Verktækni - 15.08.1991, Qupperneq 30
Nesjavallavirkjun. (Mynd: Kristján Einarsson)
En í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta
ár er ekki neitt framlag eyrnamerkt
því verkefni. Hvernig stendur á því?
„Við erum með almennar fjárveit-
ingar til rannsókna og þróunarstarfs í
orkumálum. Ég tel það miklu heppi-
legra. Við erum með verulega fjárveit-
ingu í gildandi fjárlögum sem er beint
merkt vetnisrannsóknum. Það er bara
annað form á fjárveitingarbeiðnunum
fyrir næsta ár.
Ég býst við því að vetnisverkefni
muni taka býsna langan tíma. Þær
rannsóknir, sem unnið hefur verið að,
og undirbúningsvinna, eru skammt á
veg komnar í öðrum löndum. Við höf-
um ekki bolmagn til þess á íslandi að
standa undir grundvallarrannsóknum
á þessu sviði. Það sem við þurfum fyrst
og fremst að gera er að reyna að fylgj'
ast með rannsóknum og reyna að
halda fram hlut Islands, sem bugsan-
legri framleiðslustöð vetnis sem orku-
bera, verði það talið hagkvæmt af
þeim sem ráða yfir nægilega miklu
fjármagni til að geta gert það að veru-
leika.
Enn sem komið er er þó framleiðsla
vetnis með rafgreiningu ekki sam-
keppnisfær við vetnisframleiðslu á
annan hátt þótt sú tíð kunni að renna
upp. En rafgreiningaraðferðin er
miklu hreinni frá sjónarmiði umhverf-
isverndar en aðrar leiðir og við þá
staðreynd bindum við vonir okkar. Ég
lít á framleiðslu vetnis sem framtíðar-
mál en ekki aðkallandi úrlausnar-
efni.“
AUKIN SAMKEPPNI
ORKUF YRIRT ÆKJ A
— Ríkisstjómin boðar einkavæð-
ingu í auknum mæli. í starfsáætlun-
inni er talað um að breyta Rafmagns-
veitum ríkisins í hlutafélag og auka
samkeppni orkufyrirtækja. Hvert er
markmiðið?
„Skipulagsmál Rafmagnsveitu rfkis-
ins hafa lengi verið til umræðu. Það er
sagt berum orðum í hinni hvítu bók
ríkisstjórnarinnar um velferð á varan-
legum grunni að Rafmagnsveitunum
verði breytt í hlutafélagsform. I fram-
haldi af því munum við kanna mögu-
leikana á því að selja hlutafé til sveit-
arfélaga og annarra aðila. Ég held að
þetta sé mjög heppileg leið. Menn
hafa yfirleitt verið að reyna að ákveða
nákvæmlega fyrirfram hvernig skipu-
lagsform þeir vilja hafa á orkuveitust-
arfseminni fremur en að treysta á hið
sveigjanlega form hlutafélagsrekstrar.
Með því kemur í ljós hvort orkuveitur
á vegum sveitarfélaga eða sveitarfé-
lögin sjálf vilji gerast hluthafar í Raf-
magnsveitunum og fá þá ítök og áhrif í
stjórn þeirra og varðandi framkvæmd-
ir á vegum þess í krafti atkvæða. Þetta
tel ég þarft að reyna. Verið er að semja
lagafrumvarp um Rarik sem ég geri ráð
fyrir að verði lagt fram á Alþingi í
vetur.
Um aðra þætti orkukerfisins eru
mál skemur fram gengin. Ég mun láta
kanna kosti þess og galla að minnka
eignarhlut opinberra aðila í Landsvir-
kjun, sérstaklega ríkisins og þeirra
tveggja sveitarfélaga sem þar eiga nú
hluti, og gefa landshlutunum kost á að
eignast hlut í fyrirtækinu. Mér finnst
líka ástæða til að reyna að greina
orkuvinnslu Landsvirkjunar vegna
stóriðju frá orkuvinnslu til almenn-
ingsveitna. I framtíðinni, sérstaklega
ef orkuflutningur um sæstreng verður
að veruleika, tel ég að þörf verði fyrir
alveg nýtt skipulagsform — hugsan-
lega að mynduð verði sérstök félög um
þann þátt orkuvinnslunnar. En það er
auðvitað mjög mikilvægt að gæta þess
að þeir þættir í orkubúskapnum, sem
hafa í sér fólgna náttúrulega einokun-
araðstöðu, verði ekki aflaentir einka-
aðilum sem geti án eftirlits valsað með
þá eins og þeim sýnist á kostnað neyt-
enda. Við höfum hins vegar ekki gefið
þeim möguleikum nægjanlegan gaum
sem felast í því að leyfa meiri sam-
keppni í orkuvinnslunni. Þetta er leið
sem hefur verið farin í nálægum lönd-
um og við munum kanna það mjög
vandlega á næstunni hvort það myndi
henta hér á landi. Auðvitað er það
líka rétt að íslenski markaðurinn er
ekki stærri en svo að ef kostir stór-
rekstrar eiga að fá að njóta sín þá má
ekki skipta þessu upp í tóma skipti-
mynt. Það er að mörgu að hyggja í
þessum efnum.“
LÖGGJÖF SKORTIR UM
EIGNARHALD Á
ORKULINDUM
— Nú gilda strangar reglur um það
hvort menn geti virkjað hjá sér bæjar-
lækinn eða borað eftir heitu vatni >
túninu heima. Er ekki ástæða til að
veita mönnum meira frelsi á þessu
sviði þannig að þeir geti selt hverjuna
sem hafa vill þá orku sem þeir virkja?
„Jú, ég tel það skynsamlegt. En til
þess þarf að finna skipulag sem gerir
það að verkum að þeir, sem framleiða
orku inn á hugsanlega sameiginlegr
30 VERKTÆKNI