Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Blaðsíða 154
152 ÁrbókVFÍ/TFÍ 1998/99
Þetta er athyglisvert því að Danir ijármagna aðeins hluta verkefnisins en bjóða síðan þátt-
töku norrænna sjóða sem Islendingar eiga aðild að.
SOGEO á Azoreyjum réð Virki til að hanna nýtingu á skiljuvatni frá Pico Vermehlo
stöðinni fyrir ostagerð. Því verki er nú að mestu lokið.
CFG í Frakklandi réð Virki einnig til þess að hanna tengingar á nýjum borholum á
Bouillante jarðhitasvæðinu á Guadeloupe í Karabíska hafínu.
Virkir hélt áfram vinnu að öflun verkefna á fjölmörgum öðrum stöðum svo sem í Kenya,
Tyrklandi, Rússlandi og víðar. I þessu skyni voru unnin nokkur tilboð án þess að það skilaði
beinum árangri.
Jarðhitaskóli Háskóla Samcinuðu þjóðanna
Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSþ) var settur í tuttugasta sinn 27. apríl 1998.
Nemendur voru sextán og komu ffá EI Salvador (2), Eþíópíu (2), Iran (1), Kenýa (2), Kína
(3), Pakistan (1), Póllandi (1), Rúmeníu (1), Túnis (1) og Tyrklandi (2). Meðal nemenda
voru íjórar konur (frá E1 Salvador, Kína, Rúmeníu og Tyrklandi). Flestir nemenda voru í
efnafræði (4) og forðafræði (4), en aðrir í umhverfisfræði (3), verkfræði (3), borverkfræði
(1) og borholujarðfræði (1). Þessir sfyrkþegar voru kostaðir af HSþ og íslenskum stjórn-
völdum. Að auki var einn nemandi frá Costa Rica hér í fjóra mánuði í efnafræði og annar
frá Grikklandi í tvær vikur, báðir á vegum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar.
Kennslan árið 1998 var einkum í höndum sérfræðinga Rannsóknasviðs Orkustofnunar,
en einnig komu þar að sérfræðingar frá Háskóla íslands, hollustuvernd ríkisins,
Landgræðslu ríkisins, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Veðurstofu íslands, Vinnueftirliti
ríkisins, verkfræðistofum og hitaveitum. Óvenju margar stofnanir komu að kennslunni á
þessu ári vegna nýrrar námsbrautar í umhverfisfræðum.
Árlegur gestafyrirlesari var Agnes Reyes, jarðfræðingur frá Filipseyjum, en hún starfar
nú hjá Jarðfræðistofnun Nýja Sjálands. Agnes var fyrsti nemandi Jarðhitaskólans við opnun
hans 1979. Hún er meðal fremstu vísindamanna heims í rannsóknum á ummyndun bergs í
háhitasvæðum og hefúr náð miklum árangri við rannsóknir á háhitasvæðum Filippseyja.
Af öðrum verkefnum Jarðhitaskólans á árinu 1998 má nefna að skólinn stóð fyrir
ráðstefnu í Reykjavík 15.-17. nóvember á vegum Tækniáætlunar Evrópusambandsins. Efni
ráðstefnunnar var tækniþekking íslendinga í jarðhitanýtingu, einkum til húshitunar. Erlendir
þátttakendur voru 26 og komu víðs vegar að. Fjölmargir Islendingar tóku einnig þátt í
ráðstefnunni.
Jarðhitaskólinn er rekinn samkvæmt samningi milli Háskóla Sameinuðu þjóðanna í
Tókýó og Orkustofnunar f.h. íslenska ríkisins. Fjárframlög til jarðhitaskólans árið 1988
komu frá íslenska ríkinu (81%), Háskóla Sameinuðu þjóðanna (15) og Alþjóða
kjamorkumálastofnuninni (4%). Aðalstöðvar Háskóla Sameinuðu þjóðanna eru í Tókýó í
Japan. Mestöll kennsla og rannsóknir á vegum skólans fer fram í tengdastofnunum og
undirstofnunum víða um heim. Jarðhitaskólinn sér um öll mál sem snerta jarðhita á vegum
HSþ og Orkustofnun hefur fram til þessa verið eina tengdastofnun hans á Islandi. I ágúst
1998 tók til starfa Sjávarútvegsskóli HSþ á Islandi með svipuðu fyrirkomulagi og
Jarðhitaskólinn og er hann til húsa hjá Hafrannsóknastofnun.