Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Side 331
Ritrýndar greinar 329
Helstu þættir olíuhreinsunar
Hráolía inniheldur hundruð mismunandi efnasambanda, sem þarf að aðskilja og hreinsa til
að hægt sé að nýta þau. Sambönd kolefnis, súrefnis og vetnis eru ríkjandi í olíunni, en sam-
bönd sem innihalda brennistein, köfnunarefni og önnur ólífræn frumefni frnnast í minna
mæli. Dæmigerð efnagreining olíu sýnir 83-87% kolefni (C), 11-16% vetni (H), 0-7%
súrefni (O) og köfnunarefni (N), og 0-5% brennistein (S), (Radovich (1997)).
Olíuhreinsunarstöð samanstendur af mörgum mjög flóknum efnaferlum, sem breyta
hráolíunni í bensín, létta og þunga brennsluolíu (gas- og svartolíu) og hundruð annarra efna,
sem eru ómissandi í daglegri tilvist okkar (Chevron (1999)). 1 hreinsunarstöðinni er hráolían
þvegin og brotin niður í brennsluolíu, steinolíu, tjöru og fleiri efni með eimingu. Alls konar
efnabreytingar eru framkvæmdar með ýmsum aðferðum til að fá fram ákveðna eiginleika og
hreinleika, t.d. með breytingu á steinolíu í bensín o.fl. Til þessara breytinga er notað mikið
vatn eða um 160 þúsund rúmmetrar af vatni (30 1/s) og um 27 GWh af raforku iyrir hver
milljón tonn af hráolíu. Sex milljón tonna hreinsunarstöð þarf því um 160 GWh af rafmagni
á ári, sem hún gæti ffamleitt sjálf í eigin olíukyntum gufuhverflum. Því er ekki um
orkufrekan iðnað að ræða. Yfirlit yfir ferli hráolíunnar er sýnt á mynd hér á eftir.
Hvað varðar rússnesk-bandaríska olíuhreinsunarstöð á Islandi er gert ráð fyrir að helstu
afurðir hennar, bensín og gasolíur, verði markaðssettar á austurströnd Bandaríkjanna og í
minna mæli á vesturströnd Evrópu. 1 töflu 1 er sundurliðun á afurðum stöðvarinnar og
markaðssvæðum. Gert er ráð fyrir að stöðin sjái íslendingum fyrir öllu bensíni og olíum, en
íslenski markaðurinn þarfnast um 600-800 þúsund tonna af bensíni og olíum árlega.
Olíuiðnaðarinn hefurtekið miklum breytingum hin síðari ár. Nýjar hreinsunarstöðvar eru
mun hagkvæmari og reknar með meiri gæðastýringu og minni mengun en áður tíðkaðist.
Strangir alþjóðlegir gæða-, öryggis- og umhverfisstaðlar gilda og fyrirtækin leitast við að
draga úr slæmum umhverfisáhrifum eftir fremsta megni. Til dæmis er mun minna um bruna
á loftgösum (e. flaring) en áður og aðeins gripið til þessa ráðs ef eitthvað bilar í stöðinni.
Umhverfisáhrif og sú hætta sem umhverfinu er búin vegna starfsemi slíkra stöðva, eru
grundvallaratriði í þeirri hagvæmnisathugun sem þarf að framkæma áður en nokkrar
ákvarðanir um slíka fjárfestingu verða teknar. Miðað við að öllum ströngustu alþjóðlegum
reglum um starfsemi olíuhreinsunarstöðva verði fylgt er ekki um meira mengandi iðnað að
ræða en gengur og gerist (t.d. álbræðsla). Nútíma olíuhreinsunarstöðvar sem hafa verið
byggðar, t.d. í Noregi (Mongstad og Slagentangen í Oslóarfirði), eru reknar með mjög
1. Hydrocarbon deposit 2. Fieid operation 3. Transport 4. Kcfining 5. Final products
Exploration Mapping (GIS) Seisinic detection Geological surveys Drilling, recovery Well production Export terminals Shipping by tankers Shipping through inter- continental pipelines Storage Physical processes (seperation) Chemical processes (cracking, coking, alkylation, reforming) Gasoline Siesel fuels Kerosene (jet fuel) Fuel oil Bitumen Other(petro- chemicals)
Ferli hráolíu og olíuafurðir.