Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Side 96
94 Árbók VFÍ/TFÍ 1998/99
Rekstrarkostnaður hækkar á milli ára um 2,8 milljónir króna, úr 14,9 milljónum króna í
17,7 milljónir króna eða um 19,1%.
Rekstrargjöld að frádregnum rekstrartekjum eru nú 2,86% af iðgjöldum og 0,26% af
meðaleign sjóðsins og hafa þau hlutföll aðeins lækkað frá fyrra ári.
Laun og Iaunatengd gjöld hækkuðu um 900 þúsund krónur eða um 5,7% og annar kostn-
aður hækkaði um 3.993 þúsund krónur eða 40,6%. Þar af hækkaði kostnaður við forrit og
tölvuþjónustu um 2.365 þúsund krónur, sími og burðargjöld um 358 þúsund krónur, og
aðkeypt sérfræðiþjónusta um 1.803 þúsund krónur. Unnið var að umskrift forrita úr DOS
yfir í Windows-umhverfi og skráningarlýsingu þeirra. Reynt er að gæta aðhalds í kostn-
aðarútgjöldum svo sem kostur er.
Fjárfestingastefna
Fjárfestingastefna sjóðsins á síðasta ári var framhald á stefnu ársins 1997. Til sjóðfélaga
voru lánaðar 254 milljónir króna, sem er 22% hærri ljárhæð en árið 1997. Samt sem áður
lækkar hlutfall sjóðfélagalána í heildareign sjóðsins úr 34,8% í 30,9% af heildareign. A þremur
árum, 1995-1998, hefur þetta hlutfall lækkað úr 40,9% í 30,9% eða um 10 prósentustig.
Innlend skuldabréfakaup markaðsbréfa drógust verulega saman vegna lágrar ávöxtunar
en keypt voru bréf fyrir 40 milljónir króna. Haldið var áfram að byggja upp hlutabréfaeign
í innlendum hlutabréfum, nú aðallega í bönkum og iðnaðarfyrirtækjum, sem skráð eru á
verðbréfaþingi, til að dreifa áhættu safnsins. Keypt voru innlend hlutabréf fyrir 176 milljónir
króna en seld bréf fyrir 31 milljón króna.
Megináhersla hefur verið á kaup erlendra verðbréfa bæði til aukningar ávöxtunar og
dreifmgar áhættu. A árinu var ljárfest fyrir 737 milljónir króna erlendis í hlutabréfum
fyrirtækja.
Eign sjóðsins er varðveitt með eftirfarandi hætti:
1998 1997 1996
6,1% (11,2%) (16,5%) í verðtryggðum lánum fjárfestingalánasjóða
30,9% (34,8%) (37,0%) í verðtryggðum lánum til sjóðfélaga
0,0% ( 0,3%) (0,3%) í gengis- og verðtryggðum lánum ríkissjóðs
39,5% (26,6%) (15,1%) í erlendum verðbréfum
5,4% (7,6%) (10,3%) í verðtryggðum lánum bæjar- og sveitarfélaga
0,0% ( 0,0%) ( 1,9%) í innlendum verðbréfasjóðum
1,3% ( 0,9%) ( U%) í verðtryggðum lánum banka og sparisjóða
2,4% (4,1%) (4,8%) í öðrum verðtryggðum lánum
0,5% ( 0,6%) ( 0,7%) í Verkfræðingahúsi
0,7% (0,8%) (2,6%) í skammtímakröfum
9,8% (10,0%) ( 7,4%) í innlendum hlutabréfum
0,0% ( 0,0%) (0,1%) í öðrum eignum
3,4% (3,1%) (2,2%) í lausafé
100,0%
Allnokkur breyting er á samsetningu verðbréfaeignar sjóðsins þar sem hlutfall sjóðfélagalána
lækkar frá ári til árs, nú um 3,9% eignar. Hlutfall erlendra verðbréfa af heildareign hækkar