Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Síða 239
Kyrming fyrirtækja og stofnana 237
Segja má, að meginmarkmið stjórnenda fyrirtækisins hin síðari ár hafí verið að undirbúa
fyrirtækið sem allra best fyrir breytta tíma og breytt rekstrarumhverfi. I því sambandi hefur
verið lögð megináhersla á eftirfarandi atriði:
* Að greiða niður skuldir íyrirtækisins.
* Að byggja upp orkuveitukerfín, aðallega raforkukerfín.
* Að efla framleiðslugetu fyrirtækisins, aðallega varðandi raforku.
* Að afla fyrirtækinu aukinna jarðhitaréttinda.
* Að auka nýtingu orku á svæðinu með frumkvæði að stofnun orkufrekra fyrirtækja.
* Að vinna að samvinnu / samruna við önnur orkufyrirtæki.
* Að nýta alla nýjustu tækni og aðrar nýjungar til endurbóta og hagræðingar í rekstri.
* Að auka aðlögunarhæfni fyrirtækisins að breyttu rekstrarumhverfí.
* Að byggja upp aðstöðu innan fyrirtækisins og efla þekkingu og færni starfsmanna.
Slíkar aðgerðir eru grundvallaratriði, eigi fyrirtækið að geta verið reiðubúið að takast á
við miklar breytingar í rekstrarumhverfi sínu. Það er nauðsynlegt með hliðsjón af því hve
gífurlega ótraustur markaðurinn er á Keflavíkurflugvelli, jafnframt þeim breytingum sem
geta orðið á rekstrarumhverfi orkufyrirtækja með afnámi einkaleyfa o.s.ffv.
Hitaveita Suðurnesja hefur í gegnum tíðina smátt og smátt eignast hlut í ýmsum
fyrirtækjum á svæðinu. Aðallega er um að ræða fjárfestingu í verkefnum þar sem markmiðið
er frekari nýting á jarðhitaauðlindum svæðisins og önnur nýting orku, með einni eða tveimur
undantekningum þó. Eignarhlutur Hitaveitu Suðurnesja í öðrum félögum greinist þannig
(31.12.1998):
Nafnverð Eignarhlutur Bókfært verð
Bláa lónið hf. 123.388 44,0% 127.203
Iskem hf. 1.400 9,1% 1.476
Islenska magnesíumfélagið hf. 88.000 20,7% 91.141
Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. 13.197 10,7% 14.046
Sæbýli hf. 1.029 12,1% 11.656
Islensk nýsköpun ehf. 1.000 6,3% 1.003
Jarðhiti ehf. 500 50,0% 502
Islensk vatnsrækt ehf. 150 25,0% 151
Softa ehf. 22.500 27,8% 22.500
Jarðlind ehf. 1.200 40,0% 1.200
Eignarhlutir í hlutafélögum samtals: 270.880
Sparisjóðurinn í Keflavík, 22,6% af stofnfé: 35.945
Eignarhlutir í öðrum félögum samtals: 306.825
(Allar upphæðir eru í þúsundum króna)
Hitaveita Suðurnesja var í upphafi stofnuð sem hitaveita, í þrengsta skilningi þess orðs.
Fyrirtækið hefur í tímans rás breyst og þróast í alhliða orkufýrirtæki, sem jafnframt orku-
vinnslunni vinnur að því að að auka orkunotkun á svæðinu og efla um leið atvinnulíf o.fl.
Má segja að í því felist markaðsstarf fyrirtækisins. Fyrirtækið annast nú framleiðslu og sölu
til notenda á heitu vatni og raforku, annast ferskvatnsöflun fyrir meginþorra íbúa svæðisins,
auk þess að selja jarðgufu til iðnaðar.