Verktækni - 15.08.1991, Page 3

Verktækni - 15.08.1991, Page 3
VerkTækni Tímarit Verkfræðingafélag Islands og Tæknifræðingafélags Islands. 8. árg. 2. tbl. 1991 Útgefandi: Fróði hf. Ármúla 18, sími 82300 Ritstjórar: Fróði hf.: Styrmir Guðlaugsson Verkfræðingafélag íslands: Stefán lngólfsson Tæknifræðingafélag íslands: Guðmundur Hjálmarsson Auglýsingastjóri: Ragnar Petersen Prentvinnsla: G. Ben. prentstofa hf. Bréf frá ritstjórum Þetta tölublað VERKTÆKNI er helgað orku og orkunotkun. Víða er drepið niður fæti en við ætlum okkur ekki þá dul að veita yfirlit yfir orkumálin. Undanfarin ár hefur verið tíska að segja að við lifum á upplýsingaöld. Þegar menn hugleiða hins vegar hvað það er sem setur sterkastan svip á samtímann kemur fljótlega í ljós að orkan er einn allramikilvægasti þátt- urinn í þjóðfélagi nútímans. I vestrænum iðnaðarsamfélögum er notuð óhemjumikil orka og án hennar væri ekki grundvöllur fyrir því þjóðfélagi sem við höfum mótað og þeim lífsstíl sem við höfum tileinkað okkur. Orkan er líklega enn mikilvægari fyrir okkur Islendinga en flestar aðrar þjóðir og sú velmegun sem við búum við væri óhugsandi án mikillar orkunotkunar. Hinar miklu náttúruauðlindir, sem felast í orku fallvatn- anna og jarðvarmans, eru samt sem áður að mestu leyti ónýttar og í þeim felst því fjársjóður þjóðarinnar. Sókn okkar til bættra lífskjara hefur í raun byggst á orku allt frá því að kyrrstaða íslenska bændasamfélagsins var rofin á síðustu öld og farið var að nýta hin gjöfulu fiskimið umhverfis landið. Með beislun vindorkunnar með seglum, þegar skútuöldin gekk í garð, hófst orkunotkun í íslenskum sjávarútvegi, ef undan er skilið vöðvaaflið. Vélbátarnir og fyrstu togararn- ir gegnu fyrir gufuafli og síðan hefur fiskiskipafiotinn gengið fyrir olíu. En nú eru taldir góðir möguleikar á því að hægt verði að vetnisvæða flotann innan nokkurra áratuga. Það helst í hendur við hugmyndir um stórfellda framleiðslu vetnis hér á landi með rafgreiningu. Flestar hugmyndir sem á lofti hafa verið um að skjóta styrkari stoðum undir íslenskt efnahagslíf byggjast á nýtingu orkuauðlindanna. Samning- ar um álver á Keilisnesi eru í undirbúningi, talað er um útflutning á raforku um sæstreng og áður er minnst á vetnisframleiðslu. Öll stóriðja, sem byggir á nýtingu orkuauðlindanna, er í sjálfu sér útflutningur á orku. En hugvit er líka útflutningsvara. Menn þekkja orðið vel hversu mikla raforku er hægt að framleiða á hagkvæman hátt hér á landi með virkjun fallvatnanna og hafa sýnt mikið hugvit við nýtingu jarðvarmans. Þekking á því sviði er eftirsótt af þjóðum sem eru að stíga fyrstu skrefin í nýtingu jarðvarma. Möguleikarnir eru því miklir á útflutn- ingi á þekkingu og hugviti. Það er því ekki fyrirsjánlegt að orkuöldin á Islandi sé að víkja fyrir upplýsingaöldinni. Raunar er blómaskeiðið ekki runnið upp enn. Efnisyfirlit: Ekki gefinn markaður 4 Stórátak í nýtingu orkulindanna ...26 Er olía við ísland 8 Frá sauðataði til Sultartanga ...32 Samstarf íslendinga og Norðmanna 11 Náttúran látin greiða hæsta tollinn ...36 Vetni 12 Orkuspamaður ...40 Nýting orkulinda 16 Olíuinnflutningur ...41 Möguleikarnir óþrjótandi 17 Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna . . . ...42 Litið til Austur-Evrópu 18 Orkunotkun á íslandi ...45 Rafbílar eða tryllitæki knúin vetni 21 Sólarorka eða samrunakjarnorka ...46 Vetnisbíll frá 1945 24 Hveravatn til þvotta ...50 VERKTÆKNI 3

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.