Verktækni - 15.08.1991, Side 18

Verktækni - 15.08.1991, Side 18
Útflutningur á jarðvarmaþekkingu: Litið í auknum mæli til AustuivEvrópu Fyrirtækið Virkir-Orkint hf. hefur um árabil veitt ráðgjöf og unnið að verkefnum erlendis sem tengjast jarðhita. Guðmundur Pálmason er forstjóri jarðhita- deildar Orkustofnunar og einn þriggja í framkvæmdastjórn Virk- is-Orkint. VERKTÆKNI hitti hann að máli til að kynnast nánar starfsemi fyrirtækisins og mögu- leikum Islendinga á að flytja út þekkingu sína á sviði jarðhita. „Ég held að íslendingar séu vel í stakk búnir til að flytja út jarðvarma- þekkingu því hún byggir á langri reynslu og umfangsmiklum rannsókn- um,“ segir Guðmundur. „Við nýtum jarðhitann á talsvert fjölbreyttari vegu en flestar aðrar þjóðir. Vfða er jarðhiti nánast eingöngu nýttur til raforku- framleiðslu. Hér á landi er það einnig gert í nokkrum mæli en þó mest til upphitunar húsa. Jarðhiti er hér einn- ig nýttur við gróðurhúsarækt, í fisk- A Kamtsjatka ermikill fjöldi virkra eldfjalla ogerjarðhitirm tengdurþeim. Hérer Avatsjinski eldfjallið ínágrenni höfuðborgarinnar, Petropavlosk. VIRKIR-ORKINT Nokkuð langt er síðan farið var að flytja út þekkingu íslenskra vísinda- manna á sviði jarðhita. Einstakir sér- fræðingar fóru til dæmis alloft að beiðni Sameinuðu þjóðanna til að að- stoða ríki þar sem nýting jarðhita var að hefjast. Að sögn Guðmundar hafa íslenskir vísindamenn unnið að stærri og smærri verkefnum í allt að fjörutíu löndum á undanförnum árum og ára- tugum. Menn sáu því ástæðu til þess að stofna fyrirtæki sem gæti einbeitt sér að því að sinna ráðgjöf og verkefn' um erlendis. Nokkrar verkfræðistof- Unnið við mælingar á gufuborholu að vetri til á Muntnovski háhitasvæðinu á sunnanverðum Kamtsjatkaskaganum. Aðstæður minna um margt á Kröflu. eldi og í margs konar iðnaði. Kísiliðj- an og Þörungaverksmiðjan nýta hann til þurrkunar, hann kemur við sögu við framleiðslu koldíoxíðs og hjá Sjó- efnavinnslunni á Reykjanesi en þar er starfsemi að fara af stað aftur. Svona mætti lengi telja. Þótt áherslan sé á húshitun við nýtingu jarðhitans hér á landi er samt fjölbreytnin mikil og því fjölþætt reynsla og þekking fyrir hendi í landinu." 18 VERKTÆKNI

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.