Verktækni - 15.08.1991, Page 21

Verktækni - 15.08.1991, Page 21
Bflar og eldsneyti: Rafbflar eða tryllitæki knúin með vetni Þegar rætt er um bifreiðar knúnar með rafmagni líta flestir til framtíðarinnar. Langflestir eiga erfitt með að ímynda sér borgir þar sem lágværir og mengunarlausir bflar líða hljóðiega um strætin. Heimurinn er nefnilega fullur af farartækjum sem eru knúin áfram með háværum, eiturspúandi sprengihreyflum. Fæstir gera sér grein fyrir því að rafknúnir bflar eru alls ekki nýir af nálinni. fyrsta hraðametið var sett með Rafmagnsbíl Fyrsti rafbílinn var byggður í Skot- landi árið 1837 af Robert Davidson. Það var 23 árum áður en Gaston Plan- te fann upp blýrafgeyminn. Arið 1899 setti franskur ofurbugi, La Jamais Contente að nafni, hraðamet á raf- knúnum bíl í Frakklandi. Bíllinn fór 110 kílómetra á klukkustund. Þessi bíll vó 1800 kg og var nánast einn stór rafgeymir. Það var Belginn Camille Janatzy sem hannaði hann. Um aldamótin 1900 voru um 8000 tafknúnir bílar í Bandaríkjunum en þá höfðu þeir um 38% markaðshlutdeild af framleiddum bílum og gufuknúnir bílar um 40%. Bensín var Jiá farið að tyðja sér til rúms sem orkugjafi fyrir bíla. Markaðshlutdeild bensínbíla ár- ið 1900 var um 22% af framleiddum bílum í Bandaríkjunum. Með stórauk' inni framleiðslu á olíu í heiminum og lækkandi verði á henni ruddi bensínið öðrum orkugjöfum úr vegi. Sprengi- hreyfillinn varð ofan á og bensínbílar urðu almenningseign með fjöldafram- leiðslu. Gísli Jónsson prófessor. MENGUN OG HÆKKANDI OLÍUVERÐ Það var síðan ekki fyrr en olía hækkaði í verði og menn fóru að taka eftir þeirri gífurlegu mengun sem bensínbílar valda með útblæstri að vísindamenn tóku að velta fyrir sér þeim möguleika að gera rafknúna bíla að almenningseign. Mengun vegna bílaumferðar í stórborgum Evrópu og Bandaríkjunum er orðin svo mikil að sums staðar íhuga borgaryfirvöld að loka miðborgum fyrir bílaumferð. 1 Stokkhólmi hafa borgaryfirvöld reynt að draga úr bílaumferð í miðborginni með háum sköttum á bíla er fara þar um og í Kaliforníu hafa verið sett lög sem kveða á um það að fyrir næstu aldamót verði ákveðið hlutfall af bíl- VERKTÆKNI 21

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.