útblæstri fer fram með ildun.
Ekki er fjallað um CO-,-losun í áðurnefndum leiðbeiningum þótt slík losun sé veruleg.
Samkvæmt norskum heimildum er talið að meðallosun frá norskum olíuhreinsunarstöðvum
sé 70.000 tonn fyrir hver milljón tonn af hreinsaðri hráolíu (Línuhönnun hf. & TÚV
Rheinland GmbH (1997)). Þetta myndi svara til þess að árleg losun á koltvíoxíði frá stöðinni
yrði um 420.000 tonn, en þar við þarf síðan að bæta öðrum gróðurhúsalofttegundum.
Heildarlosun íslendinga af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmslofltið var áætluð 2.700
þúsund tonn árið 1997 (Umhverfisráðuneytið (1997)). Olíuhreinsunarstöðin mun því valda
rúmlega 20% aukningu á CO.,-losuninni, sem er varla hvetjandi í ljósi Rammasamnings
Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og Kyoto-samþykktarinnar þar sem íslendingar
fengu 10% aukningu á losun fyrir viðmiðunartímabilið (1990-2008/2012). Þetta á ef til vill
sinn þátt í því að ísland er eina OECD-landið, sem enn hefur ekki undirritað samkomulagið
(UN Framework Convention on Climate Change and the Kyoto Protocol (1999)).
Það er töluvert kapp milli vestrænna olíuhreinsunarstöðva um að bæta umhverfisímynd
sína með því að draga úr losun mengandi efna. Þannig hafa tvær finnskar olíuhreins-
unarstöðvar, sem tilheyra Fortum-samsteypunni, Porvoo og Naantali, sýnt töluverðar fram-
farir á síðustu árum eins og kemur fram í töflu 3 (birt með leyfi Neste, Fortum Corporation
(1998)), þar sem áætlaðar bestu tölur fyrir 6 milljón tonna stöð á íslandi eru einnig tilgreindar.
Tafla 3. Losunartölur fyrir Porvoo og Naantali-olíuhreinsunarstöðvarnar og afleiddar tölurfyrir
íslenska olíuhreinsunarstöð (miðað við eina milljón tonna af hráolíu ári).
Mengunarefni 1996 Porvoo 1997 1998 1996 Naantali 1997 1998 ísland Tafla 2
CO, 241 203 225 111 131 128 70
VOC 170 190 170 550 570 570 590
NOx 410 390 370 120 135 135 55
so2 530 470 390 335 435 470 220