Verktækni - 15.08.1991, Side 6

Verktækni - 15.08.1991, Side 6
GÓÐUR KOSTUR MEÐ ÖÐRU Andrés segir að með því að selja raforkuna beint tapist margfeldisáhrif' in í hagkerfinu. Gríðarlega mikil um- svif fylgdu auðvitað virkjunarfram- kvæmdum og meðan væri verið að leggja strengina en svo þyrfti ekki nema örfáa menn til að sjá um orku- framleiðsluna og söluna. „Það er ekki það sem við sækjumst eftir — að selja óunnið hráefni. Við myndum því aldrei veðja á þennan þátt eingöngu eða leggja mikla áherslu á hann. En þetta getur verið góður kostur með öðru.“ Ekki er gefinn markaður fyrir raf- orkuna að sögn Andrésar en hann tel- ur líkur fyrir því að hann opnist frekar á næstu árum. „Það er enginn raforku- skortur í Bretlandi og það sama gildir að mestu um meginland Evrópu. Það er fyrirsjáanlegt að hægt verði að framleiða raforku á lægra verði en gert er í dag með því að nota til þess jarðgas í auknum mæli. Mikið magn af því hefur fundist á síðustu árum og það hefur þann kost umfram hina hefð- bundnu frumorkugjafa — kol, olíu og kjarnorku — að brennslu þess fylgir tilltölulega lítil mengun. Verð á jarð- gasi er pólitísk ákvörðun því þótt það hafi verið látið fylgja öðru orkuverði er mun ódýrara að vinna jarðgas en olíu. Ef samkeppnisaðili ætlaði sér að brjótast inn á þennan markað með raforku á svipuðu verði þá gætu stjórnvöld og raforkuframleiðendur í viðkomandi löndum breytt forsend- unum með því einfaldlega að lækka verðið á jarðgasinu. Þetta er því alls ekki gefinn markaður fyrir okkur þótt nýting vatnsorku og jarðvarmaorku til raforkuframleiðslu sé mun hreinlegri aðferð en að brenna jarðgasi.“ Andrés bendir þó á að líklegt sé að kröfurnar um verndun umhverfisins fari það vaxandi á næstu árum að mengunarskattur verði settur á ýmsa orkugjafa og þar með talið jarðgas til brennslu. Það er til dæmis talað um að setja tugprósenta háan skatt á jarðgas í Noregi sem notað er til brennslu og það sama er að segja um Bretland. „Með slíkum aðgerðum myndu for- sendur fyrir raforkusölu héðan gjör- breytast okkur í hag. En í dag er þetta ekki auðunninn markaður." KOSTNAÐARÁÆTLUN UPP Á 115 MILLJARÐA KRÓNA — Sjá menn fyrir sér að íslending- ar leggi strengina sjálfir eða er litið til samstarfs við erlenda aðila? „Við höfum hvorki bolmagn né áhuga á öðru en að virkja og selja raforkuna. Það væri nóg álag á i's- lenskt efnahagslíf að standa undir því. Við viljum að aðrir komi til skjalanna varðandi aðrar fjárfestingar í þessu sambandi. Hugsanlegir kaupendur vildu að vísu frekar að við afhentum orkuna á ströndinni þeirra megin hafsins og ættum strengina. Það er i ekki óeðlileg afstaða af þeirra hálfu því það gæti verið erfitt að fá lánastofnan- ir til þess að fjármagna einungis strengina á hagkvæmum kjörum því áhættan er það mikil. Það hafa aldrei verið lagðir sambærilegir strengir jafn langa vegalengd og á sama dýpi og verið er að tala um nú. Það yrði því erfitt að reka strengina á arðbæran hátt og báðir aðilar vildu helst komast hjá því að taka áhættuna. Að þessu leyti eru sjónarmiðin andstæð og erfitt að segja til um hvort tekst að brúa bilið. Það er þó hugsanlegt að stofna sameiginlegt fyrirtæki okkar og hinna erlendu kaupenda orkunnar sem sæi um fjármögnun og rekstur strengj- anna.“ Sérfræðingar Landsvirkjunar hafa gert kostnaðaráætlanir varðandi lagn- ingu jarðstrengja til Skotlands og sam' hliða virkjanaframkvæmdir í sant' vinnu við enska ráðgjafa. „í grófum dráttum er verið að tala um að bæði virkjanaframkvæmdir og lagning strengjanna kæmu til með að kosta um 115 milljarða króna,“ segir And- rés. „Þar af kostuðu strengirnir um þriðjunginn en virkjanirnar afgang' Aldrei hafa sæstrengir sem flytja raforku verið lagðir jafn langa vegalengd og á jafn miklu dýpi oggert er ráð fyrir íhugmyndum um beina raforkusölu héðan um sæstreng. 6 VERKTÆKNI

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.